Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 3
MtMMMMtMmMHMMMMmUHHMMHHHV tWHMWMWWHtHWMWWtMMWWHMM RIISIJÓRI VÍSIS SVARAR RIISIJÓRA VlSIS ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frá Hersteini Pálssyni ritstjóra: Herra ritstjóri! í tvo daga, fimmtudag og föstudag, 28. og 29. marz, hef- ir mér verið meinað a'ð birta eftirfarandi greinarkorn í Vísi, sem ég liefi nú starfað við í samfleytt 27 ár, og sé ég mig því knúöan til að biðja yður um rúm fyrir þetta : „í sl. viku birti Vísir viðtal við Finn Jónsson listmálara, þar sem fjallað var uin þátt- töku íslenzkra listmálara í sýningum erlendis. Viðtal þetta skrifaði ég, þótt ég teldi ekki ástæðu til að auðkenna það, enda hefi ég sjaldnast gert það við þær greinar, sem ég liefi skrifað í Vísi um langt skeið. Aðrir mega hafa þá reglu fyr- ir mér. Gunnar G. Schram fann hins vegar hvöt hjá sér til að fara nokkrum orðum úm viðtal þetta hér í blaðinu í gær, og mundi ég ekki hirða um að eltast við skæting hans, ef ekki væri fyrir þá sök, að í pistli hans felst sú aðdróttun, að ég hafi sam- ið viðtal þetta aö öllu leyti og kennt Finni Jónssyni, en hann eigi þar minnstan hlut að. Þetta er ósvífin aðdróttun, og vísa ég henni hér með á bug og sem mun Finnur Jónsson einnig gera á þeim vettvangi, sem honum mun þykja hent- astur. Annars mun viðtal þetta ekki hafa verið undirrót köpur- yrða Gunnars G. Schram. Hitt er sennilegra, að hann hafi reiðst ummælum í forustugrein Vísis á laugardag, þar sem fjallað var um sama efni. Þar var talaö um yfirgang viss hóps listamanna og sagt, að slíkur yfirgangur tíðkaðist nú víða í þessu þjóðfélagi. Er mér ekki grunlaust um, að þar hafi Gunnari þótt nærri sér höggv- ið, en skort hyggindin til að leyna gremju sinni. — Og vilji hann taka þa'ð sem sneið til sín, er það hans einkamál. Að öðru leyti tel ég ástæðu- laust að fara frekari orðum um þessa sérkennilegu ritsmíð meðritstjóra míns. Andinn og orðbragðið dæma sig sjálf.” Mun ég ekki ræða þetta mál frekar á þessum vettvangi. Með þökk fyrir birtinguna. Hersteinn Pálsson. ★ WASHINGTON: Hassan Marokkókonungur og Kennedy Bandaríkjaforseti ræddust við í þriðja skipti á föstudag. Kon- ungurinn ætlaði upphaflega að heimsækja sjóliðsforingjaskól- ann í Annapolis en ákvað að ræða við Kennedy í staöinn. Viðstaddur fundin var Mac Namara, landvarnaráðherra. Ilassan konungur heldur síðan til New York þar sem hann mun ræða við U Thant, aðal- framkvæmdastjóra SÞ. ★ TOKYO: Home lávarður, utanríkisráðhcrra, er um þess ar mundir í 9 daga licimsókn í Japan. Hann sagði á föstudag. að Rauða-Kína ætti að fá aðild að SÞ, enda kynni aðildin að bæta framferði kommúnista- stjórnarinnar. Hann varði verzl un Breta við kommúnistaríki og kvað verzlun stuðla að bætt um lífsskilyrðum þjóða. Verzl un gæti dregiö úr þeirra hættu, aö ríki yrðu kommúnistisk. Ilann sagði að Bretar yrð'u að leggja harðar að sér vegna þess að þeir fengu ekki aðild að EBE. Þeir mundu halda áfram vinsamlcgri samvinnu við ríki Evrópu. „Banddrísk vika í Nausti NAUST heldur áfram ferð sinni: „Umhverfis jörðina á matseðli". í íréttatilkynningu frá veitinga- húsinu í gær segir, að næsti við- komustaður verði Bandaríkin. — Bandaríska vikan hefst í dag, og má nefna meðal þjóðarrétta, sem næstu sjö dagana verða á boðstól- um í Nausti, glóðarsteikta „T- steik“, „körfukjúklinga“ og „pies“ af ýmsum tegundum. Loks er þess að geta, að Carl Billich og félagar hans munu leika bandaríska músik öll kvöld vik- unnar og Savanna-tríóið syngja bandarísk þjóðlög öll kvöldin nema miðvikudagskvöld. Næsti viðkomustaður á hnatt- ferð Nausts verður Þýzkaland. ★ WASHINGTON: Harold Wilson, foringi brezka Verka- mannaflokksins, kom til Was- hington á föstudag. Áður en hann fór frá London kvaðst hann mundi ræða við banda- ríska ráðamenn um efnahags- vandamál, sem Bretar eiga við að stríð'a vegna þess að viðræð urnar um aðild Breta að EBE fóru út mn þúfur. Starfsfræðsla á Sauðárkréki Starfsgreinakynning fer fram á Sauðárkróki á morgun í Barr.askóla húsinu og hefst kl. 15. Kynntar verða nálegar 50 sta"ls greinar í landbúnaði, sjávarutvagi iðnaði, samgöngum og fleiri at- vinnuvegum. Vélin vinnur á við átta G. HELGASON & MELSTED sýndu fréttamönnum í gær nýja tegund fiskvinnsluvélar, sem ætla má að vekji nokkra athygli hér. Þetta er fiskaðgerðarvél, sem sam kvæmt upplýsingum umboðs- manna skilar afköstum á við sex til átta aðgerðarmenn. Það er Fiskiðjusamlag Húsa- víkur, sem kaupir vélina, en hing að komin kostar hún um 490,000 lcrónur. Hún slægir allt að 24 fiska á mínútu og hefur verið „í fæðingu" í svo sem átta ár. Hún hefur verið reynd í togurum síð- ustu árin og margendurbætt eft- ir þeirri reynslu. Framleiðandinn er fiskvinnsluvélafyrirtæki í Huli, sem meðal annars hefur sent á markaðinn ýmsar gerðir roð- fletti- og flökunarvéla. Erindi Jóhanns Hannessonar JÓHANN Hannesson, prófessor, fiytur í dag erindi á vegum Stjórn- unarfélags íslancls og nefnir það: „Verzlun, sem einn af meginþátt- um menningar". . Prófessorinn flytur erindið í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 2 og eru utanfélagsmenn velkomnir. Enn koma gjafir ENN hafa Þjóðminjasafni íslands borizt afmælisgjafir til viðbótar þeim, sem þegar hefur verið sagt írá í blöðum. Frú Ingibjörg Eyfells afhenti safninu fyrir sína hönd og syst- kina sinna nokkra góða hluti, er flestir höfðu áður verið í eigu foreldra þeirra, séra Eggerts próf- asts Pálssonar og Jóhönnu Egg- ertsdóttur Briem. Meðal þessara hluta er eikarki&ta stór, tvær fal- lega riðnar tágakörfur austan af Jökulfjörðum, reizla úr kopar og útsaumaður upplilutur. Þórður Tómasson í Skógum færði safninu 20 sýnishorn af gömlum íslenzkum vefnaðargerð- um. Þjóðminjasafnið þakkar þessar góðu gjafir. Reykjavík, 27. marz 1963. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður. Kynninguna annast heimamcnn og einnig aðkomumenn meðal dnn. ars frá Akureyri og Reykjac’.k. Flugmálastjórnin mun til dæmis láta í té flugvélaráhöfn, sem kynn ir hin ýmsu störf við flug og flug- samgöngur. Þá verða ýmis konar sýningar í sambandi við fræðsluna meðal ann ars kvikmyndasýningar. Gert er ráð fyrir að unglingar’úr Skagafirði og A.-IIúnavatnssýslu á. aldrinum 14-20 ára njóti fræðsl unnar. Ólafur Gunnarsson sálfræðiþg- ur stýrir þessari starfsfræðslu að frumkvæði Rotaryklúbbins á Sauð árkróki. ) SYNGJA í REYKJAVÍK Karlakórinn Svanir held- r ur söngskemmtun á morgnn í Gamla Bíói í Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag hélt kórinn söngskemmtun á Akranesi við rnjög góðar undirtektir. Skemmtunin var ^ndurtekin á föstudagsM kvöld. Stjórnandi kórsins er Haukur Guðlaugsson og ein- söngvarar: Jón Gunnlaugs-' son, Baldur Ólafsson og Al-i freð Einarsson. Undirleik annast frú Fríða Lárus- dóttir. Súlnasalurinn opinn í kvöld Hljómsveit Svavars Gests leikur Borðið og skemmtið yður í Súlnasalnum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. marz 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.