Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 4
Minningarorð: Þorkell Þorkelsson í dag verður gerð útför Þorkels Þorkelssonar fulltrúa hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, sem létzt í Landspítalanum aðfaranótt föstu- dagsins 19. þ.m. 64 ára að aldri. Þorkell fæddist 8/2 1899 í Gerö- iskati í Sandvíkurhreppi, sonur Jijónanna Þorkels bónda þar og for manns Þorkelssonar og konu hans Sigríðar Grímsdóttur sýslunefndar- manns í Óseyrarnesi Gíslasonar. Ólst Þorkell þar upp í glaðværum systkinahópi við rúman fjárhag. IVfun hann hafa unnið öll algeng sveitastörf í uppvextinum, en eitt hvað einnig fengist við afgreiðslu- Étörf í verzlun eftir að fjölskyldan íiuttist út á Eyrarbakka. Hugur hans stóð til mennta og settist hann í Menntaskóla-Reykjavíkur 1918. Lauk hann stúdentspróíi vor- --ið 1921 og innritaðist í iæknadeild haustið eftir. t Ekki átti þó fyrir honum að 4iggja að Ijúka embættisprófi. Á J|)essum árum hjuggu berklar mórg skörð og stór í raðir stúdenta. l'ar Þorkell einn þeirra ,sem hvarf frá námi af þessum sökum. Þá var tafsamt að bægja þessum vágesti frá, og ekki gott að fá hentuga yinnu fyrir þá, sem höfðu skerta etarfsorku í þá daga. Það var því ckki fyrr en haustið 1936 að hann sótti um og fékk starf hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur og fluttist síð an til Tryggingastofnunar ríkisins. Þar vann hann til dauðadags. Það hef ég fyrir satt, að hann hafi unnið öll sín störf frábærlega. i Þetta er fáorð frásögn af 27 ára etarfi, en hvernig var maðurinn, sem vann störfin? í sjón var hann frxður, góðiegur og brosmildur. Á vöxt í hærra meðallagi og grannur alla tíð. Leyndi sér ekki að hann hafði lagt stund á íþróttir, þó iangt væri um liðið. Hann var frá fcær fimleikamaður á stúdentsárum cínum, og í spretthlaupum var hann sigursæll á sama tíma. í við- tnóti var hann hlýr og ræðinn í toezta lagi. Þótti öllum gott að Lala við hann, jafnt ungum sem gömlum, konum sem körlum. Hann las mikið og var víða heima. Hljóm- listaunnandi var yhaijn miiill, og jsetti sig aldrei úr færi að hlýða á hljómleika. Gilti þá einu, hvort t boði var söngur eða hljóðfæra- leikur. Sjálfur lék hann á píanó .sér til gagns og vinum sínum til ánægju. Söngmaður var hann góð- txr. Engan skyldi þvi undra, þótt liann væri kær vinum sínum og iStarfsfélögum. . Þorkell bjó bjá Elínu systur sinni -og mági Vaidimar Þórðarsyni kaup manni. Þótti Þorkeli mjög vænt um systkini sín öll, en þau Elín voru alveg sérstaklega samrýmd. Ást hennar og umhyggja létti hon um áreiðanlega þessa síðustu legu, þar sem von og vonleysi skiptust svo ört á. Ástvinum Þorkels sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið þess -ð Drottinn minn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Örn Ingólfsson. EINMÁNUÐUR 1963 mun verða mönnum lengi minnisstæður. Hörmulegar slysfarir hafa að höndum borið og óvenjumargir menn hafa látizt á sóttarsæng fyrir aldur fram. Einn í þeirra hópi er borinn til grafar í dag, Þorkell Þorkels- son, fulltrúi hjá Tryggingastofn- un rikisins. Þorkell var fæddur í Gerðiskoti i Sandvíkurhreppi hinn 8. febr- úar 1899, sonur hjónanna Þor- kels Þorkelssonar, útvegsbónda á Eyrarbakka og síðar í Reykja- vík, og Sigríðar Grímsdóttur Gísladóttur frá Óseyrarnesi. Að Þorkeli standa í báðar ættir traustir sjósóknarar og myndar- bændur af Bergsætt. Árið 1918 innritaðist Þorkell í Menntaskólann og tók þaðan stúd- entspróf vorið 1921 og hóf nám í læknisfræði við Háskóla íslands. Á þessum árum mun Þorkell hafa mikið stundað íþróttir og þótt af bera í sumum greinum, en á liáskólaárunum veiktist hann og hlaut að hætta námi, og þó hann næði nokkurri heilsu löngu síðar, var þá svo langt um liðið, að ekki var unnt að taka upp þráðinn þar, sem frá var horfið. Árið 1936 réðist hann til starfa við alþýðutryggingarnar, sem þá voru nýstofnaðar, fyrst hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og síðar hjá Tryggingastofnuninni og þar vann hann, er hann lagð- ist banaleguna. Hann iézt aðfara- nótt 19. apríl sl. eftir þriggja vikna þunga legu. Þorkell heitinn var fríður sýn- um og vel á sig kominn og mik- ill söngvin, en allt þetta mun lcynfylgja hans ættmenna, mun hljómlistin hafa átt ríkastan þátt í geði hans, enda var hann góður söngmaður og lék mikið á hljóð- færi. Það sem okkur starfsfélögum hans verður þó minnisstæðast var sú prúðmennska og stilling, sem einkenndi dagfar hans. Þorkeli var hið mesta snyrtimenni bæði í útliti og til allra starfa. Hann flaustraði ekld vinnu af eins og mörgum hættir við nú á tímum hraðans, og var ekki ánægður nema öll verk hans væru slétt og felld, enda var hann skyldurækinn og samvizkusamur starfsmaður. Þó að Þorkell kvæntist ekki var hann mikill fjölskyldumaður. Eft- ir að faðir hans andaðist árið 1931, átti hann lieimili hjá frú Elínu, systur sinni, og manni hennar, Valdemar Þórðarsyni kaupmanni, og voru systkinabörn hans honum kær eins og væru þau hans eigin börn, enda naut hann og mikils ástríkis af þeirra hálfu. Eg votta öllum ástvinum hans innilega samúð mína. Sverrir Þorbjörnsson. MWWHUMtMMHHMMtWMIHUHUMIHMWMUMHMMMV Pólverjar rangtú mgauppreisn VARSJA, í apríl (NTB- Reuter). — Fyrrverandi rík- issaksóknari ísraels, Gideon Iíausner, sem gat sér frægð ar í réttarhöldunum gegn Ad olf Eichmann, hefur gefið í skyn, að Póiverjar hafi gefið ranga mynd af uppreisninni í Gyðingahverfinu í Varsjá á stríðsárunum. Hausner, sem var formað ur opinberrar nefndar frá ísrael, er kom til Varsjá í tilefni þess að 20 ár eru lið in frá uppreisninni, sagði í vikunni, að ummæli opin berra aðila og blaða í Pól- Iandi síðustu daga sýndu ekki sanngirni. Hann sagði, að ummælin f jölluðu aöallega um hlið þá, sem vissi að kommúnistum í baráttunni og hjálp þá, sem Pólverjar veittu þeim, sem börðust í Gyðingahverfinu. — Hín opinbera minning-, arathöfn á 20 ára afmælinu þokaði að nokkru leýti hinni zíonísku hlið bardaganna í Gyðingahverfinu í skuggann, sagði Hausner. Hann skýrði ennfremur frá því, að ísraeiarnir hefðu átt í erfiðleikum með að fá pólska vegabréfsáritun áður en lagt var upp í ferðina til Varsjá. — Að áliti okkar var okk- ur ekki tekið af eins miklum stórhug og við teljum að við hefðum átt skilið, sagði hann. Hann bætti við: — Þrátt fyrir þetta er ég ánægffur með að ég kom hingað og það er mér til ánægju, að minningin um þessar hetjur og píslárvotta eru Pólverj- um einhvers virði. Minningarorö: KJARTAN SÆMUNDSSON forstjóri Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg, svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Gr. Thomsen. MIG setti hljóðan kvöldið sem ég frétti lát vinar míns, Kjartans Sæmundssonar, á flestu fannst mér ég geta átt von, en ekki því, að Kjartan væri svo fljótt horfinn af sjónarsviðinu, en sláttumaðurinn með ljáinn gerir ekki boð á und- an sér. ★ t Kjartan var fæddur á Ólafsfirði 6. apríl 1911, sonur hjónanna Magneu Magnúsdóttur og Sæ- mundar Steinssonar. Níu ára fluttist hann með foreldrum sín- um til Akureyrar, og 16 ára hóf hann störf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, og starfaðl þar til 1942, að hann fer til New York til starfa á vegum SÍS, þar dvelur hann í 4 ár, en að þeim liðnum kemur hann heim og tekur til starfa sem deild- arstjóri í búsáhaldadeild SÍS, og skömmu síðar sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra Innflutningsdeildar, og um skeið framkvæmdastjóri kjörbúðar SÍS í Austurstræti. Hinn 1. október 1957 gerizt hann svo kaupfélagsstjóri Kron, þannig fórnaði hann Samvinnu- hreýfingunni allri starfsæfi sinni, og i miðri önn dagsir.s var hann kallaður frá starfi, langt fyrir ald- ur fram. Kjartan var formaður Félags kaupfélagsstjóra undanfarin ár. Meðan hann var starfsmaður SÍS, fór hann margar ferðir í við- skiptaerindum til Austur-Evrópu og víðar, á vegum hins opinbera, en þá voru viðskipti öll mjög háð milliríkjasamningum; kom hin mikla viðskipta og vöruþekking hans sér þá vel. Öll þessi störf leysti Kjartan af hendi með fádæma dugnaði og samvizkusemi, en lengst mun starf hans þó marka spor í starfsemi Kron, sem tók stakkaskiptum undir stjórn hans, og er nú á- reiðanlega á meðal bezt reknu verzlunarfyrirtækja í landinu, með um 20 búðir, efnagerð o. fl. Kjart- an gerði þá hluti í Kron, sem fáir munu eftir leika, en það var t. d. að loka gömlum búðum á laugar- 4 30. apríl 1963 — ALÞ7ÐUBLAÐIÐ degi, og opna þær aftur sem nýjar kjörbúðir á mánudegi, það þarf mikinn dugnað og skipulagshæfi- leilca til að gera slíka hluti, en þá hafði Kjartan í ríkum mæli, enda tókst honum á þessum stutta starfs ferli í Kron að endurskipuleggja allar þeirra búðir, og setja á stofn margar nýjar. Okkur vinum hans í nágrannafélögunum duldist ekki það mikla starf, sem þar var unn- ið, en við undruðumst hverju hann gat afkastað, enda mun vinnudagur hans oft hafa verið langur, hann fór ekki heim kl. 5, þegar skrifstofum er lokað, hann vann ætíð lengur, oft mun hann hafa unnið til miðnættis, og stund- um lengur, vel mætti segja mér, að meira en einn þurfi til að fylla það skarð, sem nú er autt, það gerir enginn meðalmaður, þar þarf afburða mann til. Þótt Kjartan ynni jafnan svo langan dag hafði hann þó tíma til að sinna vissum hugðarefnum, hann las mikið góðar bækur, og öðlaðist þannig staðgóða sjálfs- menntun, svo góða, að undrum sætti, hann hafði yndi af að fara í bókaverzlanir og skoða það nýj- asta sem þar var á boðstólum, bæði á íslenzkum og erlendum málum. Á ferðum sínum erlend- slíkra bóka, og flutti heim sér til fróðleiks og yndsauka. Kjartan var stgr í sínum störf- um, en stærstur hygg ég hann hafi þó verið sem heimilisfaðir, hann unni fjölskyldu sinni mjög, konu, börnum og öldruðum föður, sem nú hafa misst svo mikið. Með Kjartani er í valinn fall- inn einn bezti starfskraftur ísl. samvinnuhreyfingar, en henni helg aði hann allt sitt ævistarf, spor hans þar munu lengi sjást, lengi eftir að fennt er í spor samferða- manna hans flestra, Það bezt.a, sem sagt er um einn mann, er, „að hann hafi verið drengur góður”, ekki þekki ég annan mann, sem það orðtæki á betur við, hann var það í orðsins fyllstu merkingu, aldrei heyrðist Kjartan segja lastyrði um nokk- urn mann, honum var tamara að taka svari þess sem á var hallað, þannig eru góðir drengir. Kjartan var sérstæður persónuleiki, vel menntaður, þótt ekki hefði hann langt skólanám að baki, hann náði góðu valdi á mörgum tungu- málum og var fróður vel, það var gaman að ferðast með Kjartani, þar var hann alltaf hinn síkáti og glaðlyndi leiðsögumaður, sem minni reynslu höfðum í þeim efn- um. Kæri vinur. Nú þegar þú hefur lagt upp í þína síðustu íerð, kveðj- um við félagar þínir þig með trega og söknuði, en minningin um þig mun lifa með okkur. Við óskum þér velfarnaðar á hinni nýju braut þinni, þeirri braut, sem við allir eigum framundan. Kærri eiginkonu þinni, bömum, öldruðum systkinum og öðrum að- standendum sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur, og biðjum Guð að styrkja þau og leiða. Sveinn Kr. Guðmundsson. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fiöur- held ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. shnl 33301.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.