Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 13
Grein Jónasar Frh. úr Opnu. Lears konungs. Eklci prýíiir hjarta- gæska frú Macbeth, þótt drottning væri og ekki á Ríkharður konung- ur þriðji mikið aflögu til uppbótar á dómsdegi. Kaldhyggjumaður SV? urðar Róbertssonar mun með þess- um skýringum þykja vel konung- legur og 6amhæfur dyggðarsnauðu i fólki í hæstu trc/ppum mannfélags- ins. Vafalaust má finna smíöalýti á > Dimmuborgum, enda er hér um að | ræða fyrsta leikrit höfundar, eem J kemur fyrir almenningssjónir. Þó J að Dimmuborgir kurrni að hafa j nokkra ávöntun eins og flest mann anna verk, eru kostirnir því meiri. Nafn leikritsins er fyrirtaks gott. Leiktjaldið tengir saman nafn leiks ins og viðburðaröðina á óvenju- lega fullkominn hátt. Hver þáttur leikritsins er gæddur innsýn í eðli persóna á leiksviði mannlifsins. —• Málfar höfundar er vandað. Þann- ig talar greint og gott fólk í land- inu, ef það hefur lesið sér til gagns fornbókmennt, og það, sem bezt er gert í ný íslenzkum skóld- skap. Dimmuborgir Sigurðar Ró- bertssonar bera vott um listræna sköpunargáfu. Þaö er þakkarvert | að þessi höfundur hefur gefið Þjóð leikhúsinu og þjóðinni leikrit, sem liefur marga eftirsóknarverða kosti. Má vænta, að höfundur beri gæfu til að rita fleiri góð leikrit eða þá enn betri og fullkomnari Haiin mun læra mikið af móttök- um almennings, bæði í leikliúsinu og á ritvellinum. Viðurkenning og aðfinnslur eru nauðsynlegar hverj um höfundi. — Hann lærir sína mennt í áreynslu, bæði í skúrurn og skini. Þriðji Ljósvetningurinn, sem hér ræðir um er leikkonan Briet Héð- insdóttir. Hún starfar um þessar mundir með mjög góðum árangri við leikhús æskunnar og í Þjóð- leikhúsinu. Að vísu er þessi leik- kona ekki tengd við byggð Þor- geirs goða með uppruna skírteini, heldur ætterni og erfða-eiginleik- um. Bríet er mjög efnileg'leikkona. Yfirbragö hennar, gáfur, menntun og lífsreynsla gefa vonir um að hún muni fá sæti í fylkingu snjallra kvenleikenda í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur verið tilfinnanlegur skortur í Reykjavík á leikkonum til að sinna erfiðum störfum í leikmenntinni. — í Dimmuborgum leikur Briet móður vonda mannsins. Er gott eitt að sfegja um hennar framgöngu við það óþakkláta verk, þar sem van- sæl móðir á vondan son. í þessari greinargerð er Bríet talin í sveit Ljósvetninga. Ber þar margt til. Hún sýnir ótviræða leik konu hæfileika. Aðstaða hennar er þannig, að hún hefur ekki sér- staka nauðsyn til að fást við leik- list. Hún velur sér sýnilega störf af áhuga fyrir málefninu. Þessi leikkona er af landskunnri ætt. — Faðir hennar, Héðinn Valdimars- son og móðir hans, Bríet Bjarn- héðinsdóttir, voru mikilhæf mæðg- in, gædd eindregnum stjórnmála áhuga, en ekki sérstakri listhneigð. — Móðir Bríetar, leikkonu, er Guðrún Pálsdóttir úr Ólafsfirði. Sú ætt er öll sönghneigð svo að af ber. Faðir Héðins, Valdimar, var fæddur í Ljósavatnssókn og aljnn upp í Þingeyjarsýslu. Hann var í senn álitlegur fræðimaður, list- hneigður, skáldhneigður og gædd- ur óvenjulegum hæfileikum til að skapa og stýra frjálslyndu og fjöl- breyttu blaði, enda var hann fyrsti ritstjóri þvílíks blaðs á íslandi. Þátttaka Valdimars í gerð og útgáfu Alþingisrímnanna er út af fyrir sig merkilegur þáttur í þjóðlegu bókmenntastarfi. Bríet, leikkona, hneigist að ákveðnu starfi móðurættarinnar og Valdi- mars Ásmundssonar, listamanns, úr Ljósavatnssókn. Þessvegna hef- ur þótt við eiga í þessum línum að tengja hana á listabrautinni við byggð Þorgeirs goða. Maðurinn, sem gerði kristindóminn að þjóð trú íslendinga getur nú um óra- vegu sögunnar séð þess merki, að fjölþættir eprotar listagáfunnar dafna í ættbyggð hans hjá ungum Ljósvetningum. Aðalfundur Framh. af 3. síðu róma endurkos|n svo og vara- menn og endurskoðendur. Stjórnina skipa, aðalstjórn: Al- bert Guðmundsspn, formaður; Ein ar Farestveit; Hjalti Pálsson, vara formaður; Sigfús Bjarnason, gjald- keri og Sigurliði Kristjánsson. Varastjórn: Hilmar Fenger og Kristján Jóhann Kristjánsson. ____ Endurskoðendur: Hans Þórðarson og Sveinn Björnsson. — Til vara: Sveinn Helgason. Þegar kosningu var lokið, klvaddi sér hljóðs Albert Guð- mundsson, og þakkaði traust það, sem sér og öðrum stjórnarmönn- um hefði verið sýnt með þessu endurkjöri. Fundurinn var fjölsóttur og rikti mikill einhugur með fundar- mönnum. f fermingarstúlkunnar Alif í senn: SKRIFBORÐ SNYRTIBORÐ KOMMÓÐA Munið okkar hagkvæmu greiðsi uski imála. Húsgapnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16. — Sími 24620. TSN A40 4—5 manna station bifreið, framleidd eingöngu úr hinum þekkta Austin (qualitet) styrkleika. ★ Austin A40 er rúmgóð með góðu útsýni. ★ Austin A40 er falleg og nýtízkuleg. ★ Austin A40 er kraftmikil en spameytin. ★ Austin A40 kostar um 140 þús. kr. með miðstöð. GARÐAR GÍSLASON H.F. BIFREIÐAVERZLUN Aðalfundur pípu- AÐALFUNDUR félags pípulagn- ingameistara í Reykjavík var hald inn í Þjóðleikhúskjallaranum 3. þ. m. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var rætt um uppmælinga- taxta fyrir félagið. Frá þvi á miðju s. 1. ári, hefur verið unnið að uppbyggingu tíma- taxta á verk félagsmanna í sam- vinnu við sveinafélag pípulagninga manna undir stjórn Iðnaðarmála- stofnunar íslands, en á vegum hennar hefur Einar Eyfells, verkfr., starfað að þessum málum undir yf- irstjóm Sveins Björnssonar, for- stöðumanns stof;nunarinnar. Það mun vera nýmæli hér á landi, að tímataxti um ákvæðisvinnu sé fund in undir eftirliti opinberra aðila og má það teljast til fyrirmyndar og eftirbreitni. Ennfremur var rætt um aukna tæknimenntun iðnema og nám- skeið þau, er haldin hafa verið á vegum iðnskólans undanfarlð. .— Taldi fundurinn nauðsynlegt, að slik kennsla við iðnskólann yrði aukin til mikilla muna og það sem fyrst. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa: — Grímur Bjarnason, formaður; Tryggvi Gíslason, varaformaður; Hallgrfm- ur Kristjánsson, ritari; Haraldur Salómonsson, gjaldkeri og Bergur Jónsson, meðstjórnandi. í fulltrúaráð Meistarasambands byggingamanna var kosinn Grím- ur Bjarnason og til vara Sighvat- ur Einarsson. ÍÞRÓTTIR Framh. af 10 sáSn 4. Tryggvi Óskarss., HSÞ 9:38,2 5. Hauk. Engilb.s., UMSB 10:04,8 6. Þórir Bjarnason, UÍA 10:22,4 7. Vilhj. Björnsson, UMSE 10:29,0 8. Magn. Kristj.s., UMSB 10=33,2 9. Jóh. Halldórs., UMSE 10:34,2 10. Jón Gíslason, UMSE 10:38,2 11. Valur Guðm.s., KR 10:39,0 12. Helgi Kristj.s., UMSB 10:50,0 13. Magn. Jóseps., UMSB 11:35,0 14. Magn. Kristinss., UMSE 11:41,4 15. Björg. Einarss., USAH 12:06,6 ALÞÝÐUBLA0I0 - 17. marz 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.