Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Blaðsíða 2
fcnítjórar: Giáli J. Astþórsson (áb) og benedlkt Gröndal.—Aöstoðarrltstjórl Bjövgvi'r Guónumdsson - Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 - 14 302 - 14 903. Auglýsingasími: 14 906 - Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AlþjðublaCsms, Ilverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 é Ijoánuði. t tanaaiölu kr. 4 00 eint. tltgefandi: Alþýðuflokkurinn C ' ■ . . . ■ Það gerist ekki hér | ; RAGNAR STEFÁNSSON, jarðskjálítafræð- . ingur Veðurstofunnar, hefur skýrt svo frá, að hrær íingarnar síðustu daga hafi verið álíka miklar og jþeir jarðskjálftar, sem kostuðu ‘þúsundir mannsiífa 'og 'lögðu borgir í rúst í Marokkó og Chile 1960. Þetta er athyglisvert fyrir okkur. í manns- , ©Idur höfum við endumýjað húsakost þjóðarinnar Og byggt nær eingöngu úr járnbentri steinsteypu. SOft hefur þetta verið gagnrýnt, talið óþarflega t-ammgert og alltof dýrt, enda sýna alþjóðlegar iskýrslur, að við byggjum allra þjóða dýrust hús. iVafalaust mætti á margan hátt draga úr kostnaði bygginga, en þessir síðustu atburðir minna á, að Obki er rétt að draga úr styrkleika þeirra. Námumenn Frakklands KOLANÁMUMENN Frakklands hafa notið mikillar samúðar innan lands og utan í þeim verk döllum, sem þeir hafa háð undanfarið. Þeir hafa sýnt mifcla samheldni og þrek í harðri viðureign við ríkisvald, sem telur sýnilega kjarnorkudýrð , meira virði en velmegun þegnanna. I Kolanámur voru á sínum tíma undirstaða iðn- Kölnarvatnið írá 4711 í Köln er víðfrægt fyrir gæði Það fæst nú í mörgum verzlimum á íslandi og er afgreitt í heildsölu frá Áfengisverzlun ríkisins. ■ foyltingarinnar og hafa enn mikla efnahagslega . jþýðingu. En störf námumanna eru ekki aðeins erf- ið, óhrein, óheilnæm og hættuleg, heldur hafa þau verið illa launuð Lþokkabót. Sums staðar hefur þetta breytzt. Undir forustu John Lewis hefur bandarískum námumönnum fæfckað stórlega og fæfcni komið í þeirra stað — en kaup þeirra, sem en-n starfa í námunum, stórhæfckað, heilbrigði og öryggi verið aukið. Sú þróun er einnig að gerast í sumum löndum Evrópu, en de Gaulle virðist efcki hafa áhuga á, að Frakkland hafi forustu í slík- - um málum. i Tæknin getur gerbreytt lífi kolanámumanna og verður að gera það. Samt sem áður verða þeir að vinna í iðrum jarðar í ryki kolanna og eiga þeir því að ivera meðal bezt launuðu verkamanna. Verkalýðssamtök víða um lönd hafa sýnt hin- um frönsku námumönnum samúð og hvatt þá í baráttunni. Vonandi tekst þeim að minna forseta sinn á, hvaða öld hann lifir á. STÚLKA óskast til skrifstofustarfa í Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri (ekki í síma). Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. HEIMSFRÆGUR DANSKUR rit- höfundur ferðaðist allmikið hér á laudi fyrir nokkru. Með lionum á ferðalaginu var danskur blaðamað- ur, sem áður hefur komið liingað og hefur hann skrifað ferðasögu um dvöl þeirra hér á landi. Brol úr þessum kafla birtist í blaðinu Fálkinn nýlega. Þar er minnst á einn eftirtektarverðan ósið í fari íslendinga og það gefur mér til- efni til nokkurra athugasemda. ÞARNA SEGIR M. A.: „Það var orðið framorðið — eða öllu heldur snemmt, er við yfirgáfum hið gest- risna heimili Jóns. Okkur til dá- lítillar undrunar, sáum við að gest ir voru að koma fram undir mið- nætti, en það sáum við þó seinna á öðrum heimilum á íslandi. Það tíðkast ekki í Danmörku. Þegar gesti er boðið klukkan sjö, og komi hann klukkan hálf átta, þá er það ,í lagi. Komi gesturinn lukkan níu, 'er honum ekki boðið inn — eða að öðrum kosti er hann litinn hornauga allt kvöldið . . . “ ÞARNA ER VAKIN athygli á furðulegu fyrirbæri meðal okkar íslendinga — og sannarlega ekki að ófyrirsynju. Þetta er nefnilega þjóðarlöstur. Það er *njög algengt, að fólk komi í heimsókn á heimili síðla kvölds, kl. 9, hálf tíu, kl. 11 og jafnvel kl. hálf tólf. Það á að vera regla, að fjölskylda hafi al- *aii«ii(iii>i*ii<iiiiiiiiiiillllliilllll>illillillii>,J> ■ic Erlendir menn furða sig á ósið ísiendinga. ★ OrS í tíma töiuó. ★ Næturheimsóknir til kunningja. Afmáum þennan hvimleiSa ósiS. l•líllllllllll•»»*•>>*>»•,•l•l•l»•l»|>»»|**»»»,,",l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l minimiiii»iiiuiimiiiiii»»,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l geran frið á heimili sínu eftir kl. 9 á kvöldin, og það er ókurteysi, jafnvel siðleysi að koma síðar, að minnsta kosti ef ekkert samband hefur áður verið haft við fjölskyld una um heimsóknina. MIG HEFUR OFT furðað á þessu framferði. Sjálfur hef ég ekki undan neinu að kvarta í þessu efni, en ég vcit að þetta er mjög tíðkað. Ef fólk getur ekki komið í heimsókn til kunningja sinna fyrir kl. 9, þá á það alls ekki að koma, Ég veit um nokkur heimili, sem einhvers konar venja hefur myndast um að fara aldrei í næði fyrr en allt til kl. 1 að nóttu og til þessara fjölskyld.na koma menn jafnvel í heimsókn kl. hálf tólf. ÞAÚ KVEÐUR jafnvel svo rammt að þessu, að ef fólk, t. d., fer í leikhús eða bíó, þá knýr það dyra hjá kunningjum sínum eftir það — og þá er farið að hita kaffi og rabba saman. Þetta nær ekki nokkurri átt — og ég fullyrði, að slíkir gestir eru aldrei aufúsu- eestir. ÉG HELD AÐ við eigum að breyta þessum ósið, afmá hann í umgengni okkar hvert við annað. Að minnsta kosti í þessu efni, get um við tekið nágrannaþjóðir okk- ar til fýrirmyndar. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11043. Sængur Endumýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fiður- held ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29, sfanl 33301. '39. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.