Alþýðublaðið - 27.03.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 27.03.1963, Page 16
ÞETTA SOGBll KIR ALLTAF helzt sama blíðan, segja fréttarita'arnir. Háfættur skjóttur hestur kom í heiminn norður í Þingeyjarsýslu um daginn og undi sér vel í vorveðri vetrarins. Skagfirðingar undirbúa sæluviku. Ný tæki hafa verið keypt tii Rauðku á Siglufirði. Hvernig fer með landsmót skíða- manna? Verður Jiað haldið á Vatnajökli?! Fréttabréf frá Sauðárkróki. Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lags Sauðárkróks var haldinn 22. marz sl. Á fundinum fór fram kosning stjórnar og trún- aðarmannaráðs. Fráfarandi for- maður baðst undan endimkjöri og var honum og stjórninni þakkað fyrir störf undanfar- inna ára. í stjórn voru kosnir: Gúðbrandur Frímannsson, for- maður, Jón Karlsson, gjaldk., Birgir Dýrfjörð, ritari og með- stjórnendur þeir Ármann Helgason og Albert Magnús- son. Á aðalfundinum var rætt um stefnuskrá flokksins og ýmis önnur mál. Sæluvika Skagfirðinga hefst 31. marz. Leikfélag Sauðár- króks sýnir Fjalla-Eyvind, leik- stjóri er Eyþór Stefánsson. — Kári Jónsson, fulltrúi, ’leikur Éyvind, en frú Eva Snæbiam- ardóttir Höllu. Leikurinn verð- ur sýndur í félagsheimilinu Bifröst. Þar verður kvenfélagið lika með kabarett. Einnig munu karlakórar syngja og svo verður auðvitað stiginn dans, í Alþýðuliúsinu verður rev- ía, sem frú Guðrún Gísladóttir hefur samið, og er hún leikstj. Karlakórinn syngur í húsinu. Ýmislegt fleira verður og þar til skemmtunar. t- b.d. Fréttir frá Akureyri. Sífelld blíða liefur haldizt liér á góunni, og sólin hefur brætt upp allan snjó úr bæ og byggð. Naumast er þverfót- að fyrir bamavögnum á gang- stéftum strætanna, en sjaldan ber mikið á því ,,ökutæki“ á góunni. Meðan færeyskur togari beið bráðabirgðarviðgerðar í höfn á Akureyri, brugðu skipverjar sér í Iand og skruppu austur í Vaglaskóg. . Færeyingunum þótti skógurinn vorlegur á aö líta og brugðu sér í sólbað í skjóli trjánna. í nýútkomnum íslendingi á Akureyri er bréf frá akureyskri liúsmóður. Þar kemur fram, að miðaldra konur væra einna helzt taldar líklegar til að hnupla sér í kjörbúðum, að því er staðarblöð önnur hefðu sagt. Taldi konan þennan áburð illkvittnislegan, og sagði, að miðaldra konur á Akureyri mundu sýna sóma sinn í því að muna blöðunum og aðstand- endum þeirra kinnhestinn, þótt síðar yrði. Þær fréttir berast frá Siglu- firði, að Vélsmiðjan Héðinn í Rvík og Siglufjarðarbær hafi nýlega undirritað samning þess cfnis, að vélsmiðjan tæki að sér að koma upp tveim settum af soðvinnslutækjum og síld- 'arsjóðara í verksmiðjuna Rauðku fyrir kr. 5,175 milljón- ir. Bærixm ætlar einnig að kaupa frá Bandaríkjunum ket- il í verksmiðjuna, sem getur framleitt 6800 kíló af gufu á klukkustund, en hann kostar 1,160 milljónir króna kominn til Siglufjarðar. Rauðka skil- aði hagnaði tvö síðastliðin ár, en liafði mörg ár samfleytt áð- ur verið rekin með tapi. Frá því segir í Akureyrar- blaðinu Degi, að útigengin hryssa lijá Sigurði bónda að Efra-Lóni, N-Þing. hafi kastað fyrir skömmu og átt brúnskjótt hestfolald, sem var hið spræk- asta og nokkurra daga gamalt, þegar að var komið. Amma þessa folalds á merka sögu í sinum heimahögum, því hún bjargaði mannslífi á ánum tíma. Þykir tíðindum sæta, að veðrátta sé svo blíð á þessum árstíma, að nýkastað folald skyldi ekki krókna, — en nú er litli Skjóli kominn í hús mcð móður sinni. Frá • Húsavík berast þær fréttir, að stóri Norðurlauds- borinn sé farinn af Húsavíkur- höfða og hættur að skína eins og jólatré í næturmyrkrinu norður þar. Hann náði að bora rúma 1154 metra í jörð niður, og var þar mikill hiti á holu- botni, en ekkert vatn. Skagfirðingar eru ekki af baki dottnir í hestamennsk- unni. Tamningastöðvar era reknar í héraðinu bæði úti í sveitunum og eins á Sauðár- króki á vegum hestamannafé- lagsins Léttfeta. Á búnaðar- skólanum á Hólum eru hestar einnig tamdir. Skagfirðingum þykir þetta hin þarfasta starf- semi og telja þetta stuðla mjög að þvi, að hestaeigendur geti komið í verð þeim hrossum, sém þeir þurfa ekki á að halda til eigin nota. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp í Menntaskólanum á Akureyri, að einn maður frá hverjum stjórnmálaflokki flyt- ur þar erindi og kynnir mark- mið og leiðir. Þegar liafa flutt erindi þeir Hannibal Valdimars son fyrir Alþýðubandalagið og Helgi Sæmundsson fyrir Al- þýðuflokkinn. Ræðnmenn frá hinum stjórnmálaflokkunum eru væntanlegir. Fyrr í vetur var hliðs+æð kynning f Menntaskólanum í Reykjavík. (Frá þessu segir í Degi á Akureyri). Ólafsvík. Fiskirí hefur verið sæmilegt síðustu dagana, en aflahrotan virðist gengin yfir í bili. Afli bátanna var frá engu upp í 25 tonn. Raufarhöfn. AUtaf er sama blíðan, og ekk- ert bólar á inflúenzunni. — Landsmót skiðamanna, sem halda átti á Neskaupstað, hefur verið flutt út á Siglufjörð, þar sem ekki gránar jörð á Nes- kaupstað og því skilyrði til iðk- unar snjóíþrótta harla léleg! En menn eru farnir að segja sín á milli, að ef ekki verði einu sinni skíðafæri á Siglufirði, þá verði þrautalendingin Vatnajök ull! Þar er þó alltaf snjór! TINGIR jafnaðarmenn og æskufólk. Munið skemmti- kvöldið í Burst i kvöld kl. 8,30. Þar verður margt til * skemmtunar, og þá meðal annars kvikmyndasýning, dans og leikir. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. tamup 44. árg. — MiSvikudagur 27. marz 1963 — 72. tbl. SIJÖRNARKOSN- NG i FRAMA KOSNING til stjórnar og trún aðarmannaráðs í Bifreiðastjóra- félaginu Frama fer fram í dag og á morgun í skrifstofu félagsins að Freyjugötu 26. Verður kosið frá kl. 1-9 báða dagana. — í sjálfs eignardeild félagsins hafa komið fram þrír listar, og tveir í laun- þegadeild. Listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs er A-listi. Hann skipa í sjálfseignarmannadeild: Formaður: Bergsteinn Guðjóns- son, Hreyfli. Varaformaður: Jak- ob Þorsteinsson, BSR. Ritari: Narfi Hjartarson, Bæjarleiðir. — Meðstjórnendur: Sófus Bender, Borgarbílastöðin. Gestur Sigur- jónsson, Hreyfill. Varastjórnend- ur: Kristján Þorgeirsson, Borgar bflastöðin. Guðmundur Ámunda- son, Hreyfill. Trúnaðarmannaráð: Guðjón Hansson, Hreyfill. Jens Pálsson, BSR. Einar Helgason, Borgarbíl- stöðin. Hörður Guðmundsson, Bæjarleiðir. — Varamenn í Trún- aðarmannaráð: Skúli Skúlason, Ilreyfli. Karl Þórðarson, Hreyfli. Endurskoðendur: Tryggvi Kristj- ánsson, Hreyfill. Varaendurskoð- andi Þorvaldur Þorvaldsson, BSR. A-listinn í launþegadeild er þannig skipaður: Form. Styrmir Þorgeirsson, Landleiðir. Varaform. Haraldur Sigurðsson, Steindór. Ritari: Björn Sigurðsson, Landleiðir. — Varastjórnendur: Sigurjón Einars- son, Borgarbflast., Kristinn ísak- sen, Bæjarleiðir. Trúnaðarmanna ráð: Matthías Einarsson, Steinð. Loftur Jónsson, Steind., Einar : Steindórsson, Vestfj.Ieið. Sigtr. Guðmundsson, Norðurleið. Vara- menn: Jóhannes Ellerts, Vestfj.- leið. Bjami Guðmundsson, Land- leiðir. Endurskoðandi: Samúel Bjömsson, Landleiðir. Varaendur- skoðandi: Einar J. Jónsson^ Steindór. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel á kjörstað og kjósa x-A. Alþjóðaleik- húsdag urinn Verwoerd: Lifum í hæituástandi Jóhannesarborg, 26. marz. NTB-Reuter. Forsætisráðherra Suður-Af- ríku, dr. Hendrik Verwoerd, sagði á þingi í dag, að hættuástand ríkti nú í Suður-Afríku, Lögum og reglu er reyndar haldið uppi í landinu, svo er öfl- ugum vömum og öflugri lögreglu fyrir að þakka. En á hinn bóginn gelur enginn neitað því nú, að hættuástand rikir I S-Afríku, sagði hann. Þessi ummæli dr. Verwoerds komu fram í f járlagaumræðum þeg ar þingmenn stjómarandstöðunn- ar höfðu haldið því fram, að stjómin hefðl farið klaufalega að í aðgerðum sínum gegu neðan- jarðarsamtökunum Poqo. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Framhald á 13. síðu. í DAG er haldinn hátíðlegur í annað sinn alþjóðaleikhúsdagur. Álþjóðaleikhúsmálastofnunin, sem hefur aðsetur sitt i París, gekkst fyrir því 27. marz á sl. ári, að sá dagur yrði helgaður leiklist þjóð anna. ísland er meðlimur Alþjóðaleik húsmálastofnunarinnar og beitti íslandsdeildin sér fyrir því í fyrra, að minnast dagsins með kynningu á starfsemi leikhúsanna liér á landi. Ennfremur var nokkuð rit að um alþjóðasamstarfið í leikhús málum. Kynning leikliússins á- þessum degi fer fram með ýmsu móti víða um lönd. Dagblöð qg útvarp gegna þar miklu hlutvetki. Dags ins er sérstaklega minnst i leikhús unum og sjónvarpi og boðssýning ar haldnar fyrir þá, sem að öðru jöfnu eiga þess ekki kost að sækja leiksýningar. Á þennan hátt er stigið stórt skref í þá átt að kynna almenningi hið mikla gildi leik- listar í menningarlífi hverrar þjóðar. Leikritahöfundurinn heims- þekkti, Arthur Miller, hefur sam ið sérstakt ávarp í tilefni dags- ins, sem birt verður í blöðum og úfvarpi um allan heim. Þjóðleikhúsið hefur valið dag- inn til að frumsýna hinn fræga sjónieik „Andorra" eftir Max Frisch. leikstjóri ér prófessor \Valter Firner fr: Vínarborg. Á morgun verður síðan í Þjóðleik- húsinu boðssýning á leikriti Sig- Framhald á 13. síðu. Aðaiíundur Kvenfélagsins AÐALFUNDUR Kvenfé- lags Alþýðuflokksfélagsíns í Reykjavík verður haldinn annað kvöld kl. 8 í Félags- heimili prentara að Hverfis- götu 21. Að aðalfundarstörf- um loknum, mæta sem gest- ir á fundinum, Ólafur Ól- afsson læknir og Helga Ní- elsdóttir, Ijósmóðir, sem veitir forstöðu hjálpar- stúlknastarfsemi hér í bæ. Á fundinum verða umræð- ur og fyrirspurnir í sam- bandi við aðbúð eldra fólks og hjálparstúlknastarfsem-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.