Alþýðublaðið - 23.03.1963, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.03.1963, Qupperneq 4
 Konunglega radarstofn unin í Malvcrn í Eng- landi, hefur fcngið geysi stóra myndavél, sem er hvorki meira né minna en ' 8,5 tonn að stærð. Henni er ætlað að hafa uppi á gervihnöttum, sem sendir hafa verið út í geiminn. Svo næm er þessi risa- myndavél, að hún getur auðveldlega greint og fest á filmu, ljósdepil, sem er aðeins fimmtándi hluti af daufustu stjörnum, sem sjást með berum augum. En Póistjarnan, hin víð- fræga er 650 sinnum bjartari en það. Minningarorð ritstjón VALTYR STEFANSSON rit- Ætjóri M< -gunblaðsins lézt í Bæj •arspítalanum laugardagskvöldið síðastliðið og verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag. Við lát hans hvrrf af sjónarsviðinu sér- síæður persónuleiki, forystumað- ur á ýjasum sviðum, snjall blaða jmaður og gáfaður rithöfundur, sem snjög var umdeildur vegna þess að hann gerðist einn af liðsoddum Hlvígrar pólitískrar baráttu eins og stjórrimálabaráttan hefur •leagst af verið hér á landi. Valtýr Stefánsson fæddist að OVöðruvöllum í Hörgárdal, liinu jnikla menntasetri, 26. janúar ár j:.í 1893 og varð því rúmlega sjöt- "ugur. Faðir hans, Stefán Stefáns- ,;on síðar skólameistari var þá Okennari við Möðruvallaskóla, en emóðir hans var Steinunn Frí- mannsdóttir. Stefán Stefánsson var, eins og kunnugt er, einn af frömuðum í íslenzkum menning- aimálum á sinni tíð, hið mesta glæsimenni hvernig sem á hann var litið og vinsæll með afbrigð- aim. Valtýr var settur til mennta ■og tók stúdentspróf árið 1911. •Hann stundaði búnaðarnám við ' Bændaskólann á Hólum næstu tvo vetur, en lauk síðan heimspeki- prófi frá Kaupmannahafnarhá- fikóla og námi i búvísindum lauk liann 1914. Þá hóf hann framhalds Jiám í jar'iabótum við Landbúnaö -arháskólann á árunum 1915 til il917. Híi.m starfaði við jarðabóta <ieild Hciðaféiagsins danska frá 1917 til ársloka 1918, og einnig ílarfað hann Við Statens Grundfor hedringsvæsen. Hann kom svo :ðneim og gerðist ráðunautur hjá ■Búnaðarfélagi íslands og gegndi því starfi í þrjú ár, 1920 til 1923, jafnframt því var hann ritstjóri og nseðútgefandi að Frey; eða til j 1925, Ári,ð 1924 var hann ráðinn I j itstjóri Morgunblaðsins og j gegndi hann því starfi til dauða- ] dags. Hann var alla tíð mikill á- hugamaður um jarðrækt og skóg rækt og skrifaði mikið um þau mál og þá fyrst og fremst skóg- ræktina, enda var hann í fremstu VALTYR STEFANSSON röð skógræktarmanna og gegndi formennsku í Skógræktarfélagi ís- lands lengi. Bókfellsútgáfan hefur á undanförnum árum gefið út úr- val úr viðtölum hans og greinum, sem birzt höfðu í Morgunblaðinu og annars staöar, er það mikið rit safn og kennir margra grasa eins og gefur að skilja. Það er í fimm stórum bindum. Ég kynntist Valtý Stefánssyni árið, sem hann gerðist ritstjóri Morgunblaðsins og með nokkuð sérstökum hætti. Skal ég segja frá þvi hér vegna þess að það lýs- ir manninum nokkuð. Við vorum saman á gangi nokkrir ungir menn á björtu kvöldi og gengum upp Bankastræti. Allir vorum við rauðglóandi af pólitískum áhuga. og hræddumst hvorki guð nó mcnn. Við höfum hcyrt minnzt á Valtý Stefánsson, hinn nýja í- haldsritstjóra — og var hann strax farinn að fá óþvegnar kveðj ur i blöðum eins og þá var títt. Þegar við nú gengum upp Banka- siræti mættum við Valtý Stefáns- syni og sendum honum kveðjur vm leið og við gengum framhjá. Ljótt er það, en satt samt — og þótti ekki ljótt í þá daga þegar vm pólitíska bardagafúsa var að ræða. En Valtýr tók þessu á þann veg. að við urðum undrandi. Hann slafnæmdist hjá okkur og fór að rabba við okkur. Þá rann af okk- í berserksgangurinn og við urð- um hógværir og kurteisir, en vild um þó gjarna deila við hann. En hann bara hló. Svo lauk hann sam alinu með því að segja: „Mér er bara vel við ykkur, strákar. Það er þó eitthvað betra að vera bolsi, en hafa enga skoðun og ekkert að berjast fyrir. Heimsækið mig ein hverntíma á Moggann. Ég skal þá hella upp á könnuna fyrir okkur í sameiningu.“ Við fórum víst aldrei á Mogg- ann í kaffið til Valtýs, en ég kynnt isl honum nánar. Við hittumst oft í viðtölum og svo unnum við sameiginlega, ásamt öðrum, að þvi að endurreisa Blaðamannafélagið og sátum saman í stjórn þess um skeið. Við fórum saman í lang- ferðalög, með dönsku blaðamönn unum til Norðurlandsins 1939 og ti! Stokkliólms 1947. Það var gott að vinna með Valtý. Hann var hugmyndaríkur og starfssamur með afbrigðum. Hann lét sér ekki nægja að koma með hugmyndir heldur vann hann manna bezt að framkvæmd þess, sem samþykkt hafði verið. Ég held líka að ég hafi ekki kynnzt skemmtilegri ferðafélaga. Hann.var mikill gleði n;aður, hjálpfús og úrræðagóður. Kann var helzti ræðumaður okk- ar íslenzku blaðamanna á ferða- laginu um Norðurland og verða mér ræður Valtýs þá við ýms takifæri ógleymanlegar fyrir fyndni lians og orðaleiki. Minn- ist ég þá fyrst og fremst ræðu er hann hélt á Reynistað við glugg ann og mál hans sindraði af gáf- um og giettni. Þegar við fórum til Stokkhólms árið 1947 var sjúkdómurinn, sem síðar leiddi hann til dauða, farinn að gera vart við sig, en enn hélt hann færni sinni til fulls. Enn sjúk- démurinn óx og gerði hann að k.kum óstarfhæfan. Ég hitti Valtý fyrir ári og við ókum saman stutt an spöl. Honum var mjög brugð- ið,-hann gerði gaman að sjálfum sér, en mér var ekki hlátur í hug. Hann hafði legið í Bæjar- spítalanum í alimarga mánuði er hann lézt. Valtýr Stefánsson var kunnasli blaðamaður landsins um sina daga. Hann var ritstjóri stærsta og útbreiddasta blaðsins — og liann var góður blaðamaður. Hann hafði mjög lipran penna og fyrst og fremst listrænan, en blaða- mennskan er listgrein. Þetta kem uc ljóslega fram í viðtölum hans. Að vísu skrifaði hann misjöfn við töl eins og eðlilegt er, en þau beztu eru listavel gerð. Það er unun að lesa þau. Valtýr sagði það sjálfur, að í raun og veru þætti sér alllaf gaman að skrifa viðtöl og einnig fréttir um merkisat- burði. Þetta hlaut lesandinn líka að finna jafnvel ósjálfrátt. Hins vegar var Valtvr aldrei bardaga- maður. Pólitiskar greinar lians báru allt annan svip en viðtöl hans og fréttagreinar. Ég hef tekið eft i; því, að ýmsir listrænir höfund ar gjörbreyta um stíl og orðaval begar þeir skrifa árásargreinar. Þarf ekki annan en vitna í Gunn- ar Gunnarsson og Ifalldór Kiljan Laxness í sambandi við þetta. Þetta kom einnig í ljós hjá Val- tý og það stafar einfaldlega af því, að árásarskrifín eru þessum höfundum ekki eiginleg. J Valtýr var í mörgum greinum brautryðj andi í íslenzkri blaðamennsku. Að s'aða hans var góð. Hann var rit stjóri fyrir voldugt blað, sem ekki þurfti að liafa fjárhagslegar á- hyggjur. Það studdist við stóran flokk efnaðra samtaka. Sjálfur var Valtýr enginn ævintýramaður, en staðfastur og gjörhugull. Hann hugsaði mál vel — og stundum nokkuð lengi áður en hann réð- ist í framkvæmdir. Þess vegna tókust þær vel fyrir blað hans. Þá verður ekki framhjá því gengið, að þróunin var honum hliðholl á þann veg, að um hans daga, eða síðan hann tók við ritstjórn, gjör breyttist allt í þessu landi. Þjóð- in gat rétt úr kútnum og allt kcmst á fleygiferð. Sumir geta vitanlega farið sér og fyrirtækjum sínum að voða á slíkum umróts tímum, en það henti Valtý aldrei og heldur ekki blað hans. Valtýr var afburðamikill starfs maður þar íil hann fór að kenna sjúkdómsins. Hann var allt af í skrifstofu sinni eða lieima við sím ann til þess að geta fylgzt með því sem var að gerasí. Hann vann um of. Hann vann svo mjög af því að liann unni starfi sínu. Hann sveigði aldrei hjá. Framh. á 13. síðu. ÆSKULÝÐSBLAÐ ÆSKULÝDSBLAÐIÐ er nýkom- ið út. Það flytur margvíslegt efnl eftir bæði ltennimenn og leik- menn. Meðal annars má nefna grein eftir erlendan lækni um vandamál, sem skapast af því, að fólk giftist of ungt, — og síðan er Icitað til íslenzks prests, móður, föður og tveggja æskumanna og fengið álit þessa fólks á þeirri spurningu, hvort unglingar eigi að trúlofast eða giftast og stofna heimili. Sr. Jón Kr. ísfeld skrifar greinina Kornungur kirkjusmiður, sr. Pétur Sigurgeirsson segir frá degi við bjargsig í Grímsey, sr. Magnús Guðmundsson á Setbergi, skrifar 'greinina, Biblían og þú, í blaðinu er íþróttaþáttur, mynda- getraun, sögur og margt fleira. — Ritstjóri er sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi í Fnjóskadal. 30. sýning á' Pétri Gaut í KVÖLD verður Pétur Gaut ur sýndur í 30. sinn í Þjóð- leikhúsinu. Aðsókn að þcssu merlia og stórbrotna verki hefur verið mjög góð. Um það bil 17.500 sýningargest- ir hafa þá séð þessa sýningu. Leikurinn er mikið sóttur af fólki uían af landi og oft koma Iangferðabílar lang ar leiðir á sýningarnar. — Einníg er leikurinn mji;g vel sóttur af skólafólki og er það gleðicfni, að unga fólk- ið kann að meta betta önd vegisverk Ibsens. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni cg Karaldi Björnssyni í hlutverkum 4 23. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.