Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 7

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 7
EKKI er ofmælt, þótt sagt sé, a5 hér sjáum við fegurð og ófrýnileika hlið við hlið. Stúlkan, sem vissu- lega er fögur, er leikkonan Shirley Jones. Fylginautur hennar er fyrrverandi hnefaleikakappi í þungavigt, Primo Carnera, og er hann vægast sagt heldur ófrýnilegur til að sjá. Þegar myndin er tekin, voru þessi hjú á leið í síðdegisboð haldið á vegum erlendra blaðamanna í Hollywood, en þar munu þau bæði búa. Deiit um Shake- speare í Englandi DEILUR um það, hver hafi skrif- að leikrit Shakespeares hafa nú blossað upp í Englandi að nýju. Þess hefur verið krafizt í blaðinu Daily Mail, að dómstólar viður- kenni þá kröfu, sem sett hefur ver kð fram: nefnilega að gröf Shake- apeares verði opnuð. Ef það yrði gert, mundi það trú lega varpa ljósi á það umdeilda atriði, hvort það hafi í raun og veru verið leikarinn William Shakespeare, sem skrifaði þau beimskunnu verk, sem honum eru eignuð. Siunir hafa jafnvel haldið . þvi fram, að í gröf Sliakespeares kunni að vera að finna eitthvað af handritum. Daily Mail segir, að margir íbú- ar Stratford-on-Avon, þar sem Shakespeare er grafinn, muni gera allt, sem þeir geta, til að koma í veg fyrir að gröfin verði opnuff, eða nokkuð hróflað við henni. . Til er félagsskapur manna, sem berst með oddi og egg fyrir því, LÖGREGLU- VANDAMÁL t SMÁBÆNUM Barrington í New Jersey hefur komið upp mjög ó- venjulegt vandamál. Þar eru að- eins átta lögregluþjónar, og hafa sjö þeirra nýverið verið teknir fastir fyrir að steia undan sekt- um þeim, sem þeir hafa innheimt, en mál þess áttunda er enn í rann sókn. að komast að hinu sanna í þessu máli. Þeim finnst að hér hafi ef- inn og óvissan of lengi ráðið ríkj- um og mál sé orðið að gera ráð- stafanir til þess að' komast að hinu sanna. Wiský og móreykur MARGAR þjóðir framleiffa wiský, en aðeins ein þjóð framleiðir skozkt wiský, — wiskýið, sem tal- ið er taka öllu öðru fram. Það, sem talið er gefa hinu skozka wiský hið einkennandi bragð, er reykurinn af mónum úr Aberdeen shire, en hann er látinn leika ura byggið til að gefa því bragð. Fyrirtæki eitt í Aberdeenshire liefur flutt nokkuð af mó til Jap- an, því Japanlr vilja að sitt wiský standi ekki því skozka að baki. ísraels menn eru nú í þann veg- inn að hefja wiský-framleiðslu og hafa þeim veriff send sýnishorn af móum úr Aberdeenshire og bíffa Skotar nú eftir svari frá þeim. Skozku wiský-gerðarfyrirtækin nota móinn af þessu svæði vel flest til að bragðbæta afurðir sín- ar. FJÓRTÁN ára gamall sendisveinn á skrifstofu eiuni í Esbjerg notaði skrifstofusímann til að hringja í vinstúlku sína í Kanada. Símtalið kostaði þrjú þúsund krónur. SlN ÖGNIN AF HVERJU Á VEGUM matmæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuffu þjóð- anna hefur það verið reiknað út, að aðeins sjötti hver jarffarbúi fái nægilegt magn hitaeininga og al- gengustu næringarefna í fæðu sinni. Þessi sjötti hluti mannkyns býr einbum í Evrópu, Norffm'- Ameríku, Ástralíu, Nýja Sjálandi og nokkrum Iöndum í Suffur- Ameríku. BRENDA Lee, söngkonan fræga, fékk Ford Thunderbird bíl í af- mælisgjöf, þegar hún varð átján ára. Hún er ekki alveg ánægff með Fordinn og hefur nú pantað sér sérstaklega útbúinn Jaguar, sem kosta mun 900 þúsund islenzkar krónur. Indverskur prófessor Indrasen a* nafni hyggst aka bifreiff um mestu umferðargötur Adenborg- ar með bundiff fyrir augun. Indrascn kveðst- hafa röntgen augu, og sjá jafnvel þótt bundiff sé fyrir þau. Lögregluyfirvöldin £ borginni eru vantrúuð á þetta, og kveðst munu banna þetta tiltæki Indverjans. Vinir Indrasens munu nú standa í samningagerð við lög regluyfirvöldin. — Eru margfætiur góðar á bragð ið, spurði Tommi litli við miðdegis verðarborðið. — Nei, sagði faðir hans, hvers vegna spyrðu svona meðan við er- um að borða? — Það var ein á kálinu, sem þú varst að stinga upp í þig áðan. ★ Eftir slysið: — Hvar er ég? Hvar er ég? Hjúkrunarkonan: Þér eruð á núm er 127. — Er það stofa eða klefi? ★ Rukkarinn: Ætlið þér að borga reikninginn núna? Skuldunauturinn: Ég get því mið ur ekki borgað hann alveg strax. j Rukkarinn: Jæja, þá segi ég öll-l um yðar lánardrottnum að þér séuð búnir að borga það, sem þér skuld- ið okkur. ★ — Skelfing ertu dapur á svip- inn. Hvað amar að? — Ég er að hugsa um framtíð mína. — Hvað gerir hana svona von- lausa? — En fortíðin, maður. ★ — Mig dreymdi að ég var búinn að fá vinnu- — Þú ert líka skelfing þreytu- legur. ★ — Hver var þessi litla sæta, sem ég sá þig með í gærkveldi? — Viltu lofa því að segja kon- unni minni ekki frá því? — Því lofa ég. — Það var konan mín. ★ — Viljið þér tryggja allt sem er á skrifstofunni gegn þjófnaði? — Já, allt nema klukkuna. Það hefur allt starfsfólkið auga með henni. ★ — Svo þú ert sjálfstæður í þessu nýja starfi? — Já, blessaður vertu. Ég byrja að vinna svona einhvern tíma fyrir klukkan níu og hætti einhvern tíma eftir klukkan fimm. ★ Sækjandinn: Alveg síðan við gift um okkur, hefur hún haft það fyrir sið, að kasta öllu lauslegu í mig. Dómarinn: Hvers vegna hafið þér ekki kært fyrr, maður minn? Sækjandinn,- Það er fyrst nuna að hún er farin að hitta. ★ — Blessaður vertu rólegur. nú geturðu spiiað borðtennis án þess að hafa spaða. Laugardagur 30. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. —- 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. — (16.00 Veðurfregnir). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börnin í Fögruhlíð" eftir Halvor Flod- en; IV. (Sigurður Gunnarsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttúr barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 „í Vín í kvöld": Hans Kolesa og hljómsveit hans leika Vínarlög. 20.20 Leikrit: „Eftirlitsmaðurinn“ eftir Nikolaj Gogol. Þýðandi Sig- urður Grímsson. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Har-- aldur Björnsson, Anna Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þor- steinn Ö. Stephensen, Nína Sveinsdóttir, Róbert Arnfinnsson. Valdemar Helgason, Brynjólfur Jóhannesson, Þorgrímur Einars- son, Ævar R. Kvaran, Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarnason, Guð- rún Stephensen og Gestur Pálsson. 22.00 'Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (42). 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ -r- 30. marz L963j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.