Alþýðublaðið - 06.04.1963, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1963, Síða 1
44. árg. — Laugardagur 6. apríl 1963 —.81. tbl. Á SL. ÁRI voru 2200 einstaklingar settir tæplega 6600 sinnum í fanga geymslur iögreglunnar vegna ölv- : unar á almannafæri. Kemur þetta fram í greinargerð með frumvarpi um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær. Frumvarpið er samið af yfir- lækriunum próf. Tómasi Helga- syni og Þórði Möller, en frum- kvæðið að endurskoðun gildandi laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra átti Friðjón Skarphéðinsson, en hann skipaði sem dómsmálaráðherra nefnd 1959 til þess að vinna það verk. Skilaði sú nefnd frumvarpi, sem nú hefur verið yfirfarið og breytt. Aðalatriðin í hinu nýja frum- varpi eru þessi: 1) Hin almennu fyrirbyggjandi ákvæði í núgild- andi lögum um meðferð ölvaðra manna haldizt með nokkrum breyt ingum, 2) Tekin verði upp ná- kvæm skráning á ölvunartilfell- um, sem lögreglan skiptir sér af svo og skráning á drykkjusjúk- i lingum 3) Um meðferð drykkju- sjúkra manna gilda sem svipaðast ar reglur og um meðferð annarra sjúklinga eftir því, sem við getur Þetta getur jbú eignast! ÞETTA hús getur þú, les- andi góður fengið í happ- drætti DAS — ef Ueppnin er með. Þaff er ekki nóg með aff þú getir fengið húsið', heldur fylgir þessi glæsilegi Volkswagen meff í vinningn- um. Þetta hvort tveggja er metiff á eina milljón og tvö hundruff þúsund krónur, og er hæsti vinningur, sem nokkru sinni hefur veriff í happdrætti á íslandi. (Sjá frétt á 3. siðu). Samvmnu Frakka og Serkja ógnaö PARÍS, 5. apríl (NTB-AFP)_De Gaulle forseti lýsti því yfir í dag, aó ásælni alsírslu stjórnarinnar í franskar eignir í Alsír væri ógnun við samstarf Frakka og Serkja. í tilkynningu frá skrifstofu for- setans segir, að franska stjórnin véfengi ekki rétt alsírsku stjórnar innar til þess að velja sjálft sitt efnahagskerfi. En ef þessi réttur væri notaður þannig að hann skað aði franska hagsmuni, væri óhjá- kvæmlegt að samstarf Frakka og Serkja byði tjón af. Reykjavíkurfl ugvöllur: „ÓFULLKOMI NN t :.N Ei Kl Kl i1 l/A RAS, 4 M Ul átt. 4) Ríkið leggi fram verulegt fé til þess að unnt verði að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna drykkjusjúklinga. í frv. er gert ráð fyrir, að ár- lega skuli greiða 7.5 millj. af á- góða Áfengisverzlunar ríkisins í svonefndan gæzluvistarsjóð, en sá sjóður hafi það hlutverk að að- stoða drykkjusjúklinga. Er m. a. gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti styrki til drykkjumannahæla svo og styrki til samtaka er vilja að- stoða drykkjusjúklinga á annan hátt. 1 greinargerð með frv. segir svo m. a.: Flestir eru sammála um, að áfengisvandamál okkar íslendinga sé mikið, en hve mikið veit eng- inn með neinni vissu. Þess vegna verður að svo stöddu ekki sagt ná- kvæmlega, hversu umfangsmikil eða kostnaðarsöm sú þjónusta, sem nauðsynlega þarf að veita drykkju sjúklingum verður. Til þess áð slíkar áætlanir verði gerðar, er nauðsynlegt að taka upp nákvæma skráningu á öllum þeim einstak- lingum, sem lögreglan eða önnur yfirvöld þurfa að hafa afskipti af vegna ölvunar, svo og þeim, sem eru til meðferðar hjá læknum ög Iíknarstofnunum vegna dfykkju- sýki. Af slíkri skrásetningu má læra nokkuð um útbreiðslu og or- sakir ofdrykkjunnar, svo og hverj um ráðstöfunum mætti beita til fyrirbyggingar. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur upplvst, að á því ári, sem nú er að líða hafi um 2200 einstaklingar verið settir tæplega 6600 sinnum í fangageymslur lög- reglunnar vegna ölvunar. Gunnar Jóhannsson (K) tók til máls og lýsti yfir stuðningi sínum við frumvarpið. ENGUM er það Ijósara en mér, aff Reykjavíkurflugvöllur er ófullkom iff mannvirki, enda byggður á styrjaldarárunum, en liann hefur samt veriff mikil lyftistöng fyrir flugmál okkar, og þaú væru ekki einu sinni svipur hjá sjón, ef aff hans hefði ekki notiff viff. Þetta sagði Agnar Kofoed Han- sen, flugmálastjóri, á fundi með blaðamönnum í gær, en aðalum- ræðuefni fundarins var öryggismál Reykjavíkurflugvallar. Flugmálastjóri gat þess, að ör- yggismál Reykjavíkurflugvallar hefðu verið mjög á dagskrá að und anförnu, en ýmsir menn hafa rætt og ritað um þessi mál á opinber- um vettvangi. Flugmálástjóri sagði að í þeim umræðum hefði glögg- lega komið í ljós, að óttazt væri um öryggi farþega og borgara. Það hefði ýtt mjög undir ótta manna, að þeir, sem eru í flugliðastétt, hafa látið að því liggja að vara- samt væri að nota Reykjavíkur- flugvöll. Flugmálastjóri las siðan upp greinargerð eftir ýmsa þekkta flug sérfræðinga, sem hingað hafa kom- ið. á vegum íslenzku flugmála- stjómarinnar og alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, en samkvæmt þeirra niðurstöðum er fyllsta örygg is gætt hér á vellinum. Fyrir 14 mánuðum var hérlendis einn róm- aðasti flugmálasérfræðingur banda rísku flugmálastjórnarinnar og rannsakaði hann öryggi Reykja- víkurflugvallar mjög ítarlega, að tilmælum hinnar íslenzku flug- málastjórnar. Niðurstöður hans voru þær hinar sömu og annarra flugsérfræðinga, sem hér hafa kom ið, sem sé, að ítrasta öryggis væri gætt í hvívetna. Flugráð hefur ritað báðum flug- félögunum bréf( þar sem þess hef- ur verið farið á leit við stjórair þeirra, að þær gerðu grein fyrir afstöðu sinni í málinu og nefndu í hvaða atriðum þau teldu öryggi vallarins ábótavant. Loftleiðir hef ur svarað þessu bréfi og lýst því yfir, að félagið telji, að fyllsta ör- yggis sé gætt á Reykjavíkurflug- yelli, — enda mundi félagið ekki að öðrum kosti nota hann. Flugmálastjóri sagði, að enn hefði ekki borizt viðunandi svar frá Flugfélagi íslands. Framhald á 3. síffu. B Æ Ð I slökkviliðið og lögreglan var gabbaff í gær. Hringt var í slökkviliðið og sagt aff eldur væri laus í húsi í Álfhcimum, og lög- reglunni sagt, aff slys hefffi orðiff í Austurstræti. Hvort tveggja var narr. Á slökkvistöffinni var síminn ekki lagffur á, og þvi hægt að rebja hvaffan hringt var. Reyndist þaff hafa veriff gert úr símaklefanum á Lækjartorgi. aff tillögu forsætisráffherra, m ISIO út forsetabréf mn aff Alþingi skuli rofiff frá og meff 9. ■ r r júní 1963 og aff almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram þann dag. 9. Á fundi juni Ríkisráffsritari, 5. apríl ríkisráffs í Reykja- vík í dag gaf forseti íslands, 1963. 5000 Atgrei8slan okkar cr opin ta NÚMER ] 8 í kvöld. — Við drögum ann- að kvöld um HAB-bílinn!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.