Alþýðublaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. apríl. 13.15 íslenzk tunga; VI. erindi: íslenzkt mál að fornu og nýju; I. (Dr. Hreinn Benediktsson). 14.00 Útdráttur úr óperunni „Bank Ban“ eftir Ference Erkel. — Flytjendur: Andras Faragó, Stefania Moldován, Lászlö Kiilkey, Jozsef Simándy o. fl. ásamt kór og hljómsveit ungverska út- varpsins. Vilmos Komor stjórnar. — Þorsteinn Hannesson kjmnir. 15.30Í Kaffitíminn: a) Magnús Pétursson og félagar leika. b) Kór og hljómsveit Ray Conniffs. 16.30 Veðurfr. — Dagskrá Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar og Matvælastofnunar Samejnuðu þjóðanna: „Hungrið, sjúkdóm- ur milljónanna". 17.00 Hljómsveitin Sinfónía í Lundúnum leikur vinsæl lög; Robert Irving stjórnar. 17.30 Barnatími: (Anna Snorradóttir): a) Framhaldssaga litlu barnanna: „Músabörn í geimflugi" eftir Ingibjörgu Jónsdóttur; IV. (Höfundur les). b) Nýtt framhaldsieikrit: „Ævintýrið um dóttur Hróa Hattar" eftir Kristján Jónsson. 1. kafli. — Leikstjóri: Steindór Hjör- leifsson. c) Þriðja kynning á verkum Jóns Sveinssonar (Nonna): Harald- ur Hannesson talar um Nonna og Steindór Hjörleifsson les úr bókinni „Á Skipalóni". 18.30 „Hæ, tröllum á meðan við tórum“. — Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Þátttakendur: Arnór Hanni- balsson, Friðjón Stefánsson og Sigurður A. Magnússon. — Um- ræðunum stjórnar Sigurður Magnússon. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pétursson). 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.05 Danslög. — 01.00 Dagskrárlok. 20.00 20.20 20.40 21.30 22.00 22.10 23.00 23.35 Mánudagur 8. apríl (kvölddagskrá). Um daginn og veginn (Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur). Haydn: Píanósónata nr. 50 í C-dúr. Sviatoslav Rikhter. Spurningakeppni skólanemenda (11). Laugarnesskóli og Mið- bæjarskóii keppa í þriðju umferð. Stjórnendur: Árni Böðvars- son cand. mag. og Margrét Indriðadóttir. Útvarpssagan: „íslenzkur aðall“ eftir Þórberg Þórðarson; XX. (Höfundur les). Fréttir og veðurfregnir. Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). Skákþáttur (Ingi R. Jóhannssön). Dagskrárlok. Skaðlaus tó baksreykur FAIÐ reykingamönnum rör eða túbu, sem inniheldur hreinsaðan tóbaksreylc, í staðinn fyrir sígarett ur. Svona hljóðaði tillaga, sem flutt var af Elia Salzman . á vís- indalegri tóbaksráðstefnu, sem ný lega var haldin í Salisbury í Suð- ur Rhodesíu. Elia Salzmann hcf- ur lagt fram mikið fé til starf- rækslu fyrstu tóbaksrannsóknar- stofnunar í hcimi, en hún er ein- mitt staðsett í Salisbury. Salzman segir það eiga að vera mögulegt að þétta hreinsaðan tó- baksreyk í rör eða pípu. Ein reyk hleðsla mundi þá svara til 100 síg arettna. Þegar reykt væri úr rör- inu mundi reykurinn ná hitastigir venjulegs sígarettureyks og líkjast honum að öilu leyti, nema hvaff hann væri gjörsamlega skaðlaiis. Þetta mundi að auki hafa ma^ga> aðra kosti í för með sér en þá heilsufræðilega, þá værum vi«T laus við dunilla sígarettustubba, og brunagöt á fötiun og húsgögn um. ■ l::. ítalskur vísindamaður heldur þvi fram að hin fjögur þúsumt efni tóbaksreyksins, sem haldið er aö valdi krabbameini, sé næstum því öll að finna í brenndum feol- hýdrötum, og til dæmis sé mikið af þeim ristuðu brauði, og ætti því alltaf að skafa ristað brauð áður en þess er neytt. ALÞýÐUBLAÐiÐ -- 7. apríl 1963 -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI- Frúin-. Heyrði ég klukkuna ekki slá þrjú, þegar þú komst heim í nótt? Bóndinn: Þú heyrðir hana slá þrjú högg, það er rétt elskan. Hún var að fara að slá tólf, en ég stopp aði hana eftir þrjú högg, svo há- vaðinn vekti þig ekki. Siggi: Hún er nú svei mér spar- söm konan mín. Þetta hálsbindi hef ur hún til dæmis búið tii úr göml- um kjól af sér. Gunni: Það er nú ekkert. Mín kona býr sér til kjóta úr gömlu hálsbindunum mínum. ★ — Hvere vegna giftistu honum pabba, mamma? — Ert þú nú líka farin að furða sig á því elskan? ★ — Hvers vegna sleiztu trúlof- uninni Jói. — Það var nú þannig að við Stína vorum að skoða íbúðir í fygld með móður hennar. Þegar við kom um inn í fyrstu íbúðina þá sagði sú fullorðna, að þessi íbúð væri alltof lítil fyrir þrjá. Þá skildi ég fyrst hvaðan vindurinn blés. SUNNUDAGSÞRAUT Þetta var bezta lausnin, sem okkur barzt i vikunni, sem leiff. Ef vel er aff gáff má finna morg skemmtilega skrtfuff orff hér aff neffan. Sá sem sendi einnig lausnir á fleiri blöffum, en rúmsins vsgna ■ er ekki bægt aff birta nema þetta. Jón Axel Egilsson sendi okkur þessa lausn og má hann vitja 100 krónu verðlaunanna á afgreiffslu Aiþýffubiaffsins. Keppnin beidur áfram merkiff lausnirnar: Alþýffublaffiff, sunnudagsþraut.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.