Alþýðublaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 5
Hilmar HaHdánarson:'
í HVERT SKIPTI sem tízkuhöfundarnir í París koma fram
me'ð nýja tízku má segja að þeir reyni að finna ný andlit til að
bera hana. Þessar ungu dömur eru tvær nýjar sýningarstúlkur
hjá JacQues Heim. Til vinstri er Mona frá Argentínu og til hægri
Christine frá Frakklandi.
EKKERT er nauðsynlegra ung-
um frambjóðanda en að kynnast
lífinu og tilverunni í því kjör-
dæmi, sem lionum er ætlað að
starfa í. Án samgangs og kynna
við fólkið og athaínalífið á hverjum
stað er vart hægt að búast við öðru
en að skilningur frambjóðandans
nái skammt.
Menn einblina á hin stóru mál
og lrarpa um þau, en gleyma „smá-
málunum" sem á hverjum stað
geta varðað heill heils sveitafélags
eða jafnvel alls kjördæmisins.
Um daginn var ég staddur í
litlu þorpi austur á f jörðum og brá
mér sem háseti á trillu til hand-
færaveiða. Er við komum að landi
fórum við að gera að aflanum.
Þá brá svo við að eigandi bátsins
henti allri lifrinni, en slikt fannst
mér að vonum harla kynle-gt. Við
nánari eftirgrennslan kom í ljós
að ekkert tæki var til sem vann
á ytra borði
Baldur Óskarsson: Dagblað.
1 Skáldsaga. Bókaútgáfan Fróði.
1 Prentsmið'ja Jóns Helgasonar.
Reykjavík 1963.
r
Þetta er nútímasaga úr Reykja-
vík, en hæpið mun að kenna hana
mikið við blaðamennsku, því að
möndull hennar verður að teljast
kynning Þorgeirs og Ásrúnar. Hitt
skiptir minna máli, hver er vinnu-
staður sögumanns. Raunar vill höf-
undurinn gera samskipti blaða-
mannsins og símastúlkunnar ann-
ars vegar og starf Þorgeirs hins
vegar að listrænum tvíleik, en sú
fyrirætlun mistekst að lcaUa, og þó
er gerð sögunnar hennar sterka
hlið. Baldur Óskarsson kann að
tefla fram atburðum, en tengir þá
ekki örlagaþræði, svo að þeir verði
eins og perlur á festi. Honum læt-
ur einnig sæmilega að gæða sögú-
fólk sitt ytri einkennum — yfir-
bragði, framkomu og athæfl. Aft-
ur á móti skortir mikið á, að sálar-
líf þéss gefi sögunni mannrænt-
gildi. Það stendur ekki í tákni
þess hlutverks og þeirra forlaga,
sem höfundurinn kýs. í fáum orð-
um sagt: Baldur Óskarsson er
drjúgur rithöfundur, en varla orð-
Inn skáld.
Eigi að síður lief ég trú á þess-
um höfundi. Gerð sögunnar er
byrjanda ærinn sigur, og mér dett-
ur ekki í hug að fordæma þann
hemingwaystíl Indriða G. Þor-
steinssonar, sem Baldur ástundar,
því að slíkt stendur til bóta. Margt
bendir til þess, að hér sé að verki
gott íþróttamannsefni' íslenzkrar
orðlistar. Og skáldgáfa Baldurs
Óskarssonar getur mætavel komið
í leitirnar síðar, þó að hún skili
sér ekki í þessari sögu.
Mistök höfundar eru þau að
láta sér nægja ytra borðið. Starfs-
liðið á Dagblaði gegnir engu hlut-
verki öðru en vera launanautar og
vinnufélagar Þorgeirs sögumanns.
Frásagnimar af þeirri litilmótlegu
og leiðinlegu blaðamennsku, sem
hér greinir, verða flestar bjána-
legt skvaldur, enda höfundurinn
oftast öfgafullur í þeirri túlkun
sinni, og það gerir auðvitað illt
verra. Helzta undantekningin er
fréttin af slysinu, þegar sonur
setjarans á miðvélinni ferst, en þá
verður Baldur allt í einu miður sín
af hófsemi og hæglæti. Samt
bjargar sá kafli sögunni. Hann
tengist því, sem kynning Þorgeirs
og Ásrúnar á að tákna, og þess
vegna kemur möndullinn að ein-
hverju gagni.
Þorgeir reynist annars vélrænn
og liðamótalaus líkt og Gosi, og
Ásrún verður sízt skárri. Gegnir
sama máli, hvort þau sitja að mat
og drykk inni á Hótel Borg, hátta
saman vestur í bæ eða leita un-
aðssemdar náttúrunnar uppi í
Hvalfirði, þau sverja sig í ætt við
skuggamyndir á tjaldi, litirnir ein-
vörðungu hvítt og svart og raun-
verulegá engin tilfinning skýrð eða
túlkuð, ekkert gefið í skyn nema
orðanna hljóðan. — Þetta er eins
og að draga sótlínur í fönn, að-
ferðin kann að vera sæmilegt æf-
ingaratriði, en verkið þjónar
naumast tilgangi.
Baldri Óskarssyni hefur víst
mistekizt af því að hann ætlaði sér
of mikið, en hann ætti að geta
komizt vel til manns, þö að sitt
hvað megi^ að Dagblaði finna. Úr
þessum efniviði smiðar enginn lista
verk nema snillingur, og æfingin
gerir meistarann. Baidri er þess
vegna óhætt að halda áfram. Eg
þori að veðja, að næsta saga hans
verður betri.
Ilelgi Sæmundsson.
lifrina. Þarna urðu smábátaeigend
ur, sem eru fjölmennasta stétt
þessa byggðarlags, að henda í sjó-
inn verðmætum, sem gætu borgað
útgerðarkogtnað vertíðarinnar.
Væri þarna ekki fyrir hendi verð-
ugt verkefni úr að vinna?
Um miðjan vetur flutti ég gaml-
an mann niður á fjörð einn, þar
sem sjúkrahús er. Var mér tjáð
að hann fengi aðeins að vera til
vorsins, það yrði að rýma iil S'yrir
síldarvertíðina. Þá verður að flytja
þennan gamla mann uppeftir aft-
ur og reyna að koma honum fyrir.
Það er sem sagt ekkert varaniegt
heimili á öliu Austurlandi íyrir
aldrað fólk. Væri þarna ekki fyrir
hendi verðugt verk að vinna?
Fyrir stuttu stóð ég upp á fjöl-
farnasta vegaskarði Austurlands.
því er liggur til stærsta kaupstað-
arins þar eystra. Þetta skarð er ó-
fært meirihluta árs í venjulegu ár-
ferði. Þarna er búið fyrir löngu síð-
an að athuga möguleika á göngum
í gegnum fjallið og þeir fyrir
hendi. Slík göng mundu skapa sam
göngur mestan liluta ársinsi Ekki
þarf að ræða þörfina fyrir þetta
hvað bæinn snertir, en benda má
t.d. á, að i þessum kaupstað er
fjórðungssjúkrahúsið, stæi'sta og
fullkomnasta sjúkrahús austan-
lands og því nauðsynlegt fyrir aðra
staði að hafa greiðan aðgang að því
Væri ekki þania fyrir hendi
verðugt vex-kpfni að vinna?
Nú fyrir skömmu þurfti ég að
fara út Héráð um Eiða, sem er
3tór og vel -rekinn héraðsskóli. í
kringum hann og fyrir utan, er
myndarleg og grösug sveit. Oft á
þessu ferðalagi mínu óskaði ég
þess, að í forkostinn, sem , var
tíu lijóla „trukkur“ væru kojjnmr
forráðamenn vegamála svo( og
þingmenn kjördæmisins. Þafj er
ekki víst að þeir hefðu kosið pðra
ferð í slíkri aurleðju í fyrsta, gir,
sem í ólgusjó væru. Ef til; vill
væri möguleiki á því, að þeir
myndu hlutast til um einhverjar
endurbætur, áður en þeir færu
aftur þennan eða aðra „vegj“ á
Austurlandi, að vorlagi. Síðanjþeg
ar út fyrir Eiða væri komið væri
að sjálfsögðu reynt að fá kjaffi-
sopa á einhverjum af þcim ;tug-
um blómlegu býla, eera þar æru.
Kæmust þá háttvirtir þingnpenn
þótt hraktir væru að því, að jhús-
móðirin hitar kaffisopann á kola-
eidavél. Þeir höfðu jú glqymt
því þegar þeir stóðu að byggingu
Grimsárvirkjunarinnar að ; það
þurfti orkuver sem fullnægði; öil-
um Austfjörðum. Væri ekki þgrna
verðugt verkefni að vinna?
Hægt er að karpa á þingi; um
það hvort ísland hefði gengið í
EBE ef það hefði komizt á laggim
ar. (
Deilt er um efnahagsmál, ljand-
helgismál, tollamál, uppbyggingu
atvinnuveganna o.s.frv. Ailt - eru
þetta mál, sem ber áð ræða, yfir-
vega og taka afstöðu til. Þessj ör-'
fáu af mörgum dæmum að framan
sýna, að ekki má gleyma „smápiál-
unum“ í hita átakanna og oft á
tíðum flokkslegra hagsmuna. ,
Ef ég væri að því spurður hver
væru áhugamál mín gagnvart kjör
dæminu, væri einfaldasta og raun
hæfasta svarið: Fólkið og tilvera-
þess.
h. s. ir.
Pólýfónkórinn
heldur tónleika
BALDUR OSKARSSON
Sigurgeir Sigurjónsson
liæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4. Síml 11043.
POLYFONKORINN heldur tón-
1 leika í Gamla bíó n. k. þriðjudag
og mið'vikudag. Á efnisskránni eru
j 11 verk, bæði veraldleg og nú-
tímatónlist. Þetta er í fyrsta sinn
á þessum vetri, að kóriim syngur
opinberlega, en hann hélt kirkju
tónleika í apríl á síðasta ári.
Textar allir verða sungnir á
frummáli, en þeir hafa verið þýdd
ir á íslenzku, hlustendum til hægð
arauka, og fylgja þeir söngskránni.
Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru
veraldleg lög, tónlist frá 16. og
17. öld. Er þá fyrst að nefna „Bon
jour mon coeur“ eftir Orlando di
Lasso (1532-1594). Þá kemur „All
Lust und Freud“ eftir Hans Leo
Hassle (1564-1612), „Rundadin-
ella“ eftir Johann Hermann Schein
(1586-1630), „Madonna mia gentil"
eftir Luca Marenzio 1560-1599),
„Moro lasso“ eftir Carlo Gesualdo
(um 1560-1613), „A lieta vita" eft
ir Giovanni Gastoldí (1556-1622),
„It was a lover and his lass“ eftir
Thomas Morley (1557-1603) o£f
„Hark all ye lovely saiuts“ eftir
Thomas Weelkes <um 1575-1623).
Eftir hlé syngur kórinn nútíma-
tónlist. Fyrst er „Six Chansons'*
eftir Paul Hindemith við ljóð efí-
ir Rainer Maria Rilke. Þá kennir
nýtt lag eftir Þorkel Sigurbjörns,-
son, eina innlenda lagið á efniár
skránni. Nefnist það Hvískur. —
Að: lokum eru negrasálmar eftír
Michel Tippett, og þar koma £raó>
með kórnum þrír einsöngvar il;,
þau Svala Nielsen, Sigui-ður Björrff*
sonson og Halldór Vilhelmssoú.
Ekkert af þessum löguin héfujr
verið flutt hér áður. * ‘
Pólýfónkórinn var stofnaður ár-
ið 1957, og hélt fyrstu tónleíka.
sína á jólunum sama ár. Vaktk
söngur krsins þegar mikla athygll,
og hefur honum verið mjög vet
tekið á þeim söngskemmtunum,
sem hann hefur haldið. Söngstjórt
kórsins og aðal driffjöður frá.upp.
Framliald á 13. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐID — 7. aprít 1963 5