Alþýðublaðið - 17.03.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Page 16
Bá.tur þessi er sá stærsti, sem nokkru sinni hefur verið smíð aður á Ær0, eða 80 tonn. Mun hann kosta X milljón danskra króna, og verður afhentur eftir háift ár. Vélin í bátn- um verður 330 hestöfl. V0- lund dieselvél. Myndin var tekin skömmu eftir að bönd- in voru reist í Marstal. 44. árg. — Sunnudagur 17. marz 1963 - 64. tbl. I ÞORPINU Marstal, sem er á Ær0, lítilli eyju skammt frá Fjóni, er um þessar mund ir verið að byggja fiskibát fyrir hlutaféiag: í Hafnarfirði. ínnulaunin fæla klu frá Svíum EERÐAAÆTLUN ríkisskipa er nýkomiu út, og sést þar, að Heki- an mun I Norðurlandaferðum sín- «m algjörlega sleppa Gautaborg, ■ sem hefur verið fastur viðkomu- staður skipsins til þessa. Blaðið átti í gær tal við Guðjón Teits- son, forstjóra, og: innti hann eft • ír orsök þessa. Gúðjón sagði, að * Iþetta væri sparnaðarráðstöfun, sem ríkisskip teldu sig hafa allt 1 ftð vinna á, en engu að tapa. — '' Mafnargjöld og vinnukostnaður við •Éariw, sein þar er tekinn eða los- aðui væri helmingi hærri í Gauta ’ toorg' tn í nokkurri annarri við- feoniuhótii skipsins. — Ríkisskip faefðu gert tilraun með það í fyr -a, að sleppa Gautaborg úr áætluninni, og hefði þá sýnt sig, að Svíar "iiéíu það sízt hindra sig að taka foyrftu að bregða sér til borgarinn- m við sundin, þ. e. Kaupmanna- liafnar, til þess að ná Heklunni. Forstjórinn sagði að í fyrrasum ar hefði í annarri hverri ferð ver ið siglt til Stavanger í stað Berg- en og Gautaborg sleppt. En reynsl an hefði sýnt, að Stavanger væri ekki eins hagstæð og Bergen og myndi því áfram siglt til Bergen á þessu sumri svo og til Kristian- sand, Kaupmannahafnar og Þórs- hafnar í báðum ferðum. Farnar verða 7 Norðurlanda- ferðir í sumar eins og venja hefur verið, en forstjórinn sagði, að út- lendingar treystu því ekki að ís- lenzka sumarið væri komið fyrr en í júlí og ágúst. Það væri því ekki nema reytingsafli í útkönt- um áætlunayinnar. .— Ríkisskipin vilja gjaman ljúka af öllum far- þegaflutningum í sambandi við ver tíðarlokin, en þá er marga að flytja á- milli hafna hér lieima, þar á eftir fer fram vélaeftirlit á vélum skipsins og hresst er upp á útlitið, áður en lagt er í skemmtisigling- arnar í byrjun júní. Margar pantanir hafa borizt um far með Heklunni í sumar. Alltaf eykst fólksstraumurinn neðan frá Evrópu sagði forstjórinn, .— frá iÞýzkalandi og Suður-Evrópu. ísafirði, 16. marz. HÚSUD Mánagata 1. á ísafirði stór- skemmdist í eldi aðfaranótt laug- ardags. Má mikil mildi teljast, að ekki varð af stórslys, því í húsinu bjó Gerald Hesler með konu sinni, og fjórum ungum bömum. Eldur- inn kom upp um kl. 4.30 um nótt- ina, og voru þá allir í fastasvefni. Eldvari, sem staðsettur var í hús-j inu, og gefur frá sér skerandi hljóðmerki, ef hitastigið við hann fer yfir 70 gráður, vakti hjónin, og má telja fullvíst, að eldvari þessi hafi þarna bjargað lífi sex menn- eskja. Þess má einnig geta, að á föstudaginn kynnti slökkviliðið í Reykjavík tæki þetta og ráðlagði öllum að hafa það í húsum sínum. j Gerald hringdi þegar á slökkvi- liðið, en á meðan bjargaði konan bömunum út úr húsinu. Vora þau komin öll úr hættu, þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Húsið Mánagata 1 er fornfrægt hús á ísafirði. Það er reist árið 1883. Þar bjó Hannes Hafstein öll sín sýslumannsár í ísafjarðar- sýslu, og síðar átti það Jón A. Jónsson,. alþingismaður. Húsið er kjallari, ein hæð og ibúðarris. Á jarðliæðinni ráku þau hjónin veit ingasöluna Mánakaffi. Brann þarna inni geysimikið verðmæti í l innanstokksmunum. Stendur hús- j ið þó uppi, en mjög brunnið, að | tveimur herbergjum undanskild- um, sem ekki skemmdust mjög. Húsið var timburhús, múrhúðað að utan. Ekki er víst um eldsupp- tök, en talið er að annað hvort hafi kviknað í út frá miðstöðvarklefa, eða eldhúsi, þar sem skemmdirnar eru mestar á þeim svæðum. Þau hjónin eiga kött einn spakan og vitran. Um kvöldið, áð- ur en bruninn var, trylltist hann og varð ekki haminn í húsinu. Varð að hleypa honum út, þar sem hann var yfir nóttina. Köttur þessi er þó heimakær, og ekki því vanur að sofa úti. Um morguninn var hánn.á vakki i kringum rústirnár, en náðist ekki. Æskufólk ÞAÐ érí kvöíd klukkan 8,30, sem skemmtiklúbbur FUJ í Hafnarfirði gengst fyrir skemmtikvöldi í Alþýðuhús- inu. Hið vinsæla Bongó-tríó skemmtir. Hljómsveit Árna Norðfjörð leikur fyrir dansi. Skemmtikvöldið er fyrir ungl inga 14—17 ára, sem vilja góða skemmtun án áfengis. SUNNUDAGSBLAÐIÐ byrj- ar í éag að birta bréfaskipti tveggja Alþýðublaðsritstjóra — annars þó fyrrverandi----Þetta eru þeir Helgi Sæmundsson og Gísli Ástþórsson. Þeir ætla að ræða þjóðmál, menningarmál og . sitthvað fleira. Væntanlega.geta ' þessi bréfaskipti orðið fjörug, því báðir eru mennirnir ófeimn- ir að segja meiningu sína. — Gísli skrifar fyrsta bréfið á annarri síðu Sunnudagsblaðsins í dag. Smá rnistök, en ekki mein leg liafa þó orðið I prentun. Á- varpsoröin hafa fallið framan af bréfinu. Og eru lesendur beðnir að líta svo á, að Gísli heilsi Helga kurteislega, til dæmis með orðunum: Kæri Helgi — eða eitthvað þessháttar. TIL ÍSLANDS HIN N heimsfrægi trompet- leikari og söngvari, Loui Arm- strong, er væntanlegur til ís- lands einhvern tímann á þessu ári. Fréttir líafa borizt um það, að hann ætli innan skamms að hætta að koma fram, en ekkert útlit er fyrir það eins og stendur. Kempan gamla er nú á hljómleikaferða lagi um Ástralíu, Nýja-Sjá- land, Kóreu og Japan. Að því lokriu hyggur hann á ferð til Evrópu, og er líklegt að hann komi ti! Islands á þeirri reisu sinni. Pétur Pétursson, sem haft hefur samband við umboðs- mann Loui, sagði blaðinu í gær, að haiin hefði fengið bréf frá umboðsirianninum, þar sem hann taldi viðkomu á ís- landi mögulega f þessari Evrópuferð. Myndin hér að ofan er göm- ul, tekin af blásaranum, þegar hann var í blóma lífsins. c

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.