Alþýðublaðið - 27.03.1963, Qupperneq 1
hann Ólafur Ólafsson, varð fyrir j
bifreið á Kársncsbraut móts við
húsið nr. 28. Hann var þegar flutt
ur á slysavarðstofuna, en var lát
inn er þangað koma. Þetta er ann
að dauðaslysið í Kópavogi á rúm
um mánuði.
Nánari atvik eru þau, að bifreið
var ekið vestur Kársnesbraut. í
sama bili komu þrír litlir drengir
hjólandi niður Hábraut, og
beygðu inn á Kársnesbraut. Jó-
hann litli hjólaði út á miðja göt-
una, en þar rann hjólið til og hann
féll af því. MlkU hálka var, og
j tókst bifreiðarstjóranum ekki að
hemla í tæka tíð,- eða sveigja frá
Jóhanni. Bifreiðin mun hafa far-
ið yfir hann.
Er bifreiðih stöðvaðist lá Jó-
hann á götunni fyrir aftan hana,
og var meðvitundarlaus. Sjúkra-
bifreið kom þegar á vettvang, og
Jóhann fluttur á slysavarðstofunfi.
Hann var andaður þcgar þangað
kom.
Jóhann átli heima að Ktirsneg-
braut 25, og var faðir hans Óíaf-
ur Þorgrímssou.
DAUÐASLYS varð í Kópavogi
í gærmorgun um klukkan hálf
níu. Sjö ára gamall drengur, Jó-
Kuldamynd
Óvenjuleg mynd af vorhreti
gærdagsins. Hún er tekin ofan
úr Kolakrananum um fjögurleyt
iff. SkipiS, sem veriS er a8 af-
ferma, er Selfoss
400 þús. tapa
aleigu á BaBi
DJAKARTA, 26. marz.
NTB-Reuter.
Um 400 þús. manns hafa
misst aleiguna á eyjunni Bali
vegna eldgossins í Agung-eld-
fjallinu. Forseti Rauða Kross
Indónesíu, frá Abdul Rahman,
skýrði frá þessu í dag.
Þetta fólk verður ef til vill
flutt til annarra eyja þar eð
sá hluti Suð-austnr-Bali, þar
sem það bjó, er nú hulinn ösku,
hrauni og grjóti. Líða munu að
minnsta kostí tíu ár áður en
aftur verður hægt að rækta
Framhald á 13. síðu.
LONDON, 26. marz (NTB-Reuter-AFP) — Rúmlega 7 þúsund atvinnu
leysingjar, sem höfffu streymt til London víðsvegar að af landinu lentu
i óðum áflogum í dag við fjölda blákiæddra lögreglumanna fyrir utan
aðalinnganginn að Neðri málstofunni.
Margir meiddust og varð að flytja þá burtu f sjúkrabifreiðum. Enda
þótt svo virtist í kvöld sem lögreglunni hefði borizt liðsauki og hún
hefði tök á ástandinu voru enn mörg þúsund uppþotsmanna f nágrenni
þingbyggingarinnar.
Mótmælaaðgerðir sem þessar,
þar sem borin voru spjöld með
kröfum um atvinnu og brauð hafa
ekki komið fyrir í London síðan
á árunum milli heimsstyrjald-
anna.
Uppþotsmennirnir, sem komið
höfðu til London í lestum og stræt
isvögnum, gengu fyrst um göt-
urnar með spjöld sem á stóðu víg
orð eins og „Gefið okkur atvinnu“,
„Niður með Macmillan" og „Út j
með Tóríana (íhaldsmenn)“.
Verkamennirnir söfnuðust því |
næst saman til fjöldafundar, en
síðan var gengið til þinghússins.
Þeir reyndu að ryðjast inn í Neðri
málstofuna, þar sem þingfundur
stóð yfir. Ekki komust allir til
þinghússins því að lögreglusveit-
irnar höfðu fyrirskipað, að kröfu
gangan yrði leyst upp, þur eð
komið hafði til áfloga.
Einkum var mikil harka í leikn-
um fyrir utan hinn sögulega Inn-
gang, St. Stephens. Verkamenn-
irnir hrópuðu í takt: „Út með
Tóríana." Um 500 ríðandi og fót- |
gangandi lögreglumenn háðu ör-
væntingarfulla baráttu til þess að
halda mannfjöldanum í skefjum,
og þegar liðsauki hafði borizt
tókst að halda uppþotsmönnunum
frá þingbyggingunni.
Margir þingmenn reyndu að
tala við fjöldann úr gluggunum,
en enginn heyrði í þeim. Umræð
ur Neðri málstofunnar héldu á-
fram eins og ekkert hefði í skor-
izt.
Samkvæmt bráöabirgðatölumi
eru a.m.k. tveir lögreglumenn svo
alvarlega slasaðir, að það varð að
flytja þá á sjúkrahús. Nokkrir npp,
þotsmenn voru handteknir. í
kvöld var tilkynnt utn dreifða á-
rekstra milli lögreglumanna og
uppþotsmanna I hliðargötunum,
en jafnframt var nýr liðsaKki
kvaddur á vettvang.
Tveim stundum eftir að áftogin
dundu yfir stóðu mörg hundruð
lögreglumenn eins og veggur fyr
ir framan þiiighúsiö.
Fréttaritari Reuters skrifar, aði
minnstu hefði munað að uppþots-
Framhald á 13. síðu.
ÞINGHÚSIð — Þingmenn fengu ekki hljóð út um gluggana.
DAUÐASLYS í KÓPA-
VOGI I GÆRMORGUN