Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 15
Ég hafði vanizt á að fara á hverju kvöldi á bar Rusty Mac Cowans. Það var bar, þar sem var að finna visst andrúmsloft, og hann snéri út að flóanum, þar sem spilavítis-slcipin lágu við akkeri. Rusty hafði skreytt stað inn þannig, að hann leit út eins og káeta á skipi með kýraugu i stað glugga og mikið af látúni, sem negraþjónninn Sam varð hálfvitlaus af að þurfa að fága. Rusty hafði verið yfir-lið- þjálfi, og hann hai'ði barizt við Japani. Hann vissi í hverju ég hafði lent, og hann fékk áhuga á mér. Hann var ágætis náungi. Hann var seigur og harður eins og tekk, en það var ekkert, sem hann hefði ekki gert fyrir mig. Þegar hann heyrði, að mig vantaði vinnu, sagðist hann vera að hugsa um að kaupa píanó, ef hann gæti fengið einhvern til að leika á það, og svo brosti hann til mín. Hann hafði hitt rétta mann- inn. Hið eina, sem ég gat gert sæmilega vel, var að leika á píanó. Ég sagði honum að kaupa píanóið og hann gerði það. Ég lék á píanóið á barnum hans frá átta á kvöldin til mið- nættis fyrir þrjátíu dali á viku. Mér fannst þetta ágætt. Með þessum peningum gat ég greitt fyrir herbergið mitt, sígarettur og mat. Rusty sá mér fyrir á- fengi. Alltaf við og við spurði hann mig hve miklu lengur ég hefði í hyggju að vera hjá honum. Hann sagði, að með mína mcnnt un ætti ég að vera að gera eitt- hvað miklu betra en að berja píanó kvöld eftir kvöld. Ég sagði lionum, að ef það hentaði mér, þá kæmi honum ekkert við, hvað ég gerði. Við og við var hann svo vanur að spyrja mig aftur, og þá gaf ég lionum sama svar. Nú, þannig var ástandið, þeg- ar Rima kom inn úr rigningunni. Þetta er baksviðið. Ég var tutt- ugu og þriggja ára og engum til gagns. Þegar hún gekk inn. komu erfiðleikar fyrir mig gangandi með henni. Ég vissi það ekki þá, en það leið ekki á löngu, áður en ég kæmist að því. Klukkan rúmlega tíu næsta morgun æpti frú Millard, sem rak pensjónatið, er ég bjó á, að það væri síminn til mín. Ég var að reyna að skafa af mér skeggið kringum rispurnar, sem höfðu bólgnað um nóttina og litu nú skelfilega út. Ég bölv aði í hálfum liljóðum og þurk- r - aði af mér sápuna. Ég fór niður þrjá stiga tii símaklcfans í anddyrinu og tók upp símatólið. Það var Hammond liðþjálfi. „Þér þurfið ekki að koma í rétt inn í dag, Gordon“, sagði hann. „Við ætlum ekki að kæra Wilb- ur fyrir árásina." Ég varð undrandi. „Er það ekki?“ „Nei. Þessi silfurlita skjáta er sannarlega heiR dauðakoss. Hún er búin að útvega honum tuttugu ára dóm.“ „Hvað segir þér?“ „Það er staðreynd. Við höfum samband við lögregluna í New York. Þeir fögnuðu þeim frétt- um, að við værunl búnir að ná honum, eins og móðir fagnar týndu bami. Þeir hafa nógar kærur á hann til að dæma hann í tuttugu ára tukthús." Ég blístraði. „Það er enginn smáræðis tími“. „Hvað finnst ykkur?" Hann hik aði. Ég gaí heyrt þyngslalegan og hægan andardrátt hans. „Hún vill fá heimilisfang yðar.“ „Vildi hún það? Já, það er svo sem ekkert leyndarmál. Gáf uð þér henni það.“ „Nei, þrátt fyrir það, að hún sagðisí aðeins vilja þakka yður lífsgjöfina. Hafið mín ráð, Gor- don, halöið yður burt frá henni. Ég hef þá hugmynd, að liún muni vera eitur fyrir hvern mann.“ Mér gramdist þetta. Ég átti ekki gott. með að taka ráðlegg- ingum. „Ég skal dæma um það”, sagði ég. „Ég geri ráð fyrir því. Sælir", og hann lagði símtólið á. Þá um kvöldið, um níu leytið, kom Rima inn á barinn. Hún var í svartri peysu og gráu pilsi. Svarta peysan fór vel við silfur leitt hárið. Barinn var troðfullur. Rusty hafði svo mikið að gera, að hann tók ekki eftir henni, þegar hún kom inn. Hún settist við borð rétt við hliðina á mér. Ég var að leika etýðu eftir Shopin. Það hlustaði enginn. Ég var að leika til að skemmta sjálfum mér. „Halló“, sagði ég. „Hvemig er handleggurinn?" „Hann er í lagi. „Hún opnaði tötralega töskuna og tók upp síg arettupakka. „Takk fyrir björg- unina í gær.“ „Hugsaðu ekki um það. Ég hef alltaf verið hetja. Ég var að leika alltaf verið hetja.“ Ég tók hend- urnar af nótnaborðinu og snéri mér að henni. „Ég veit, að ég lít liræðilega út, en það stendur ekki lengi.“ Hún hallaði höfðinu lítillega út á hlið, er hún starði á mig. „Það er svo að sjá, sem þú leggir það í vana þinn að lenda í vandræðum með andlitið á þér.“ „Rétt er það.“ Ég snéri mér að píanóinu og byrjaði að spila It Had To Be You. Það fór illa með mig, þegar talað var um andlitið á mér. „Ég heyri sagt að Wilbur fái tuttugu ár.“ „Far vel Franz," Hún fitjaði upp á trýnið. „Ég vona, að ég sé nú alveg laus við hann. Hann stakk tvo lögregluþjóna í New York. Hann var heppinn að þeir skyldu ekki drepast. Hann er heljarmikill stingari." „Hann hlýtur að vera það.“ Sam kom og horði spyrjandi á hana. „Það er bezt fyrir þig að panta eitthvað," sagði ég við hana,' „annars verður þér fleygt út.“ „Er þetta boð?“ spurði hún og lyfti brúnum til mín. „Nei, ef þú getur ekki sjálf keypt ér eittlivað að drekka ætt ir þú ekki að koma hingað.“ Hún sagði Sam að 'ærn sér Coke. „Á meðan við erum að tala um þetta,“ sagði ég við hana, „þá hef ég ekki hugsað mér að stofna til neinna sambanda. Ég hef ekki efni á þeim.“ Hún liorfði sviplaust. „Ja, þú ert hreinskilinn, þó að þú sért nízkur." „Einmitt. Frank Nízki er nafnið kelli mín.“ Ég fór að spila Body and Soul. Síða nég hafði fengið sprengju- brotið framan í mig, hafði ég misst áhugann á kvenfólki, eins og ég liafði misst áhugann á vinnu Sú hafði verið tíðin. að ég eltist við stelpur, eins og flestir stú- dentar, en nú nennti ég því ekki. Þessir sex mánuðir á spítalanum liöfðu tæmt mig algiörlega: Ég' var með öllu kynlaus, og kunni því vel. Skyndilega varð ég þess meðvit andi, að Rima var farinn að raula með, og eftir nokkrar nótur fann ég kalt vatn renna um hrygginn á mér. Þetta var cnginn venjuleg rödd. Hún var í hárréttri tón- hæð, dálítið utan við hljóðfallið, eins og vera bar, og tær eins og silfurbjalla. Það var tærleikinn, sem sló mig eftir að hafa hlustað svo lengi á hásar söngskjóður, em veina til manns af plötum. Ég hélt áfram að spila og hlust- aði á hana. Hún snarstanzaði, þeg ar Sam kom með kókið. Þegar hann var farinn, snéri ég mér að henni og starði á hana. „Hver kenndi þér að syngja svona?“ „Syngja? Nú, enginn. Kallarðu þetta að syngja?" „Já, ég kalla þetta að syngja. Hvernig hljómar þú þegar þú opnar kokið?“ „Áttu við þegar ég syng hátt?“ „Það er að, sem ég á við.“ Hún hleypti í axlirnar. „Ég get sungið hátt.“ „Syngdu þá hátt. Body and Soul. Eins hátt og þig lystir.“ Það virtist koma á hana. „Mér verður fleygt út.“ „Syng þú bara hátt. Ég skal passa upp á það, ef eitthvað er í röddina varið. Ef svo er ekki, þá er mér sama, þó að þér sé fleygt út.“ Ég byrjaði að leika. Ég hafði sagt henni að syngja hátt, en ég hrökk við, er ég heyrði það, sem kom úr koki hennar. Ég bjóst við talsve”ðu, en ekki þess- um silfurhljómum, sem skáru gegnum hávaðann í kring, eins og rakhnífur gegnum silki. Fyrstu þrjár nóturnar stöðvuðu hávaðann. Jafnvel bytturnar hættu að rövla. Rusty hallaði sér fram á barinn með stóra hnefana kreppta og augun ætluðu út úr honum. Hún þurfti ekk: einu sinni að standa upp. Hún íallaði sér lít* ið eitt aftur á bak og þandi út djúpan brjóstkassann, og tón- arnir komu út eins áreynslulaust og vatn út úr krana. Hljóinurinn fyllti herbergið. Hann eins og hálfrotaði alla. Hann var réttur, það var swing í honum, það vora blues í honum, það var allt 1 honum. f ■ J Við tókum vísu og eitt viðlag og svo gaf ég henni merki um að stoppa. Síðasta nótan kom út úr henni og rann upp eftir hrygg lcngjunni á mér, og hrygglengj- , um byttanna og alveg upp í hár- ið á þeim. Hún hékk nokkra stund og fyllti herbergið, áður en hún lokaði fyrir hana og Ayfði glös unum á barliillunni að hætta að hristast. Ég sat hreyfingarlaus með hend urnar á nótunum og beið. Það var, eins og ég hafði í- myndað mér, að það yrði. Þetta var of mikið fyrir þá. Enginn klappaði eða kallaði. Enginn leit í áttina til hennar. Rusty tók upp glas og byrjaði að fága það, hann fór hjá sér. Samræðurnar byrj uðu að suða aftur en dálítið ófó ' lega. ' 7 Ég horfði á Rinmu, og hún fitj aði upp á trýnið. Ég átti eftir að '! kynnast þessum svip á henni: * Hann þýddi: Og hvað með það? Helduröu að ínér sé ekki sama? „Perlur fyrir svín,“ sagði ég. j — Nei, pabbi, ég skal ekki skjóta. Ég gerði þetta bara til að hjálpa mömmu, þegar hún ekur bíluum inn í skúrinn. —i—■ . .—........... ......... ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. marz 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.