Alþýðublaðið - 27.03.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 27.03.1963, Side 15
Hún varð ekki vör við mig fyrr eh hún var svo sem tvö eða þrjú fet írá mér. Hún snar- stanzaði og starði á mig. Hún þekkti mig snögglega og eld- roðnaði. Hún horfði laumulega til hægri og vinstri, en það var eng in undankomuleið, svo að hún ákvað að reyna blygðunarleysi. ,Halló“, sagði ég. „Ég hef ver ið að loita að þér.“ „Halló.“ Ég steig aðeins framar til þess að geta gripið liana, ef hún reyndi að hlaupa burtu. „Þú skuldar mér þrjátíu doll- ara.“ Fyrir hvað?“ .Þrjátiu dollarana, sem þú stalst frá mér“, sagði ég. „Svona, kelli mín, láttu mig nú fá þá, ann ars förum við á lögreglustöðina og látum þá skera úr.“ „Ég stal engu frá þér. Ég skulda þér hálfan dollara: ekki eyri meira.“ Ég tók um grannan handlegg inn á henni. „Komdu“, sagði ég. „Vertu ekki með neinn hávaða. Ég er miklu sterkari en þú. Þú kemur á lögreglustöðina, og við fáum þá til að skera úr um, hvort okk ar sé að ljúga.“ Hún gerði smátilraun til að rffa sig lausa, en fingur mínir, •sem skárust inn í handlegg henn ar, bentu henni á það að það þýddi ekkert, svo að hún yppti öxlum og gekk með mér að Olds mobilnum. Ég ýtti henni inn og settist við hliðina á henni. Þegar ég ræsti vélina, sagði liún með skyndilegum áhuga í röddinni: „Átt þú hann?“ „Nei, kelli mín, ég fékk hann að láni. Ég er ennþá blankur, og ég ætla mér enn að ná peningun urn mínum út úr þér. Hvernig hef ur þér liðið síðan við sáumst síð ast?“ Hún fitjaði upp á trýmið og hallaði sér aftur í sætinu. ,Ekki vel. Ég er staurblönk.“ . „Jæja, þú hefur þá gott af smátíma í tukthúsinu. Þeir gefa manni að minnsta kosti að borða í fangelsum fyrir ekki neitt.“ „Þú ferð eklci að senda mig í fangelsi?" ,Það er rétt, ég geri þag ekki, ef þú borgar mér aftur ’þrjátíu dollarana". „Mér þykir pað ieitt.“ Hún sneri sér til hliðar, srienuti fram brjóstið og lagði höndiná á hand legg minn. „Ég varð að fá pen inga. Ég skal borga þér. Ég sver að ég skal borga þér.“ „Vertu ekki að sverja. Láttu mig bara fá peningana." „Ég á þá ekki núna. Ég er bú- in að eyða þeim.“ ,Fáðu mér veskið þitt.“ Hún greip um ómerkilegt vesk ið. „Nei!“ Ég beygði upp að gangstétt- inni og stanzaði. „Þú heyrðir það, sem ég sagði! Fáðu mér veskið, annars fer ég með þig beint á næstu lögreglu stöð.“ Hún ygldi sig framan í mig og það glitti í bláu augun. „Láttu mig vera! Ég á enga peninga! Ég er búin að eyða þeim öllum“. „Sjáðu til, kelli mín, ég hef engan áhuga á þessu. Fáðu mér veskið, ella talarðu við lögg- una“. „Þú skalt sjá eftir þessu“, sagði hún. „Ég meina það. Ég gleymi ekki.“ ,Mér er andskotann sama hvort þú gleymir eða ekki“ sagði ég. „Fáðu mér veskið." Hún lét veskið detta í fangið á mér. Ég opnaði það. Það voru fimm dollarar og átta sent í því sígar- ettupakki, herbergislykill og skít ugur vasaklútur. Ég tók peninga, setti þá í vas ann, lokaði síðan veskinu og fleygði því til hennar. Hún ríghélt um það og sagði lágt. „Þessu gleymi ég aldrei.“ „Ágætt“, sagði ég. ,Það kenn ir þér að stela ekki frá mér í framtiðinni. Hvar býrðu.“ Andlit hennar var eins og hörð gríma, röddin fýld: „Á pensjón- ati skammt héðan.“ „Við förum þangað." Eftir fölulegum bendingum hennar ók ég að pensjónatinu, sem var heldur skitugra og held ur hrörlegra en það, sem ég bjó á, og við fórum út úr bílnum. „Þú kemur og býrð hjá mér, kelli mín“, sagði ég við hana. „Þú átt að vinna þér inn peninga með söng, og þú átt að borga mér aftur það, sem nú stalst frá mér. Upp frá þessu verð ég um boðsmaður þinn, og þú borgar mér tíu prósent af öllu, sem þú vinnur þér inn. Við gerum það skriflegt, en fyrst pakkar þú nið ur og kemur þér út úr þessu hreysi.“ „Ég hef aldrei neitt upp úr því að syngja," „Láttu mig um að hafa áhyggj ur af því“, sagði ég. „Þú gerir það, sem ég segi þér, eða þú ferð í tukthús að öðrum kosti. Veltu hvort sem þú vilt, en flýttu þér að komast að niðurstöðu." „Því læturðu mig ekki í friði? Ég segi þér, að ég hef aldrei neitt upp úr söng.“ „Ætlarðu að koma með mér eða fara í tukthús?" Hún starði lengi á mig langa stund. Sjóðandi hatrið í augnaráð inu kom ekki hið minnsta við mig. Ég hafði hana þar sem ég vildi, og hún gat þvi hatað mig eins og hún vildi. Hún átti að borga mér aftur peningana. Hún yppti öxlum og sagði: „Allt í lagi, ég kem með þér“. Það tók hana ekki langan tíma að pakka niður. Ég varð að greiða fjóra af dollurunum henn ar fyrir herbergið, og síðan ók ég með hana heim til mín. Herbergið, sem hún hafði haft, var ennþá tómt og hún flutti aftur í það. Á meðan hún var að taka upp úr töskunni, skrifaði ég samning, fullan af lagalegum orðasamböndum, sem ekki höfðu neina merkingu, en litu vel út, og gerðu mig að umboðsmanni liennar upp á tíu prósent. Ég fór með samninginn inn í herbergi hennar. Undirritaðu hérna“, sagði ég og bcnti á punktalínuna. „Ég undirrita ekki neitt“, sagði hún fýlulega. „Undirritaðu þetta, annars för um við á stöðina“. Aftur kom þetta sjóðandi hat ur i augu hennar, — en hún skrifaði. „Allt í lagi“, sagði ég um leið og ég setti blaðið í vasann. „í kvöld förum við til Bue Rose og þú syngur. Þú átt að syngja betur en þú hefur nokkum tíma gert áður, og færð stöðu fyrir sjötíu og fimm dolara á viku. Ég tek tíu prósent af því og þrjá tíu dollarana, sem þú skuldar mér. Upp frá þessu vinnurðu fyrst fyrir mig, svo fyrir sjálfa þig.“ „Ég vinn ekki neitt inn, bíddu bara og sjáðu.“ „Hvað er að þér?“ ég starði á hana. „Með þessari rödd gæt- irðu orðið rík.“ Hún kveikti sér í slgarettu og sogaði að sér reyknum. Hún virtist skyndilega kraftlaus og hún hengslaðist í stólnum, eins og hryggurinn hefði bráðnað. „Ókei. Hvað sem þú segir.“ « „í hverju ætlarðu að vera?“ Hún stóð upp og þurfti aug- ljóslega að reyna mikið á sig til þess. I fataskápnum var aðeins einn kjóll, og hann var ekki góð ur, en ég vissi, að þeir voru ekk ert fyrir skjannabirtu í Blue Rose, svo að ég bjóst við, að hann gæti gengið í hallæri. Hann yrði að gera það. „Get ég ekki fengið eitthvað að borða?“ spurði hún og lét fall- ast niður í stólinn aftur. „Ég hef ekkert borðað í allan dag.“ „Það er það eina, sem þú hugs ar um — að borða. Þú borðar, þegar þú ert búin að fá vinn- una, fyrr ekki. Hvað gerðirðu við alla peningana, sem þú stalst frá mér?“ „Ég lifði á þeim. „Andlitið var orðið fýlulegt aftur. „Hvern ig heldurðu, að ég hefði annars lifað þennan mánuð?“ „Vinnurðu aldrei neitt?“ „Þegar ég get.“ Ég spurði hana spurningar, sem ég hafði verið að velta fyr ii- mér síðan ég hitti hana fyrst. „Hvernig stóð á því, að þú komst í slagtog með dópistanum Wilbur?“ „Hann átti peninga. Hann var ekki nízkur, eins og þú.“ Ég settist á rúmið. „Hvaðan fékk hann þá?“ „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ckki að um það. Um tíma átti hann Packard. Ef hann hefði ekki átt í útistöðum við lögguna, værum við enn i honum.“ „Þegar hann lenti í vandræð- um, þá stakkst þú af?“ Hún stakk hendinni inn fyrir skyrtuna og lagaði hlýrann á- br j óstahaldaranum. „Því ekki það? Löggan var á hælunum á honum. Það kom mér ekkert við, svo að ég stakk af." „Var það í New' York?“ „Já“. j| „Hvernig áttirðu fyrir farimí hingað?“ Augu hennar litu undan. „Ég átti peninga. Hvað kemu^ þér það við?“ „Ég þori að veðja, að þú hef- ur tekið hans peninga, eins og mína.“ „Hvað sem þú segir,“ sagði húii kæruleysislega. „Þú skalt halda það, sem þú vilt.“ „Hvað ætlarðu að syngja I kvöld? Það er bezt að þú byrjiif á Body and Soul. Hváð ætlarðu svo að hafa sem aukalag?“ „Af hverju heldurðu, að um aukalag verði að ræða?“ sagðf hún, enn fýld. • Ég lét ekki undan löngua minni til að slá hana utan undiri „Við höldum okkur að gömlu lögunum. Kanntu Can’t Help Lov ing Tliat Man?“ ‘ „Já.“ 1 Það var einmitt lagið. Með þesá um háa silfurtón mundi hún slá' alla flata með því. „Ágætt.“ Ég horfði á úrið. Hún var að verða kortér yfir sjö. „Ég kem strax. aftur. Skiptu um föt., Sé þig eftir svo sem klukku- tíma.“ s j Éjg gekk fram að dyrunum ogi tóklykilinn. „Bara svo að þú fáir ekki nein: ar hugmynöir um að hlaupa. burtu, kelli mín, þá ætla ég að læsa þig inni.“ t „Ég hleyo 'ekki burtu.“ 1 „Ég ætla að sjá svo um.“ __Já, en mamma, ég geri þó hvorki öskubakkana eða gtugga- tjöldin óhreln. ALÞyÐUBLAEHÐ — 27. marz 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.