Alþýðublaðið - 30.03.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Qupperneq 8
HARÐAR deilur um bæjarstjórn- varleg áhrif á sambáð Tyrklands og Grikklands, •— íveggja NATO- landa — og þá geta Bretar einnig armál á Kýpur ógna friði á eynni um þessar mundir og fela í sér hættu ó frekari innanlandsófriði. Þessar deilur geta einnig haft al- dregizt inn í deilurnar. Þessar þjóðir undirrituðu Kýpur samninginn í Zttrich 1959, þar sem kveðið er á um það, að ef alvar- legt ástand rísi upp á Kýpur, muni Grikkir, Bretar og Tyrkir ráðfær- ast í því skyni að koma á sættum eða gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að bæta. ástandið. Þessar deilur Kýpurbúa eru því ekki eins lítilvægar og þær virðast í fljótu bragði. Stjórnarskrá Kýpur, sem bygg- ist á Zttrieh-samningnum, kveður á um tyrkneskar bæjastjórnir í 5 stærstu bæjum Kýpur •— auk grískra, en Makarios, erkibiskup, forseti Kýpur segir, að þessi á- kvæði séu óframkvæmanleg í reynd. Undanfarin tvö og hálft ár hafa farið fram viðræður um þessi mál, en þær hafa engan árangur borið. Þessu stappi lauk með því, að Makarios lýsti yfir í þingræðu á gamlárskvöld, að hann væri and- vígur hinum aðskildu bæjarstjórn- um. Samningurinn í Ztirieh og annar samningur, sem undirritaður var í London áttu að binda endi á ófrið og tortryggni Grikkja og Tyrkja í garð hvors annars. Ástandið var þannig, að öfgakenndar ákvarðan- ir, svo sem um aðskildar bæjar- stjórnir, voru nauðsynlegar. Vonazt var til, að þessi tortryggni myndi hverfa með tímanum svo að takast mættj að útkljá deilumálin í friði og sþekt. En þessar vonir hafa síður-en svo rætzt. Sú spurning hefur vaknað, hvers vegna Grikkir og Tyrkir á Kýpur féllust á stofnun aðskildra bæja- ! stjórna í upphafi. Grikkir segjast hafa gert það vcgna þess, að Tyrk ; ir og Bretar lögðu hart að þeim. |Þeir segja einnig, að þeir hefðu i reiknað með því, að Tyrkir mundu uppgötva að fengnu sjálfstæði, að að undiroka tyrkneska þjóðarbrot- ið — við viljum veita því betri lífskjör . . . . “ Eitt helzta vígorð grískra Kýpur búa í deilu þessari er á þá lund, að þeir vilji ekki tyrnesk „ghetto“ á eyjunni. Tyrkir halda hins vegar fast við ákvæði Kýpursamningsins. í rúm tvö ár hefur tyrkneska stjórn in ráðlagt Tyrkjum á Kýpur að starfa í sátt og samlyndi með Grikkjum. Nú er hins vegar kom- ið svo, að hún virðist standa að baki kröfu Kýpur-Tyrkja um að- skildar bæjarstjórnir. ★ Afstaða Tyrkja. slíkt í'yrirkomulag væri ófram- kvæmanlegt. Þetta hefðu Bretar gefið í skyn. ;★ Tilíögur Makariosar. ★ MAKARIOS erkibiskup var á ferðalagi um Evrópu í fyrrahaust og fór m. a. til Ítalíu, Bretlands og Grikk- lands, þar sem hann var í þrjá daga í opinbérri heim- sókn. Myndin sýnir Markarios við komuna til Rómar (Keystone). Makarios hefur jafnframt því að lýsa yfir andúð á þessu bæja- | stjórnafyrirkomulagi, sett fram til lögur um sameiginlegar bæjar- stjórnir Grikkja og Tyrkja, sem mundu tryggja Tyrkjum almenn borgararéttindi og veita þeim aukna efnahagslega velsæld. Samkvæmt fyrirætlunum Maka- riosar mundu Tyrkir njóta góðs af 25% fjárveitinga hins op- inbera í Nicosia, en Tyrkir þeir, sem í bænum búa, leggja til 16% af tekjum bæjarins, og í öðrum bæjafélögum mundi hagur þeirra verða enn betri. í viðtali við brezkt blað nýlega, gerði Makarios grein fyri* skoðun- um sínum á þessum málum og varpaðj m. a. fram þeirri spurn- ingu, -að þegar í stjórnarskránni væru ákvæði, sem aðeins sköpuðu vandamál og kæmu í veg fyrir skynsamlega stjórn mála, — hvers vegna skyldu menn þá ekki hafna þeim. í þessu viðtali sagði hann, ið mál þessi kæmu hvorki SÞ, Bret- um, Grikkjum né Tyrkjum við. — Þetta mál kæmi Kýpurbúum eiu- um við. „Við höfum ekki í hyggju Slíkum bæjarstjórnum komu Tyrkir reyndar á, þegar þeir höfðu slitið viðræðunum, sem áður voru nefndar, skömmu eftir- áramót. — Fljótlega kom í ljós, að foringi Tyrkja á Kýpur, dr. Fazil Kutc- huk, varaforseti, hafði tekið þessar ákvarðanir samkvæmt skipunum frá Ankara. Þetta var bein afleið- ing af ræðu Makariosar á gamlárs- kvöld. Það voru ef til vill engar tilvilj- anir, að um svipað leyti og þetta gerðist, kom Kutchuk í opinbera heimsókn til Ankara og umræður voru um málið í tyrkneska þing- inu. í þessum umræðum sakaði Feridun Erkin, utanríkisráðherra Tyrkja, Makarios um að grafa undan stjórnarskrá Kýpur að yf- irlögðu ráði. Hann lýsti yfir því, að Tyrkir mundu halda við ákvæði Zttrich- | samningsins og gaf í skyn, að Tyrk- I ir mundu kalla Breta og Grikki til i hjólpar, ef ákvæði stjórnarskrár- innar yrðu ekki framkvæmd mjög ibráðlega. Hann vitnaði í Ztírich- samninginn, þar sem segir, að jBrelar, Tyrkir og Grikkir skuli ræðast yið, ef samníngurinn og nýja stjórnarskráin eru brotin. Grikkir hafa reynt að bera sátt- arorð á milli deiluaðila og á bak við tjöldin hafa Bretar reynt að koma í veg fyrir að annað og hættulegra ástand rísi upp. ★ Aðrar deilur. En það er margt annað en deil an um bæjarstjórnarmálin, sem ógna innanlandsófriði á Kýpur. Má nefna sprengjutilræði, sem eru algengir atburðir, deilu um herinn, deiluna um herstöðvar Breta á eyjunni og áhrif kommún- ista. ★ í síðasta mánuði sprakk sprengja í tyrkneskri mosku og á mörgum öðrum stöðum íundust sprengjur áður en þær sprungu. Undanfarið hafa margir símaklef- ar verið eyðilagðir í gríska bæjar- hlutanum í Nicosia, sennilega í hefndarskyni við skipun stjórnar- innar um að eyðiieggja nokkra síma í skrifstofu tyrknesku bæjar- stjórnarinnar. Minni háttar óeirð- ir hafa verið á götum úti og deilur tyrkneskra og grískra blaða á Kýp- ur harðna. sífellt. ★ Þar eð Makarios og Kutchuk hafa ekki getað náð samkomulagi upi skipulag hersins, sem á að telja 2 þús. menp, skv,: nýju stjórn arskránni, er hann aðeins skipaður 300 mönnum. Deilt hefur verið um hlutfallið milli grískra irianna og tyrkneskra í hernum, en Maka- rios, forseti, lætur sér þetta í iéttu. rúmi liggja, enda telur hann, að her með fleiri en 300 mönnum sé sóun á almannafé. it Herstöðvar Breta á Kýpur eru mikilvægasta tekjulind eyjar- skeggja. Makarios, sem var svar- inn fjandmaöur Breta um árabil, leggur mikla áherzlu á góð sam- skipti við Breta. Tekjumar af her- stöðvunum bæta nokkum veginn upp hallann á fjárlögunum, sem nemur um það bil 2400 milljónum króna. Allir munú gera eér gra»'n fyrir erfiðleikiun þeim, sem munu risa upp, ef herstöðvarnar vorða lagðar niður. ★ Kommúnistar. ★ Að baki þessa-vandamáls og margra annarra vandamála á Kýp- ur, er hættan, sem stafar af komm únistum og þeir Makarios óg Kutc- huk óttast jafn mikið. Fyrir þessari hættu eru þrjár höfuðástæður. 1) Kommúnistaflokkurinn á Kýp Ur er eini skipulagði stjórnmála- flokkurinn á eyjunni. Foringjnr hans eru yfirleitt greindir og vel menntaðir — a.m.k. á mælikvarða eyjarskeggja. Félagar hans eru duglegir og undir ströngum aga. Samtök, sem flokkurinn stjórna.}, láta mikið að sér kveða. Starfsmaður nokkur, hjá SÞ, sem kannaði ástandið á Kýpur í fyrra, tjáði brezkum blaðamanni að einu Kýpurbúarnir, sem flestir samstarfsmanna hans hefðu getað talað við ,,að viti“ væru kómmún- istar. Hann sagði, að menn þessir virtust láta sér annt um eyjuna. Aðrir virtust aðeins hafa áhuga á veizlufögnuðum. (Geta má þess, að maður þessi er frá vestrænu landi). 2) Kommúnistar munu hagnast á klofningi hægri flokkanna — Föðurlandsfylkingarinnar, sem er hlynnt Makarios — og Lýðræðis bandalagsins, sem er í stjórnarand stöðu. í fyrravor var ggrð mis- heppnuð tilraun til þess að út- kljá deilumál flokkanna. Líklegt er talið, að ef Makarios, forseti, mundi ákveða að láta af völdum, mundu hin mörgu forsetaefni flokksbrotanna til hægri tryggja ltbmmúnistum sigur. 3) Deilurnar um bæjarstjórnirn- ar, sem getið er um að framan. ★ Aukin álivif. Kommúnistaflokkurinn, sem kal) ast AKEL, eflist stöðugt og áhrif hans aukast. Nýir félagar hans eru nær eingöngu grískir. Fyrir rúmu ári viðurkenndu valdhafarn- ir í Moskvu hann sem „sjálfstæð- an“ flokk, en áður var hann sér- stök deild, sem framkvæmdanefnd ir í Bretlandi, Grikklandi og ann- ars staðar stjórnuðu. Flokkurinn var stofnaður 1941 og heitir aðalritari hans'Ezekias Papaioannou. Á flokksþingi i marz í fyrra, þegar ,,sjálfsstjórn“ ílokks- g 30. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.