Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 2
j ftostjórar: Gisli J. Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjórl
j Björfívifj GuCtnundsson — Fréttastjóri: Sigvaldl Hjálmarsson. — Slmar:
j 314 900 - 14 302 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið.
: — Prentsiniðja AlþjðublaGsjns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
j ð jnánuði. t iausasuiu kr. 4 00 eint. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn
| Eysteinn og skaftarnir
j ' ENGINN fjánmálaráðherra hér á landi hefur
- géngið ivasklegar fram í því að innleiða nýja skatta
I ájlandsmenn en Eysteinn Jónsson, foi’maður Fram
i sÐknarflokksins. Það hljómar því vissulega hjá-
kátlega er sá hinn sami Eysteinn rís nú upp á Al-
þingi og berst gegn því, er hann kallar „skatta-
flóði“ núverandi ríkisstjórnar. Virðist Eysteini
i Ivera það sérstaklega mikill þymir í auga, að ríkis-
í stjórnin hefur lagt til í frumvarpi um rannsókn-
: ir í þágu atvinnuveganna, að iðnaðurinn greiði
sjálfur hluta af kostnaði við iðnaðarrannsóknir.
: Einnig fjargvirðrast Eysteinn yfir gjaldi þiví, sem
lágt er á búvörur bænda og renhur til Stofnlána-
ideildar landbúnaðarins enda þótt hann sjái ekk-
, épt athugavert við það þó sams konar gjald sé
. lagt á söluvörur bænda vegna bændahallarinnar.
! »
Þá læzt Eysteinn einnig óánægður með það að iðn
, aðurinn skuli sjálfur eiga að leggja fram fjármagn
til Iðnlánasjóðs. En sannleikurinn er sá að ná-
kvæmlega sami háttur er hér hafður á og við fjár-
öflun til stofnlána sjávarútvegsins. Útvegurinn
sjálfur leggur að verulegu leyti fjármuni til sjóða
sínna og hið sama er eins eðlilegt að landbúnaður-
inn og iðnaðurinn geri.
Síðan Eysteinn hóf baráttu sína gegn sköttun
um hefur honum orðið tíðrætt um það hversu mik
ið skattar í heild hafi hækkað að krónutölu. En Ey
steinn gleymir því ávallt í því sambandi að geta
þess hversu mikið af hinum auknu sköttum hefur
ruhnið til borgaranna á ný í formi tryggingabóta
i <og vegna annarra félagslegra ráðstafana ríkisvalds
, ins. Og hann gleymir einnig að geta þess, að allur
samanburður á sköttum nú og 1958 er óraunhæf-
, ur, þar eð 1958 komu alls ekki öll gjöld og tekjur
rikisins fram á fjárlögum. Verulegur hluti þeirra
rann í gegnum útflutningssjóð, sem haldið var
uppi til þess að styrkja útveginn og koma í iveg fyr-
ir gengislækkun.
Hið eina, sem skiptir máli í sambandi við
skatta fyrr og nú er skattabyrðin, þ. e. hvort hún
hefur aukizt eða ekki. Til þess að fá svar við því
iar ekki nóg að líta á krónutölu skattanna. Þar verð
ur einnig að taka hina dulbúnu skatta vinstri
stjórnarinnar með í reikninginn og það verður að
athuga hversu mikið meira borgararnir fá nú frá
ríkinu en áður. 1958 námu útgjöld vegna félags-
mála t. d. 106.4 millj. en á fjárlögum yfirstandandi
árs eru 506 millj. til félagsmála eða 400 milljónum
meira. Og sú upphæð mun enn hækka um 31.4
millj. við samþykkt hins nýja frumvarps um al-
rmannatryggingar. Þegar þegsi atriði hafa öll iver-
xð ‘tekin inn í dæmið mun koma í ljós að skatta-
byrðin hefur ekki aukizt.
. ...ii.......................... ....... iwn
Deilt um Kjalar-
neshrepp á þingi
Frh. af 5. síðu.
aga. T. d. hefðu oftar en einu
sinni verið skornar sheiðar af Mos
íellshreppi og þær lagðar undir
Reykjavik, þrátt fyrir hörð mót-
mæli Mosfellshreþps. Hið- sama
hefði einnig gerzt varðandi Sel-
tjamarneshrepp. — Guðmundur
sagði í tilefni af ummælum Matt
hiasar Matthiesens um Garða-
hrepp, að ef ákveðinn hluti þess
hrepps óskaði eftir sameiningu við
Hafnarfjörð, Kópavogskaupstað
eða einhvern annan hrepp, teldi
hann sjálfsagt að verða við þeirri
ósk.
Ráðherrann sagði, að sérstakar
og eðlilegar ástæður væru fyrir
því, að málið hefði ekki verið
sent til umsagnar Kjalarneshrepps
áður en það hefði verið lagt fyrir
Alþingi. Ástæðurnar væru þær, að
hreppsnefndin væri nær eingöngu
skipuð fulltrúum vesturhluta
hreppsins, sem væri andvígur
skiptingu. Því væri það fyrirfram
vitað, að hreppsnefndin væri and-
víg því, að Kjalnesingar austan
Kleifa fengju að sameinast Mos-
fellshreppi. En ekki mætti láta
þennan þriðjung hreppsbúa
gjalda þess, að hann væri í minni
hluta. Ekki væri unnt að standa
gegn því til lengdar að sá hluti
fengi þeirri ósk sinni fullnægt að
samednasí Mosfellshxepi.
KVENNADEILD Slysavarnafélags
íslands á Norðfirði beinir þeini
tilmælum til stjórnar Landsíma
íslands, að hún láti nú þegar fara
fram athugun á því, hverja niögu-
leika venjulegir fiskibátar hafa á
því að ná sambandi við land með
Ritskoðun aftur
komið á á Spáni
MADRID, 22. marz (NTB-AFP). —
Upplýsingamálaráðherra Spánar,
Manuel Fraga Iribarne, lýsti því
yfir í dag, að ritskoðun blaða
kæmi aftur til mála á Spáni.
Fraga Itibarne sagði í ræðu í
Madrid-háskóla, að hann hefði inn
leitt ritfrelsi á Spáni, þegar hann
tók við störfum upplýsingamála-
ráðherra, og ritskoðun yfirvald-
anna liefði verið minnkuð svo
mjög, að aðeins væri gát höfð á
biöðunum. — „Hins vegar hefur
ástandið breytzt nokkuð að undan
förnu, svo að nauðsynlegt er að
koma aftur á ritskoðun", sagði
hann.
Frá Ferðafé-
lagi íslands
Ferðafélag íslands heldur kvöld
vöku í Sjálfstæðihúsinu þriðju-
daginn 26. marz. Húsið opnað kl.
2C.
1. Dr. Haraldur Matthías
son flytur erindi um
Vonarskarð og Bárðar-
götu og sýnir litmyndir
af þeim síöðum.
2. Myndageíraun, verð-
laun veitt.
3. Dans til kl. 24.
Aðgöngumiðar seldir í bóka-
verzlunum Sigfúsar Eymundsson-
ar og ísafoldar. Verð kr. 40,00.
10 ÁRA
Frh. af 16. síðu.
hinn almenna lilut neytenda, auk
félagsritsins.
Stjórn félagsins skipa eftirtaldir
menn: Sveinn Ásgeirsson, hag-
fræðingur, Arinbjörn Kolbcinsson,
Iæknir, Knútur Hallsson, lögfræð
ingur, Magnús Þórðarson, blaða-
maður, Þórir Einarsson, viðskipta
fræðingur, Lárus Guðmundsson,
stud. theol. og Kristbjörg Stein-
grímsdóttir, liúsmæðrakennari.
talstöðvum sínum, hér við Aust-
firði, á hinum ýmsu tímuin sólar-
hringsins.
Ennfremur skorar deildin á póst
og símamálastjórn að hefjast
handa um, að koma loftskeyta-
þjónustu Landsímans í það liorf,
að bátar geti örugglega náð sam-
bandi við land, hvar og hvenær
sem er, viff strendur Austurlands.
Deildin telur það stórt spor í
rétta átt, ef Landsiminn yrði við
óskum bæjarstjórnar Neskaup-
staðar (sbr. ályktun bæjarstjórnar
1. febr. sl.) um næturvörzlu ó
síma og loftskeytastöðinni í Nes-
kaupstað, og vekur athygli á gildi
næturvaktar hér, vegna almennra
öryggismála, þar sem hér er starf-
andi fjórðungssjúkxahús Austur-
lands, og jafnvel getur oltið á lífi
manna, er slys ber að liöndum, að
tafarlaust sé hægt að ná sambandi
við sjúkrahúsið, lækna þess, sjúkra
bifreið o, s. frv.
Einnig leggur deildin áherzlu á,
að þar sem skipaferðir eru strjál-
ar eins og hér við Austurland,
skiptir öryggisþjónusta í landi
enn meira máli, en þar sem stöð-
ug skipaumferð er, svo sem í ná-
grenni Reykjavíkur, þar sem líkur
eru til að nærstödd skip heyri til
báta, sem á aðstoð þurfa að halda.
ÍÞRÓTTIR
Framh. af 10 síðu
leikurinn er milli f. R. og Ár-
manns í m. fl. og má þar gera ráð
fyrir skemmtilegum leik, þar eð
ÍR var eina liðið, scm sigraði Ár-
menninga í fyrra lxluta mótsins.
u.Finaýsfkatáv
Innidyraskrár
Útidyralamir
^eaZúnaenf
Plastbaiar
Plastfötur
og aðrar plastvörur
í miklu úrvali.
iiimili
Á SUNDI
Framh. af 1. slðu
tæpum fimm árum og hefur alls
komið f jórum sinnum til landsins
frá því að hann hóf siglingar. —
Hann hefur talað um að konia
Iteim fyrir fullt og allt, en ekki
orðið úr því ennþá.
Guðmundur á foreldra, sem búa
í Keflavík. Eru það frú Inga Nilsen
og Hclgi Kristinsson. Blaðið ræddi
við frú Ingu í gær, og sagði hún,
að aldrei hefði neitt þessu líkt
komið fyrir Guðmund. Þegar við
sögðum henni, að hann hefði verið
á sundi í 12 tíma, áður en honum
var bjargað, sagði hún.aðeins: —
„Já, lxann hefur alltaf verið
hraustur“.
við yctur
ullur ■
2 23. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ