Alþýðublaðið - 30.03.1963, Side 12

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Side 12
A* I DON'r tCNOW WHAT.'S STISRINö IN THE C.2. BUT IF MI55 AViZZOU IS AEDUND ~THE AVEBAöE A1EAN TSMPEZj-UHS MilíT HAVE -0CN6 UP ZiVJZAL W^r PtöKEES... IS V: r don'tth/nk T. BÝEZ before £ HAD A LETTER. gk FROM MISS §X MIZZOU / é;^nsd-/^/zzoU Sherjpck Holmes fyrir unglinga Etfir Æ Cpiiin tópyla „Hvað þá?“ „Það er ótti, herra Holmes. Skelfing.” Hún lyfti blæjunni, er hún talaði, og við sáum, að hún var vissulega skelfilega æst, andlitið tekið ög gráleitt, augun óróleg og skelfd, eins og augu í hundeltu dýri. Andlits- drættir hennar og vaxtarlag bentu til, að hún væri um þrí- tugt, en hár hennar var orðið hæruskotið fyrir aldur fram, og svipur hennar var þreytuleg- ur. Sherlock Holmes Ieit á hana með sínu skjóta og fljótskynj- andi augnaráði. „Þér megið ekki skelfast," sagði hann huggandi, hallaði sér fram og klappaði á framhand- legg hennar. „Við komurn þessu Hjótlega í lag, ég efa það ekld. Ég sé, að þér hafið komið hing- að með Iest í morgun.“ „Þekkið þér mig þá?“ „Nei, en ég sé helming af járnbrautarmiða, sem gildir fram og aftur, í lófa yðar. Þér hljótið að hafa Iagt snemma af stað, og þó fóruð þér alllanga Ieið í léttivagui um vonda vegi, áður en þér kæmuð til stöðvar- innar.“ Konan hrökk illilega við og starði furðulostin á félaga minn. „Það er ekkert dularfullt við þetta, kæra frú,“ sagði .hann brosandi. „Það eru moldar- klessur á vinstri ermi yðar á hvorki meira né minna en sjö stöðum. Þær eru alvcg nýjar. Það er ekkert farartæki, sem veldur slíkum klessum, nema léttikerra, og þá því aðeins, að maður sitji vinstra megin við ökumanninn." „Hvernig svo sem röksemda- færsla yðar kann að vera, þá hafið þér algjörlega rétt fyrir yður,“ sagði hún. „Ég lagði af stað að heiman fyrir klukkan sex, kom til Leatherhead klukk an tuttugu mínútur yfir og kom með fyrstu lest til Waterloo. Herra minn, ég get með u'l móti þolað þessa áreynslu leng ur; ég verð geðbiluð, ef hún heldur áfram. Ég hef engan, sem ég get snúið mér til — engan, nema einn, sem þykir vænt um mig, og hann, vesal- ingurinn, getur ekki orðið að miklu liði. Ég hef heyrt um yður, herra Holmes. Það var hjá henni, sem ég fékk heim- ilisfang yðar. Ó, herra minn, haldið þér ekki, að þér gætuð hjálpað mér líka, og varpað að minnsta kosti dálitlu Ijósi inn í hið mikla myrkur, sem um- lykur mig? Sem stendur er mér ekki kleift að umbuna yður fyr ir þjónustu yðar, en eftir mán- uð eða sex vikur verð ég gift og fæ þá yfirráð yfir eigin tekj- um, og þá munuð þér að minnsta kosti komast að raun um, að ég er ekki vanþakklát.“ Holmes sneri sér að skrif- borði sínu, opnaði skúffu og tók upp litia bók, sem hann fletti upp í. „Farintosh,“ sagði hann. „Ah, já. Ég man eftir málinu. Það snerti höfuðdjásn úr ópölum. Ég held, að það hafi verið fyrir þinn tíma, Watson. Ég get að- eins sagt, frú, að það skal vera mér ánægja að sýna sömu ná- kvæmni í yðar máli og vinkonu yðar. Að því er við kemur um- bun, þá er starf mitt laun í sjálfu sér. Hins vegar er yður frjálst að endurgreiða hver þau útgjöld, sem ég kann að verða fyrir, þegar yður bezt hentar. Og nú vil ég biðja yður, að þér leggið fyrir okkur allt það, sem kann jið hjálpa okkur í að mynda okkur skoðun á málinu." „Æ!“ sagði gestur okkar, „sjálf skelfing ástands míns Iiggur í því, að ótti minn er svo óljós, og grunsemdir mínar hvíla aðeins á litlum atriðum, sem ég hef rétt til að snúa mér ómerkileg, og það svo, að sá, sem ég hef rétt til að snúa mér til um hjálp og ráðleggingar, lítur á allt, sem ég segi hon- um um það, sem hugarburð taugaóstyrkrar. konur. Hann segir það ekki berum orðum, en ég get lesið það út úr ró- andi svörum hans og hvernig hann lítur undan. En ég hef heyrt, herra Holmes, að þér getið séð djúpt niður í hina margvíslegu illsku mannlegs hjarta. Þér gætuð ráðlagt mér, hvernig mér beri að hegða mér í hættum þeim, sem umlykja mig.“ „Ég hlusta af athygli, frú.“ „Ég heiti Ilelen Stoner og bý hjá fósturföður mínum, sem er síðasti maður af einni af elztu saxnesku ættunum á Englandi, Roylottættinni í Stoke Moran í vesturhluta Surrey.“ Holines kinkaði kolli. „Ég kannast við nafnið,“ sagði hann. „Fjölskyldan var fyrir eina tíð einhver hin ríkasta £ Eng- landi og náðu lendur hennar allt yfir landamærin yfir* í Berkshire í norðri og Hamp- shire í vestri. Á síðastliðinni öld voru fjórir erfingjar í röð eyðslusamir og svallgefnir, og loks var endir bundinn á auð ættarinnar af fjárhættuspilara, sem kom á eftir þeim. Það var ekkert eftir nema nokkrar ekr- ur lands og tvö hundruð ára gamalt hús, sem sjálft er kaf- fært í veðsetningum. Síðasti óðalsbóndinn dró fram lífið þarna og lifði hinu hryllilega lífi bláfátæks höfðingja, en son ur hans, fósturfaðir minn, sem sá, að hann varð að laga sig eftir breyttum aðstæðum, fékk lán hjá ættingja sínum, sem gerði honum kleift að taka lækn ispróf og hann fór til Kalkútta þar sem hann kom sér upp mikl um „praksís“, bæði vegna færni sinnar og sterkrar skapgerðar. En svo var það í reiðikasti, sem stafaði af því, að þjófnaður var nokkrum sinum framinn í húsi hans, að liann barði hinn inn- fædda kjallarameistara sinn til dauða og komst naumlega lijá dauðarefsingu. Hann hlaut hins vegar langan fangelsisdóm og sneri síðan heim til Englands sem önuglyndur og vonsvikinn maður. „Þegar Roylott læknir var í Indlandi gíftist hann móður minni, frú Stoner, ungri ekkju eftir hershöfðingja í síórskota- liðinu í Bengal. Systir mín Júlía og ég vorum tviburar, og við vorum aðeins tveggja ára, þegar móðir okkar giftist aft- ur. Hún átti talsverða fjárhæð — ekki undir í öiið pundum á ári — sem hún ánafnaði Roy- lott lækni allri á meðan þau byggju saman, en með þeim skildaga, að viss, árlcg fjárhæð skyldi greidd hvorri 'okkar um sig, er við giftumst. Skömmu eftir komu okkar til Englands dó móðir mín — hún fórst fyr- ir átta árnm í járnbrautarslysi nálægt Crew. Roylott læknir hætti þá við tilraun sína til að setjast að sem starfandi læknir í London, fór með okkur og sett ist að á föðnrleyfð sinni Stoke Moran. Fé það, sem móöir mín hafði Iátið eftir sig, nægði okk ur fyrir öllum þörfum, og það virtist ekkert þurfa að standa í vegi fyrir hamingju okkar. „En hræðileg breyting varð á fósturföðnr okkar um þetta leyti. í stað þess að eignast SUE £AY£= " ST£VE= X QS5 NEED YOU ! THE OTHEP WAY, Too, BÚT THIS IS MILITAEy— / ABOLIT THE OEFENSE OF7HE.JP PANAMA CANAL. PLEASE. 60 TO THE SCHOOL^^ FOB LATIN AMERICA AT ALBROOK A.F. B. ANP VVAIT TO BE CONTACTEP." THE POZTvXlPT SAYS = " PROOF TtiAT THIS IS LÉ6IT— ASK. ANY MISSOURI UNIVERSITy ALUM ABOUT THE PISTANCE BETWEEN THE C0LUMNÉ,{THE AN- AN NP SIX ) SWER IS ONE Ég held að ég hafi aldrei fyrr féngið bréf skurðarins. fró fröken Mizzou. í bréfinu stendnr: Stebbi, ég þarfnast þín hvernig, sem á það er litið. En það liggja hernaðarlegar ástæður til þessa bréfs, — varnir Panama Vinsamlegast farðu í Suður-Ameríku skól ann í flugherstöðinni í Albrook og bíddu unz haft verður samband við þig. Mizzou. Til sönnunar á þvi að þetta sé ekki gabb spurðu þá bara einhvern, sem útskrifast hcf ur frá Missouri háskólar.um um bilið milli súlnanna. Svarið mun verða: eitt fet og sex þumlungar. — Hvað skyldi nú vera á seyði við skurð inn. En ef Mizzou er þar, þá hlýtur meðal hitinn þar að hafa hækkað um nokkur stig. 12 30-mrz 1963 — alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.