Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 8
 Björgvin Guðmundsson skrifar um efnahagsmál: Hagsveiflur g áætlanir EF teiknað væri línurit yfir þróun íslenzkra efnahagsmála frá því að ísland hlaut full- veldi og fram á þennan dag, mundi það sýna æði miklar sveiflur í efnahagjsþrótininni. íslendingar hafa á þessu tíma bili bæði fengið að reyna at- vinnuleysi og örbirgð kre inu- áranna og séð hvernig vot'ð- bólgan gerir verömætin að engu. En þessar miklu sveifl- ur í þróun íslenzkra efnahag - mála er/u ekkei*t séreinkcnni fyrir þróun hins íslenzka þjóð arbúskapar. Þetta sama hafa flestar aðrar þjóðir einnig mátt reyna. — Þannig sagði heims- kreppan 1930 til sín um flest lönd heims og verðbólga hefur hrjáð mörg lönd veraldar eftir síðari heimsstyrjöldina. Það hefur verið eitt megin viðfangsefni hagfræðinga aö rannsaka orsakir hinna miklu sveiflna í efnahagsmálum, en þær sveiflur eru í hagfræðinni nefndar hagsveiflur —. Orsakir hagsveiflna hafa verið rannsak- aðar og bent liefur verið á leið ir til þess að koma í veg fyrir þær. ' Hvers vegna verða hagsveifl ur? Hvers vegna myndast fyr- irbrigði eins og kreppa og verð bólg'a? Að sjálfsögðu er engin leið að gefa tæmandi svör við svo stórum spurningum í stuttri b'l ðagreiji. Orsakanna er að Ieita í margvíslegum öflum, sem eru að verki £ efnahagslífinu. — En ef draga ætti svar- ið . saman í eina setn- ingu mætti segja að orsök- in væri misræmi milli fram- boðs og eftirspurnar framleiðslu varanna. Þegar eftirspurn efiir vörum eykst meira en svarar til vöruframboðsins, skapast jafnvægisleysi, sem annað hvort getur komið fram í verióólgii eða greiðsluhalla við útIo%d, nema hvort tveggja gerist uis og átt hefur sér stað hér á lauói. Þegar eftirspurnin er meiri en framboðið má segja, að mynj- azt hafi fölsk kaupgeta, þ. e. kaupgeta, sem ekki hefur byggzt á fvav.’ieiðsluaukningu. Eftirspurnin eftir framleiðslu- vörum er meiri én unnt er aö fullnægja með aukinni fram- leiðslu. Afleiðingin verður sú, að verð markaðsvaranna hefar tilhneígingu til þess að þrýst- ast upp á við nema unnt sé að mæta hinni auknu eftirspurn með auknum innflutningi, er grundvallist á lánsfé. Ef hins vegar framboð á vör- um er mun meira en eftirspurn in eftir þeim, þ. e., ef um of- framleiðslu er að ræða, verður verðfall á markaðnum. Fyrir- tækin geta ekki selt allar ' ram leiðsluvörur sínar, þau verða að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Og þannig heldur atvinnuleysi og kreppa innreið sína. Af framansögðu er ljóst, að það ríður á miklu, að samræmi sé á milli framleiðslumagns ->S eftirspurnar eftir framleiðslu- vörum. Þjóðarframleiðsla hverr ar þjóðar skiptist í neyzlu og fjárfestlngu. Þeim verðmætum, sem þjóðin ver ekki til neyzlu ver hún til sparnaðar og skap- ar með honum grundvöll fjár- festingar. Ef ekki kemur til er- lent lánsfé, má fjárfesting að sjálfsögðu ekki verða meiri en sem svarar sparnaði og neyzluv. framleiðslan verður að vera jöfn neyzlunni, eigi jafnvægi að haldast. En í frjálsu hagkeifi hefur oft verið mikill misbres* ur á því, að samræmi væri milii þessara þátta. Eftirspurn éftir neyzluvörum er iðulega meiri en sem svarar neyzluvörufram- leiðslu og á sama tíma eru bundnir of margir framleiðslu þættir í framleiðslu fjárfesting arvara, þ. e. fjárfesting meiri en sem svarar sparnaði. Einn- ig er þetta oft öfugt: Neyzlu- vörufrasnleiðslan of mikil á kastnað f járfestingar. Þetta mis ræmi, þetta jafnvægisleysi hef ur opnð argu margra sérfræð ir.ga í efnahagsmálum fyrir nauðsyn áæ Junargerðar. Mörg- um hefur virzt, sem unnt yrði að ná meira samræmi með því að gera áætlanir fram í tím- ann um þjóðarframleiðsluúa og skiptingu hennar í neyzlu og fjárfestingu, þannig að unnt væri að haga framkvæmdum eftir sparnaði og möguleikum til útvegunar erlends lánsfjár. Og einmitt þess vegna hafa æ fleiri ríki hafið áætlunargerð. Það var einmitt upp úr heims kreppunni 1930, að umræður um áætlunargerð jukust. Mcan töldu, að unnt yrði að koma í veg fyrir atvinnuleysi með þvf að áætla framleiðsluna fram í tímann. En kreppan kenidi þjóðum heims fleira en áætlun argerð. Hún kenndi þeim það, að þær gátu ekki í erfiðleikum sínum einangrað sig • hver frá annarri. — í heimskreppunni reyndi hvert ríki fyrir sig að umgirða sig tollum og höftum til þess að vernda sína eigin framleiðslu án tillits til þess, hvaða afleiðingar sflkar ráðstaf anir hefðu fyrir önnur viðskipta ríki,, Afleiðingin varð sú, að al- þjóðaviðskipti minnkuðu. Og í viðbót við erfiðleifca í fram- leiðslu heima fyrir komu örí- [ ugleikár á sölu útflutningsaf- i urða erlendis. Af þessum sök- | um urðu afleiðingar kreppunn- [ ar sárari en ella. Eftir síðari [ heimsstyrjöldina, er ríki heims i óttuðust offramleiðslu á ný og [ samdrátt, gættu þau þess, að [ hin gamla saga endurtæki sig [ ekki. Ríkin lögðu áherzlu á, sem [ mest og frjálsust alþjóðavið- 1 skipti og þau hafa öll notið [ góðs af þeim. íslendingar hafa losað um við | skiptahöft sín eins og önnur [ ríki V.-Evrópu og gerzt þátttak j endur í hinum frjálsu, alþjóð- j legu viðskiptum. Og nú feta [ þeir einnig í fótspor annarra j rikja V.-Evrópu með því að [ hefja áætlunargerð. Ástæðan [ fyrir því, .að íslendingar hafa [ ekki getað hafið áætlunargerð [ fyrr er sú, að hér hefur verið i mikill skortur á tölulegum upp [ lýsingum um atvinnulífið. Hin fyrsta þjóðhags- og fram jj kvæmdaáætlun íslendinga, sem i núverandi ríkisstjórn hefur lagt E fram, á að hjálpa þjóðinni tn i þess að skapa aukið jafnvæg; i j efnahagsmálum, hjálpa henni j til þess að sigrast á verðbólg- j unni og koma í veg fyrir, að j samdráttur og kreppa komi hér [ á ný. Hún á að trygga jafn- [ vægi og stöðuga aukningu þjóð [ arframleiðslunnar. — Áætlunin i segir okkur, hversu mikil þjóð- [ arframleiðslan verði næstu 4 [ árin, hversu mikil neyzlan ver'ii ; og f járfestingin og hvernig þjóð 1 in muni rísa undir hinni miklu | fjárfestingu, þ. e. hversu mik- s ið þjóðin muni leggja fram ;*f \ sparifé og hversu mikið verði | af afla í lánsfé erlendis. Þjóðhags- og framkvæmdaá- j ætlunin gerir ráð fyrir, að j þjóðarframleiðslan aukist um j til jafnaðar um 4% á ári 1963— j 1966. Er gert ráð fyrir, að þjóð [ arframleiðslan verði 12.050 [ millj. kr. 1963 á verðlagi árs- [ loka 1962 og aukist síðan um [ hálfan milljarð á ári til 1966. i (480 millj. kr. árið 1964, 500 \ millj. 1965 og 520 millj. 1966). [ Gert er ráð fyrir, að rúmlega [ • fjórðungur þjóðarframleiðsi- [ unnar verði fjárfesting eða riim § ir 3 milljarðar. Til þess að . :ta [ staðið undir svo mikilli fjár- [ festingu, er reiknað meíf. að [ þjóðin verði að taka til jafn- \ aðar 600 millj. kr. lán erlendis [ árlega. [ Að sjálfsögðu er ekki nóg j fyrir þjóðina að gera áætlanir j fram í timann til þess að ná j þeim markmiðum, er hún vill j stefna að. Þjóðin verður að vera j Framh. á 14. síðu .1 ENN á ný hefur nafni Frol Koz- | lovs skotið upp 1 dálkum dagblað- anna, og aftur er það í sambandi við orðróm um að Krústjov hygg- ist draga sig í hlé að tveim árum liðnum. Sérfræðingur Lundúnablaðsins „Observer” Edward Chrankshaw, segir að Krústjov muni skýra frá þessu á fundi í miðstjórn komm- únistaflokksins 28. maí nk. og skipa Kozlov eftirmann sinn. Chrankshaw heldur því fram, að Krústjov hafi sett sér þrjú takmörk áður en hann lætur af störfum — Hann vill lægja deilurnar við Kín- verja, halda fund með Xennedy og koma á samningi um eftirlit i geimnum. Talið er, að þessi orð- rómur allur sé frá andstæðingum Krústjovs kominn, ekki vinum hans. Nú eru um það bil fimm ár lið- in síðan Kozlov varð þekktur fyr- ir alvöru utan Sovétríkjanna. í marz 1958 var hann skipaður fyrsti varaforsætisráðherra við hlið Mikoyans. Síðan hefur hann vikið úr embætti, og sérfræðing- arnir segja, að hann hafi ekki glat- að áhrifum sínum af þeirri á- stæðu. Greinilegt er nú, að Kozlov er „lykil-maður” Krústjovs í mið- stjórn kommúnistaflokksins, en hann er einn af riturum hennar. Lýsingar á Kozlov, sem fyrir liggja, eru nokkuð mótsagna- FROL KOZLOV kenndar. Sumar eru á þá leið, að hann sé mjög önugur og sneiddur þeirri kímnigáfu, sem m. a. má finna í fari manna eins og Krúst- jovs og Mikoyans. Aðrir hafa lýst honum þannig, að hann sé mjög Ijúfmannlegur og þegar hann opnaði hina stóru sov- ézku sýningu í New York árið 1959 kom hann sér mjog vel hjá mörgum Bandáríkjamönnum. Þess ber að geta, að þessi heim sókn var farin, þegar samskipti Bandaríkjanna og Rússa voru betri en þau hefðu verið um langt skeið, og Kozlov kaus sennilega að beita persónutöfrum sínum. Kozlov, sem nú er -55 ára að aldri, er Rússi. Hann fæddist í þorpi einu um 300 km. suðaustur af Moskva. Hann hóf afskipti af stjórnmálum um 25 ára gamall. Kozlov var aðeins tíu ára gam- all, þegar borgarastyrjöldin skall á, en enda þótt hann sé ekki í hópi uppgjafaliermanna úr borg- arastyrjöldinni, tók hann virkan þátt í stjórnmálum mestöll valda- ár Stalins. Það er kannski eðli- legt, að Krústjov skipi mann, sem hefur svinaðan feril að baki og hann sjálfur, fyrir eftirmann sinn. Og Krústjov hefur eiginlega gert ljóst, að hann vilii gjarnan að Koz- lov verði nvr æðsti leiðtogi Sov- étríkjanna. Kozlov hefur fengið alvarlegt hiartaslag, en mun hafa náð sér eftir það og ef nú við góða heilsu. Kozlov hlaut menntun sína í flokknum. Hann hugðist nema tæknivfsindí og fékk styrk til verk- fræðináms Fann lauk tæknimennt un sinni 10'1*'’ og starfaði fyrst við stálverksmið.iu. En s'ðar! rrievpti” flokksvélin hann. f vann hann mikið að stríðsf»-am1eiðslu. Hann var talinn írpí^nnlegur fylgismaður Stalins o" "•>*■ ckipaður aðalritari flokksdei1fi'”'innar á Leningrad- svæðinu. Hann tók þátt í aðgerð- unum geeri rivðingalæknum á síð- ustu valdaír*’m Stalins, en um þær aðgerðir bef"r mikið verið talað. En eftir ’át Stalins stóð hann við hlið Krústiovs — ekki Malen- kovs eða Mo’o'ovs. Hann lifði því hcldur kyrrlótu lífi, þegar Malen- kov var a'lsráðandi í stjómmála- lífinu. Þegar Krúst.iov varð aðalritari var Kozlov einn þeirra fyrstu, sem varð það fagnaðarefni. í febrúar 1957 var hann í framboði til for- sætisnefndar flokkslns og haustið 1957 var honum launuð andstað- an gegn klíkunni Malcnkov-Molo- tov-Kaganovitoh með því að fá sæti, í forsætisnefndinni sem fullgildur meðlimur. Kozlov hefur ætíð stutt dyggi- lega stefnu Krústjovs. Hann hefur verið aðalræðumaður við nokkur mikilvæg tækifæri. Hann er talinn duglegur stjórnandi og hafa til að bera þá hörku, sem nauðsynleg sé. — (S. Ö.). iiuiiiiiu»'->*uuuiiiiiHU(uiiiiiiiiiiiuiuuiiii>ituiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiuiHiiuiiri«iiiiiiiiiiitiittuiiHmiiiiiiMuiiuiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiUMii«iiiiiiiiiiiiiiiiii/iiiii>iiiiimMi n íg 30. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.