Alþýðublaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12
Sherlock Holmes fyrir unglinga Etfir A. Conan Doyle og hljóp síðan hratt yfir flötina og hvarf í myrkrið. „Guð minn góður!" hvíslaði ég. „Sástu það?“ Holmes var stundarkorn eins hissa og ég. í æsingnum lukt- Jst hönd hans eins og töng um úlnlið mér. Svo h!ó hann lágt og kom með varirnar upp að eyr anu á mér. „Þetta er ánægjnlegt heim- ili,“ sagði hann. „Þetta var ba- víaninn.“ Ég var búinn að gleyma liin- um furðulegu kjöltudýrum, sem læknirinn hélt. I’að var líka cheetah, kannski mættum við eiga von á honum á öxlunum á okkur þá og þegar. Ég játa, að mér leið betur þegar ég var kominn inn í herbergið eftir að hafa farið úr skónum að fyrir- mælum Holmes. Félagi minn lokaði gluggahlernnum hljóð- laust, færði lampann yfir á borðið og leit kringum sig í herberginu. Allt var með sömu ummerkjum og við höfðum séo það í dagsbirtunni. Síðan gekk hann til mín á tánum, gerði lúður úr höndum sínum og hvísl aði í eyra mér svo lágt, að cg mátti hafa mig ailan við að nema orðin: „Minnsta hljóð getur eyðilagt allar fyrirætlanir okkar.“ Ég kinkaði koili til fið' sýna, að ég hafði heyrt. „Við verðum að sitja í myrkr inu. Hann gæti séð ljós gegn- um loftræstigatið." Ég kinkaði aftur kolli. „Sofnaðu ekki. Líf þitt kann »ð vera undir því komið. Hafði skammbyssuna tilbúna, ef þú skyldir þurfa á hcnni að halda. Ég ætia að sitja á rúmstokkn- um, en þú situr í stólnum þarna.“ Ég tók upp skammbyssuna mína og lagði hana á • borð- hornið. Holmes hafði haft með sér langt og mjótt prik, sem hann lagði á rúmið við hliðina á sér. Við hliðina á því IagÖi hann eldspýtnastokk og kertisstúf. Síðan slökkti hann á lampanum og við sátum í myrkri. Ilvernig gæti ég nokkru sinni gleyrnt þessari hræðilegu vöku? Ég gat ekki heyrt minnsta hljóð, ekki einu sinni andar- drátt, og þó vissi ég, að félagi minn sat með opin augun skammt frá mér í sömu tauga- spennu og ég sjálfur. Glugga- hlerarnir útilokuðu hverja minnstu ljósglætu og við bið- um í svartamyrkri. Að utan heyrðum við öðru hvoru hljóð í næturfugli, og cinu sinni, við giuggann á herberginu, sem við vorum í, langt, kattarlegt mjálm, sem sýndi, að cheetahn var vissulega á reiki. Langt í burtu heyrðum við djúp slög þorpsklukkunnar, sem sló á kortérsfresti. Hvé löng þau virt ust þessi kortér! Klukkan sló tólf, og eitt, og tvö, og þrjú, og enn biöum við þögulir éftir hverju því, er gerast kynni. Skyndilega sást augnablik ljósglæta uppi á veggnum í þeirri átt, sem loftræsttiopið var, en liún hvarf þegar í stað og á eftir lienni fundum við sterkan þef af brennandi olíu og heitum málmi. Einhver í næsta herbergi hafði kveikt á olíulukt. Ég heyrði hljóðlega hreyfingu, en svo varð allt þög- uit aftur, þó að lyktin ykist. í hálftímn sátum við og lögðum við hlustirnar. Svo heyrðist skyndilega annað liljóð — mjög blíðlegt, róandi hljóð eins og hljóðið í litlum gufustrók, sem stendur upp úr katli. Um leið og við heyrðum það, stökk Holmes á fætur, kveikti á eld- spýtu og barði síðan æðislega með prikinu í bjöllustrenginn. • „Sérðu það, Watson?“ æpti hann. „Sérðu það?“ En ég sá ekkert. Á þeirri stundu sem Ilolmes kveikti ljós ið heyrði ég lágt og skýrt blíst- ur, en snöggur ljósglampinn í þreyttum augum mínum gerði mér ókleift að gera mér grein fyrir, hvað það var, sem félagi minn sló til svo grimmdarlega. Ég sá hins vegar, að andlit hans var náfölt og fullt af hryllingi og viðbjóði. Hanu var hættur að bcrja og starði upp í loftræstiopið, þeg- ar næturkyrrðin var skyndilega rofin af hræðilegasta ópi, sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Það varð hærra og hærra, hást sárs auka- og skelfingar- og reiðióp, aUt í einu. Það er sagt, að jafn vel niðri í þorpinu, og jafnvel á prestssetrinu langt í burtu, hafi menn vaknað við þctta óp. Við sirðnuðum npp, og ég stóð og starði á Holmes, og hann á mig, þar til síðasta bergmál þess hafði dáið út í kyrrðinni, sem það reis upp úr. „Hvað getur þetta táknað?“ spurði ég og tók andköf. „Það þýðir, að öllu er lok- ið,“ svaraði Holmes. „Og kann- ski er það líka bezt að svo fór, þegar öllu er á botninn hvolft. Taktu byssuna þíua, og við skul um koma inn í herbergi Dr. Roylotts.“ Alvarlegur á svip kveikti hann á lampanum og gekk á undan fram ganginn. Tvisvar barði hann á herbergisdyrnar, án þess að nokkuð svar heyrð- ist að innan. Þá snerj hann snerlinum og gekk inn, og ég á hæla hans með spennta byssuna í hendinni. Það var einkennileg sjón, sem blasti við okkur. Á borðinu stóð olíulukt með lokið hálfopið, svo að bjartur Ijósgeisli kasíaðist á dyr peningaskápsins, sem var hálfopnaður. Við hliöina á borð inu sat Dr. Roylott í síðum, grá um innislopp og með bera fæt- urna í rauðum, hælkappalaus- um inuiskóm. í kjöltu hans lá svipan með löngu ólinni, sem við liöfðum séð fyrr um daginn. Haka hans hal’aði upp og augu hans beindust í hræðilegu, brostnu augnaráöi upp í hornið við loftið. Um gagnaugun hafði hann einkennilega, gula festi með brúnleituin deplum, er virt ist fast herpt að höfði hans. Er við komum inn gaf hann hvorki frá sér hljóð né hreyfði sig. „Festin! Depiótta festin!“ hvíslaði Holmes. laga höfuð og útblásinn háls ir augnablik tók þetta einkenni lega höfnðdjásn að hreyfast og upp úr hári hans reis demants kaga höfuð og útblásinn háls viðurstyggilegs höggorms. „Það er fenjanaðra!" hrópaði Holmes. „banvænasti snákurinn á öllu Indlandi. Hann hefnr dá- ið innan tíu sekúndna frá því að vera bitinn. Það má með sanni segja, að afbeldið lendir á þeim, sem ofbeldinu beilir, og sér grefur gröf þótt grafi. Við skulnm ýta þessari skepnu aft- ur inn í bæli sitt, og síðan get- um við flutt ungfrú Stoner til einhvers óhults staðar og til- kynnt héraðslögreglunni, hvað gerzt hefur.“ Á meðan fcann talaði tók hann upp snöggt hundasvipuna úr kjöltu látna mannsins, kast- aði snörunni um háls liöggorms ins, dró hann úr lrinu hræðilega bóli sínu, bar hann síðan með útréttum handlegg og fleygði hontmi inn í peningaskápinn og lokaði honum. Þessar eru hinar raunveru- legu staðreyndir í sambandi við i( w n JL 29SS VMrmMwL Msssm ...STEVE LANPS i 1 sijcBir IN THE COORIE/R rrf ^ 1 1 PLANE AT HOVV- l I . f'M&BSÍ ARP a:f.b. /n THE CANAL ZONE —HE 60E5 TO A HOTEL IN POWN - TDWN PANAMA CITy ANP STARTS TO PO ÍOME SlöHTSEEINö BEFOgS ' HIS JO& BE6INS... r~ OF COL'RSEJT IS AiERELY COIhiCI - PENCE THAT THIS IS THE SA.ME HoTEL M&NTIONEP ON THE FO£- WARDINó TA5S OF THE LUööAöE OF THE SPANISH- SPEAKINö ÖIRL AT WASH/NöTDN AIRPORT. .jj- Flugvél Stebba lendir á Howard herflug vellinum í grennd við Panama skurðlnn. Hann tilkynnir komu sína í Suður-Ame- riku skólanum í Albrook, sem er skammt frá, en þar sem það er frídagur, þá fer hann á hótel í miðborg Panamaborgar, og skoðar sig um áður en hann byrjar að starfa. Auðvitað er það bara tilviijun að þetta hótel skuli vcra það sama, og merkt var töskumiða kvennanna sem hann ók til flug- vallarins. ð 12 7- aPr(l 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.