Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 1
EDfiSttP 44. árg. — Laugardagur 23. marz 1963 — 69. tbl. VAR Á SUNDI I 12 TfMA ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frétta- skeyti frá fréttaritara sín um í Stokkhólmi, Haraldi Ólafssyni: GUÐMUNDUK Helgason frá Keflavík bjargaSist eftír að hafa vcrið tólf tíma á sundi, er norska skipið Hoeegh Ar- onde sökk við Marokko t gær. Hann var vélamaður. Þrettán aðrir komust af í annað skip. Alþýðublaðlð aflaði sér frek ari upplýsinga uni þetta inál í gær. Með skipinu voru 32 menn, og munu 18 þeirra liafa farizt. Ekki var unnt að fá vitneskju um hvað skip bjarg aði Guðinundi, en liann var væntanlcgur til Barcelona í gærkvöldi eða morgun með björgunarskipi. Guðmundur Helgason er 37 ára gamall, og hefur verið í siglingum erlendis í rúin tutt ugu ár, eða síðan hann var 16 ára gamall. Uai fermingu starfaði hann hjá Hitaveit- unni, en réði sig á norskt skipt, Thordenskjold, sem var hér í höfn eitt sinn. Síðan hefur hann ávallt verið á norskum skipum, og verið vélamaðnr. Ilann kom síðast heim fyrir Framh. á 2. síðu ERLINGUR 4. (Ljósm.: Snorri Snorrason). GUÐMUNDUR HELGASON Vestmannaeyjum í gær. BÁTNUM Erlingi 4. frá Vest- mannaeyjum hvolfdi skyndilega um klukkan hálf sjö í morgun. Átta mönnum af áhöfn skipsins var bjargað, en tveir skipvcrjar, Samúel Ingvarsson úr Reykjavík og Guðni Friðriksson frá Haga í Vestmannaeyjum, fórust. Þegar var hafin víðtæk leit að þeim, sem sextán bátar, varðskipið Ægir og flugvél frá Landhelgisgæzlunni tók þátt í, en þegar leitin bar engan árangur, var henni hætt um klukkan 3,30. Skipstjóri á Erlingi 4. er Ásberg Lárentíusson. Eigandi I bátsins er Sighvatur Rjarnason. Erlingur 4. var smíðaður í Sví- þjóð árið 1947. Það var skipverjar á Halkíon ES i frá Vestmannaeýjum, sem björg-, uðu mönnunum af Erlingi 4. og í, gær náði blaðið tali af Stefáni Stefánssyni, skipstjóra á Halkíon, er. þótt hann sé ekki nema 33 ára að bjarga þrem skipshöfnum í að aldri hefur hann borið gæfa til hafsnauð. Stefán sagði svo frá, að er þeir Halkíonmenn voru á leið út í gærmorgun hafi þeir séð sem snöggvast ljósleiftur eins og frá vita úti fyrir í stefnu vest- norðvestur. — Stefán lét þegar nálæga báta vita af þessu Ijósi, sem brugðið hafði fyrir og spurð- ist fyrir um það, hvort nokkur bauja eða annað slíkt gæti verið á þessum slóðum. Svo var ekki og tók nú Halkíon stefnu í þá átt, þar sem ljósið sást. Stefnuna varð að taka meir af ágizkun en nokkru öðru, því að Ijósið sást ekki aftur. Stefán sagðist strax hafa gert sér grein fyrir, að þama gæ.tu verið menn í sjávarháska, en hélt, þegar ekkert sást, að þ'eir myndu komnir fram hjá. Halkíon sneri þá aflur, — en í því kölluðu aðrir bátar og sögðust hafa séð skotiö opp rakettu rétt hjá Halkíon. Gátu BREZKI SJÓMAÐURINN FANNST f GÆRKVÖLDI SJOMAÐURINN af brezka tog- aranum Machbeth frá Hull kom fram í gærkvöldi. Menn frá út- lendingaeftirlitinu fundu hann i húsi við Hverfisgötuna, þar sem tveir piltar, brezkur og danskur, höfðu veitt honum húsaskjól. — Þessi brezki sjómaður hcitir Therence Flagherty, og er 24 ára gamall. Hans hefur verið leitað frá því í fyrradag, og rneðal ann ars var fenginn froskmaður í gærkvöldi til að leita í höfninni. í gærdag hringdi maður í brezka sendiráðið, og sagði, að Flagherty væri heill heilsu, en vildi ekki gefa upp hvar liann væri staddur. Sá, sem liringdi, talaði ensku, og fóru menn þá að leggja saman tvo og tvo, með þeim árangri, sem áður hefur verið lýst. Er starfsmenn útlendingaeftir- litsins fundu Flagherty, sagði hann, að sér hefði ' Ieiðst um borð, og ætlunin hefði verið að felast þarna í húsinu, þar til tog- arinn væri farinn. Þá ætlaði hann að gefa sig fram, og sækja um dvalar- og atvinnuleyfi. Alþýðublaðið ræddi í gær við Jón Sigurpálsson, lögfræðing, sem sótti piltinn. Hann sagði, að þessi flótti piltsins af togaran- um væri hrein og klár ævintýra- löngun. Hann yrði sendur út með flugvél. Flagherty fékk gistingu í Hegningarhúsinu í nótt, en á Framh. á 5. síðu batarnir sagt, í hvaða stefnu skyldi siglt og fundu Halkíonmenn gúmmíbátinn tæpar 30 mílur norð vestur af vestri frá Eyjum. Skipbrotsmennirnir voru mjög þrekaðir og það svo, að erfitt var að koma þeim upp úr gúmmíbátn- um. Það gerðist með svo skjótri svipan að bátnum hvolfdi, að þeim hafði ekki gefizt tími til að senda úl neyðarkall, né heldur blása út gúmmíbátinn. Syntu þeir alllengi umhverfis böggulinn í sjónum, áður en þeim tókst að blása hann upp, en það varð með þeim hætti, að skipstjórinn náði taki á lín- unni, sem kippa þarf í, þegar gúmmíbáturinn er opnaður, en svo var hann lerkaður orðinn, að hann sökk með linuna. Þá opnað- ist báturinn, en liann varð að brjót ast að nýju upp á yfirborðið og var þá mjög lerkaður orðinn, enda þungur, klæddur íslenzkri úlpu. Aðrir skipverjar voru fremur iila klæddir og því orðnir mátt- vana af kulda, er Halkíon kom á vettvang. Þeir gátu ekki gert sér raunverulega grein fyrir því, hve lengi þeir hefðu verið á sundi I sjónum, áður en gúmmíbáturinn opnaðist, en töldu, að það hefði verið um liálft klukkustund. Skipstjórinn var svo aðfram kominn, að skipverjar á Halkíon urðu að nudda hann í klukkustund til að koma í hann hita, eftir að hann var kominn um borð. Einn skipverja af Erlingi 4. var rænulítill, hafði drukkið svo niik- inn sjó og var máttfarinn af kulda.. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Yestmannaeyjum. Stefán sagðist ekki hafa þorað að draga siglingu til lands, en lét r.ærstadda báta vita, að tveggja skipverja væri saknað. Hófst leit- in að þeim þá þegar og var auð- GUÐNI FRIÐRIKSSÖN SAMUEL ÍNUVAKSSON

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.