Alþýðublaðið - 27.03.1963, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.03.1963, Qupperneq 7
ýx^.-íi: á;-:;-- - ::v< -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI ÍM-iMu ÞULUR í kvöld er Jóhannes Arason. Hann hefur starfað við Ríkis- útvarpið sem þulur frá því árið 1956. Þulirnir við Ríkisútvarpið vinna á vöktum, sex klukkustundir í senn, stundum getur þó svo farið', að vaktirnar hjá þeim séu tólf eða jafnvel fimmtán klukkustundir í Iotu. Viðskiptavinurinn: Hvað á þetta að þýða, það var fluga á botnin- um í tebollanum mínum? Þjónninn:. Hvernig á ég að geta sagt um það, ég er þjónn en ekki spákona. ★ Unglingurinn: Hvað þarf ég að bíða lengi eftir rakstri? Rakarinn: Svona tvö ár. ★ Móðirin: Hvað sagði pabbi þinn, þegar þú sagðir honum að þú vær ir búinn að klessukeyra nýja bíl- inn? Sonurinn: Á ég að sleppa blóts- yrðunum. Móðirin: Já, umfram allt. Sonurinn: Að þeim undanskildum sagði hann ekki stakt orð. ★ Viðskiptavinur.- Mig vantar hjarir til þess að setja á endavegg inn á bílskúrnum mínum. Búðarmaðurinn: Það var skrýtinn staður fyrir hjarir. Viðskiptavinurinn: Já konan mín er ekki alveg viss á því hvenær hún á að stoppa þegar hún er kominn með bílinn inn. Hann: Eina nóttina meðan þú varst í burtu heyrði ég í innbrots- þjófi. Þú hefðir átt að sjá til mín þegar ég stökk niður. Ég tók minnst þrjár tröppur ( skrefi. Hún: Var þjófurinn uppi á þaki, eða hvað? ★ — Varst þú á bílnum í gærkveldi sonur sæll — Já, ég fór í smábíltúr með strákana- — Jæja, þú getur sagt tveim þeirra, að ég hafi fundið varalit- ina þeirra í aftursætinu á bílnum. ★ Lögregluþjónninn: Heyrðuð þér ekki þegar ég kallaði og sagði yð ur að stoppa? Ökumaðurinn: Ég vissi ekki að það væruð þér. Ég hélt það væri einhver, sem ég hefði keyrt á. ★ Dóttir ritstjórans kom heim úr sunnudagaskólanum með biblíu- mynd í iitum. — Hvaða mynd ertu með þarna, spurði ritstjórinn, faöir hennar. — Ó, þetta er bara auglýsing frá himnaríki, svaraði sú litla. Miðvikudagur 27. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. ______ 8.15 Tónl. __ 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Veðurfr. ___ 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Þáttur bændaVikunnar: Frá búnaðarþingi. Agnar Guðnason fær búnaðarfulltrúa til að segja frá störfum og afgreiðslu mála á þinginu. 14.15 „Við vinnuna“: Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Sigurlaug Bjarnadóttir les skáldsög- una „Gesti“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur (11). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. ,— Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börnin í Fögruhlíð" eftir Halvor Flod- en; III. (Sigurður Gunnarsson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XXI. (Óskar Halldórsson cand mag.). 20.20 Kvöldvaka bændavikunnar: a) Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveit: Séra Bragi Friðriksson flytur ávarp, og rætt verður við Reykjavíkurbörn og hjónin að Hlíð í Gnúpverjahreppi. b) Veiðimannaspjall: Erlendur Vilhjálmsson deildarstjóri ræðir við Kristján Guðmundsson veiðimann. c) Á milli kunningja: Páll Zóphaníasson fyrrverandi búnaðar- málastjóri og Ólafur E. Stefánsson ráðunautur talast við. - d) Þrjú skemmtiatriði frá Dalvík: Jóhannes Haraldsson fer með lausavísur, Jóhann Daníelsson syngur og Karlakór Dalvíkur syngur undir stjórn Gests Hjörleifssonar. e) Lokaorð formanns Búnaðarfélags íslands, Þorsteins Sigurðs- sonar bónda á Vatnsleysu. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (39). 22.20 Kvöldsagan: „Svarla skýið“ eftir Fred Hoyle; XI. (Örnólfur, Thorlacius). 22.40 Næturliljómleikar: Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 21. þ. m. Stjórnandi: William Strickland. a) „In a Paradise Garden“ eftir Frederick Ðelius. b) Sinfónía nr. 16 (íslands-hljómkviðan) eftir Henry Cowell.' 23.15 Dagskrárlok. ötti við háhýsi UM ÞESSAR mundir er verið að byggja nýjar höfuðstöðvar fyr ir bandarisku Ieyniþjónustuna CIA í Virginíu fylki skammt fyr- ir utan Washington. Þetta verður hátt hús og mikið um sig, enda munu starfa þar 20 þúsund manns. Nú hefur komið í ljós að verði háhýsi byggt í grennd við þetta hús, munu þeir sem þar búa og ,eiga sterka sjónauka getið lesið Ieyndarskjöl á borði yfirmanns leyniþjónustunnar án þcss að hafa mikið fyrir því. Stjórnin leggur nú áherzlu á að kaupa upp allt land í nágrenni þessa húss. Tvær fjölskyldur búa mjög nálægt húsinu og til þess að hús þeirra yrðu ekki tekin eign arnámi urðu þær að gangast und- ir þá skuldbindingu um að selja ekki lóðir sínar undir háhýsi. DR. CARLO SCHMID, sem sótti okkur íslendinga heim fyrir skömmu, er maður all gildvaxinn. Erlcndur blaðamaður spurði hanu fyrir skömmu hvaða kýmnisaga um sjálfan sig dr. Schmid þætti bezt. Hann svaraði því til, að eitt sinn liefði hann verið að bíða eftir dóttur siuni fyrir utan skóla sem hún sótti, þegar umsjónarmaður skóláns vék sér að honum og spurði, hvort hann ætti von á barni. — Nei, sagði doktorinn, ég lít alltaf svona út. BARNAÞRÆLKUN AUSTURLÖNDUM VÍÐA er það svo í veröldinni, að börn eru látin byrja að vinna allt- of ung. í austurlöndum er algengt að börn séu snemma látin byrja að vinna erfiðisvinnu og hafi þá alit að því cins langan vinnudag og fullorðna fólkið. í mörgum löndum er lagt banu við því að börn byrji að vinna fyrr en þau hafa náð ákveðnum aldri. Víða er þó erfitt að fylgja þessu banni cft ir. Þar sem ekki eru nógir skól- ar, kemur það af sjálfu sér að börnin byrja snemma að vinna. Rannsókn á þessum málum í írak sýndi, að árið 1959 unnu 165 þúsund drengir og 135 þúsund stúlkur yngri en fjórtán ára að landbúnaðarstörfum. í samskonar rannsókn ári síðar kom í Ijós, að yngstu börnin, sem störfuðu að iðnaði voru aðeins níu ára gömul. Yfiivöld á Kýpur hafa tilkynnt, að þar á eynni starfi fjöldi fyrir- tækja, sem hafi í vinnu börn, sem séu undir löglegum aldri. I Egyptalandi kom í Ijós á ár- unum 1957—1958, að 6—8% af öllum börnum í sveitum í landinu á aldrinum 6—11 ára, unnu allan ársins hring. í borgum þar í landi var hliðstæð tala 3,6%. Orsökin til þessa, er sú, að I borgunum býr menntaðra- fólk, þar eru fleiri skól ar og yfirleitt rninna um vinnu. i í iöndum eins og íran, írak og Arabiska sambandslýðveldinu nær vinnubann ekki til barna uudir tólf ára 'aldri, sem starfa í Iand- búnaði eð'a við heimili sín. í Tyrk- landi mega ekki börn yngri en tólf ára starfa við iðnað. Það eru fyrst og fremst af fjár hagsástæðum fjölskyldnanna, aff svo mörg börn í Austurlöndum verða snemma að byrja vinna fyr- ir sér með því að selja sígarettur, vefa teppi eða ganga um beina á. veitingahúsum. — Þú lítur bara á mig, sJnr eitt af húsgögnunum. ALÞÝOUBLABiÐ — 27. marz 1963 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.