Alþýðublaðið - 27.03.1963, Side 9
yJÓÐALEIKHÚSSDAGSINS
fjarlægist hyort tveggja innra eSli
hans, sem er ósýnilegt. Raunar
felst hinn leyndi burðarós sjálfs
leikformsins einmitt í því að draga
smátt og smátt fram í dagsljósiö
hið falda óg ósýnilega. Sjónléikur
er ekki góður fyrir það sem hann
sýnir,- heldur hitt, sem undir býr,
og mannkynið hefur alltaf metið
að verðleikum þíru lcikrit, sem
sýna alheiminn í manninum, þá
þætti eðlis hans, sem eru alþjóöleg
ir.
Undravert er, að í dag, þegar
mannheimurinn virðist vera full-
komlega klofinn vegna stjórn-
mála,'sýnir listin og einkum leik-
húsið, að innri eiginleiki hans
þekkir engin landamæri. LeÍKrit
sem hrífa hugi manna í einu lendi,
ná stöðugt sterkari tökum í öðrum
löndum. Hinar ýmsu þjóðmenn-
ingar hafa alltaf átt ítök í hver
annarri, en nú sameinast þær á
augljósan hátt. Samt sem áður
stöndum við andspænis hvert iðru
í viðkvæmum vandamálum lífs og
dauða, eins og verur frá ólikum
i hnöttum. Leikhúsið hefur óafvit-
andi og vissulega án þe?s r.ð
stefna að því, sannað okkur, að
mannkynið er innst inni ein heild,
þrátt fyrir margvíslegar þjóð-
menningar og hefðir. Ég lít svo á,
að aldrei hafi nútímaleikrit verið
eins fljótt skilin alls staðar í heim-
inum, sem nú. Mikilvæg frumsýn-
ing í New York er á skömmum
tíma endurtekin i Berlin, Tokio,
London, Aþenu. Og megi marka
reynslu mína, eru viðbrögðin skki
mjög ólík á hinum ýmsu stöðum.
Einnig í þessari merkingu er sam
líkingin orðin að staðreynd: allur
heimurinn er nú leiksvið, á einum
og sama tíma.
>að er einnig mikils virði, að
sjónleikurinn, ef til vill framar
öðrum listgreinum, er hið útvalda
tjáningartæki. Á leiksviðinu verð-
ur maðurinn að leika og hann verð
ur að byggja leik sinn á mannleg-
um verðmætum. Nú á tímum, þeg
ar hið fánýta yfirgnæfir andann,
þegar drepandi aðgerðarleysi ógn
ar hjartanu ,er mikils virði, að við
skulum hafa yfir að ráða aðferð,
sem með tilveru sinni einni sam-
svonefndi and-leiklist og absurd-
leiklist, sem fram hafa komið á
síðari árum, sýnast vera i andstöðu
við raunverulegt hlutverk leiklist
arformsins, er það ekki andstaða,
heldur þversögn. Leikiist, sem
sneiðir hjá ákveðnum aðgerðum,
speglar alþjóðleg hugarþrengsl, út
breidda vantrú á getu mannsins
til þess að hafa áhrif á örlög sfn,
þar sem öllum skoðunum er hafnað
nema kaldhæðni. Hún sór ekki
manninn annars staðar en á barmi
grafar sinnar; hið eina óhjákvæmi
lega, sem hún kemur auga á ,er ó-
sigur hans gagnvart sjálfum sér.
Hún sýnir ringlaðan manninn, sem
er orðinn að flóni eftir að hvert
trúarkerfið af öðru er hrunið til
grunna. Umrædd leikrit eru fylli-
lega sannfærandi, ef bau eru sett
á svið daginn fyrir heimsendi.
Enn betri, séu þau sviðsett daginn
eftir. Fram að þessu hafa þau þó
átt gengi að fagna, sem sannar
að þau veita fólki skemmtun, ef til
vill þá skemmtun að sjá sett á
svið þann útbreidda grun, að ekk
Framh. á 14. síðu
VERNDUM
ÚRNINN
ÞAÐ væri leiðinlegt, ef við lét-
um þessi fáu arnarhjón sem eftir
lifa, deyja út. Væri okkur þá lít-
ill heiður af menningarþroska
okkar. Eg er viss um, að enginn ís-
lendingur vill vita þá skömm, að
okkar fegursti og stærsti fugl líði
tmdir lok, sem hefur þó byggt ís-
land lengur en þjóðin. Til þess að
tryggja það, að svo verði ekki, ætti
að greiða álitlegum manni góða
upphæð fyrir að líta eftir og
vernda þau arnarhjón, sem vitað
er um. Það gæti verið einn mað-
ur úr hverri sveit, þar sem arnar-
hjón eru. Ætti það að vera nokk-
ur trygging fyrir öryggi hans. Eg
átti heima um tíu ára skeið þar
sem arnarhjón voru. Fór upp í
hreiður þeirra og sá ungana tvo
spræka og fríska. Varð þó aldrei
var utan einu sinni að þau kæmu
með nema einn unga niður. Þessi
eini ungi var með foreldrunum allt
sumarið en hvarf um haustið. Eins
var þetta eina sumar, sem ung-
arnir voru tveir.
Mætti ekki gera afkomuna ör-
uggari, þar sem hægt er að kom-
ast að hreiðrinu. Til dæmis með
því að taka annan ungann og sjá
honum farborða fyrst um sinn. —
Þetta gæti verið eitt af því, sem
eftirlitsmaðurinn hefði með hönd-
um. Ef hann fengi sæmilega
þóknun, þá gæti þetta verið nokk-
ur styrkur fyrir stofninn.
Áður en ver er farið, er rétt
að taka þetta nokkuð föstum tök-
um, annars er ekki góðs að vænta.
Eg veit, að þeir, sem eiga hér hlut
að máli, sjá þessu máli borgið.
Jón Arnfinns.
Umferðarslys
á Akureyri
Akureyri í gær:
SKÖMMU fyrir miðnætti í
gær, varð alvarlegt umferðarslys
hér í bæ. Leigubifreið var ekið
aftan á mann, sem var á gangi
I skammt frá bifreiðaverkstæðinu
' Þórshamri. Maðurinn féll í göt-
, una, og hlaut meðal annars fót-
brot. Mjög slæm iýsing er þarna
við götuna.
I
I
I
I
I
I
STÓRFELLD FARGJALDALÆKKUN
í APRIL OG MAI
*
MOTI0 TÆKIFÆRIÐ
Nú er einstakt tækitæri tii þess
að njóta hinna
ÓDÝRU
SKJÓTU OG
ÞÆGILEGU
yjmjHMJlKJU ferða
Flugfélagsins til Evrópu — Kynnið yður
vorfargjöldin hjá okkur eða ferða-
skrifstofu yðar
LæBckunin ueunir
t.d. þessum uppuæ&iim
Rvík — Kaupmannahöfn — Rvík kr. 1688.—
Rvík — Stokkhólmur — Rvík kr. 2786 —
Rvík — París — Rvík kr. 2163 —
Rvík — Oslé — Rvík kr. 2134 —
Rvík — Glasgow — Rvík kr. 1207 —
Rvík — London — Rvík kr. 1519 —
Rvík — Hamborg — Rvík kr. 2166.—
^ GILDISTÍMI FARSEÐLA SKV. VDRFARGJÖLDUNUM ER
EINN MÁNUÐUR FRÁ BRDTTFARARDEGI HÉÐAN
- jiir-M
'/wfflaár Á/a/ufsax
i
I
I
I
|
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. marz 1963 9