Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 9
A EINU ARI FÁAR þjóSir leggja eins mikla á- herzlu á menntun æskunnar og ís- lendingar. Þar fer saman gömui hefð þjóðar með mikla alþýðu- menntun, og þörf nútíma þjóð- félgs fyrir menntaða borgara. Alþýðuflokkurinn hefur farið með yfirstjórn menntamála um tæplega sjö ára skeið. Á þessum tíma, er Gylfi Þ. Gíslason hefur verið menntamálaráðherra, hefur flokkurinn lagt mikla áherzlu á auknar skólabyggingar til að skapa kennurum og nemendum sem bezt starfsskilyrði. Þetta'árabil hafa framlög ríkis ins til stnfnknstnaðar skóla rúm- lega fiórf^'dnzt. Sé hnrft tí«i ár aftur \ tfmann. hafa þessi frsmlög nífaldazt. Á eftirfarandi yfirliti sézt hin mikla aukning ár frá ári, og eru þar taldir saman barnaskóiar og bygg ingar þeim viðkomandi, gagnfræða skólar, húsmæðraskólar, iðnskól- ar, menntaskólar, Kennaraskólinn, Húsmæðrakennaraskólinn og ýms- ir fleiri. Langmest fé hefur þó runnið til byggingar barna- og unglingaskóla. Heildarupphæðin til skólabygginga hefur verið sem hér segir: 1953 ........ 1.490.000 kr. 1954 ........ 7.990.000 — 1955 ..... 12.905.000 — 1956 ...... 16.490 000 — 1957 ...... 19 000 000 — 195R ...... 19 079 .000 — 19.59 ....... 21.509115 — 1960 ....... 31.220.203 — 1961 ....... 37.191.848 — 1962 ....... 47.403.174 — 1963 ....... 63.595.986 — Samt. 11 ár 233.434.826 kr. Þessar tölur tala skýru máli. Alþýðuflokkurinn telur að þjóðin verði að leggja megináherzlu á uppfræðslu æskunnar cg til þess þarf skólahús. Á því sviði mega íslendingar vera stoltir af þeim árangri, sem náðst hefur síðustu ár, meðan þessi mál hafa verið undir stiórn Alþýðufiokksins. Sérstaklega er athvglisvert bað átak, sem gert verður á hessu ári. en Hfiffar er ákvfiSið að veria 63.5 miUíén"m ti! si'nifihvo'crinira. en h’ð »>r álíka mi<íið n*r fjmm árin 1953—57 samanlöoð! KVIKMYNDIR Minriingarorð: MAGNÚS KRISTJÁNSSON trésmiður, Ólafsvík í DAG er til moldar borinn vestur í Ólafsvík, einn af elztu og mætustu íbúum þess staðar, Magnús Krist- jánsson trésmiður. Hann andaðist á heimili Magnúsar sonar síns í Reykjavík hinn 22. apríl á 88. aldurgári. Magnús var fæddur að Ytra- Skógarnesi á Snæfellsnesi hinn 1. október 1875. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Gísladóttir og Kristján Gíslason bóndi, var hann yngstur 10 systkina, sem öll eru látin. Magnús heitinn naut nær engrar skólamenntunar í æsku en lærði smíðar í Stykkishólmi og lauk þar sveinsprófi um siðustu aldamót. Árið 1901 fluttist hann til Ólafsvíkur og var þar búsettur til æviloka. Hann var tvíkvæntur, hét fyrri kona hans Kristín Þórðar- dóttir og varð þeim 7 barna auðið. Eru 4 börn þeirra á lífi, Þorleifur, Lovísa og Kristín, búsett í Ólafsvík og Jóhann búsettur í Reykjavík. Kristínu missti Magnús eftir 19 ára sambúð. Síðari kona hans var Katrín Eyjólfsdóttir, sem einnig er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 3 börn, sem öll eru á lífi: Ingveldi húse.tta í Ólafsvík, og Evjólf og Magnús búsetta í Reýkja- vík. Eftir að Magnús flutti til Ólafs- víkur, stundaði hann verzlunarstörf og trésmíðar eftir því sem til-féll. Leiðir okkar Magnúsar heitins lágu ekki saman, fyrr en hann var orðinn al^aður maður. Var hann þá að mestu hættur að ganga að vinnu, en rækti þó áfram tvenn störf, sem lengst munu sennilega halda nafni hans á lofti í sögu Ólafsvíkur. Það var starf meðhjálp ara, sem hann gegndi í 51 ár og ritun í dagbók, er hann reit sam fellt í nær 7 áratugi og nú síðast er fært inn í dagbókina á pálma- sunnudag. í þessari dagbók mun að finna frásagnir af mönnum og atburðum, stórum og smáum úr daglegu lífi og lífsbaráttu fólksins á utanverðu Snæfellsnesi um og eftir síðustu aldamót og fram til þessa dags. Er óhætt að fullyrða að þarna er um að ræða verk sem seint verður fullmetið og þakkað. Þetta er arfur, sem Magnús heitinn skilar til óborinna kynslóða, verk- efni fræðimanna til úi-vinnslu skrif að með hinni fögru rithönd hans. Við Magnús kynntumst aðallega í samstarfi í þágu kirkjumála í Ólafsvík, er hann var meðhjálp- ari en ég í sóknarnefnd. Hittumst við stundum út í kirkju til undir- búnings fyrir kirkjulegar athafnir nokkru áður en athöfnin hófst, og gengum síðan sameiginlega frá kirkjunni á eftir. Á þessum stund um sagði Magnús mér ótal sögur um mismunandi kirkjusiði, i-i- kennilega atburði, söguleg ártöl og slysfárir á sjó og landi. Hann v. r hafsjór af fróðleik og minnið <>:n- stakt, ávallt hress í máli og hisp- urslaus í tali. Þessar stundir hafa mér orðið ógleymanlegar og fyrir þær vil ég hér með þakka. Magnús var félagslyndur ma >ur og átti sæti í hreppsnefnd og sókn £EasEisi3'Kr?i’Tpr¥* Nýja bíó: Fyrir ári í Marienbad. Þeir sem sáu hér í Nýja bíó fyrir alllöngu mynd Alain Resnais — Hiroshima, mon amour, skiptust mjög í tvo hópa. Annars vegar var fólk, sem átti ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni, hins vegar þeir, sem enga heila brú sáu í myndinoi. Þegar fólk fer að skoða mynd- sköpun Resnais í Nýja bíó næstu dagana er hætt við að sama verði uppi á teningnum — nema ef •:.rn frekar verður. Fyrir ári í Marienbad hefur far ið mikla sigurför um heiminn, en alls staðar, þar sem hún hefur ve.- - ið sýnd, hafa gagnrýnendur skipst í tvo hópa, til ótrúlegs lofs eða j ifn ótrúiegt lasts. Myndin hefur verið verðlaunuð með æðstu kvikmyndaverðlaunum Feneyjahátíðarinnar — Gullna ljóninu og heyrt hef ég frá því sagt, að þekktur kvikmyndamaður hafi látið sér um munn fara, að með Fyrir ári í Marienbad heiði verið skapað hið fullkomna verk í kvikmyndalist. Allt þetta gefur örlitla hugmynd um hvað hér er á ferðinni, en eft ir er að gera sér grein fyrir því hvað valdið hefur þessum viðbrögð- um. Þegar minnst er á Alain Resnais í sambandi við þessa mynd er ekki hægt að undanskilja Alain Robbe- Grillet höfund handritsins og Franc is Seyrig, sem componerað hefur vónlistina. Vinna Aivers og eins hefði nægt til að gera verkið athyglisvert, en samvinna þeirra verður til þess að verkið verður controversialt — og það svo um munar. Ég leyfi mér að neita því al- gjörlega, að unnt sé að segja ó- afturkallanlega — þetta er hið fullkomna listaverk, eða — þetta er hin algjöra blekking. Hér er um að ræða tilraun, sem í raun og veru á sér enga hliðstæðu verk, sem stendur algjörlega ein- stakt. Verk, sem ekki væri heldur hægt að túlka mð nokkrum öðrum hætti en í kvikmynd. Hefur Resnais tekizt .það svo tala megi um snilld, eða ekki? Við skulum aðeins líta á einstök ' atriði: Myndatakan er samansett ,úr vinnubrögðum, sem þegar við- urkennast sem snilld og allt til hins óraunverulega, hins öfgakennd asta. Ljósum og dökkum senum er blandáð saman með allt að því djöfullegum afleiðingum. Myndir koma æðandi, myndir frjósa. Við sjáum uppstillingar, sem . skyndi- lega leysast upp í hvað sem vera skal. Og enn mætti halda áfram að telja til eilífðar. En að þessu sinni mun ég ekki reyna neina analýsu. Tónlistin í myndinni' — kirkju- tónlist að mestu — Stundum stór- fengleg, stundum jaðrar hún við algjöra misnotkun, stundum notuð beinlínis til að skapa misræmi, hverfur og kemur aftur eftir duttlungum eða snilld. Hver veit? Samtölin óraunveruleg, sterk, 'draumórakennd, brjálæðiskennd. Utan allrar skynsemi .— snilld. Klippingin eins og harn hafi leik ið sér að skærum, eins og æðri vera hafi stigið niður til að gefa myndinni nýtt og eilíft '^r Leikstjórnin. Annað hvort hef- ur hálfguð eða djöfull farið hönd- um um leikendur og svið. Hver sem vill má hrópa: Hví- lík snilltl — eða: hvílíkur ófögn- uður. Þessa mynd, sér enginn einu sinni, tvisvar sinnum eða þrisvar sinnum svo að honum vitrist hinn algjöri sannleikur. Það, sem skiptir máli er, að hér hefur verið skapað verk, sem er forvitnilegast allra þeirra kvik- mynda, sem fram hafa komið í heiminum til þessa. Hér hefur frjótt hugmyndaflug verið notað með einstæðum á.-- angri. Sé það sama og snilld, þá skal ég glaður hrópa: Hvílík snilld. H. E. Fyrstu tvö verkin á efnisskrá hjómsveitarinnar 26. apríl, voru forleikurinn Fingalshellir eftir Mendelssohn og Svanurinn frá ;Tuonela eftir Sibelius. Flutningur- iinn á báðum þessum verkum var óþægiiega flatneskjulegur og bragð 'lítili. Herra Strickland virðist ekki hafa til að bera það nákvæma tíma skyn sem þarf til þess að með- höndla þá rólegu spennu, sem leyn- | ist á bak við hin prentuðu tóntákn , í raddskrám þessarar yndislegu verka. Andrés Kolbeinsson skilaði verkinu fyrir Enska hornið í Svan- inum allsæmilega. Það er ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvort tempó í einhverju verki er of hratt — eða einfaldlega ^órólegt. Annað hvort þessara at- riða hafði mjög skaðleg áhrif á flutning Passacagliunnar eftir Pál ísólfsson. Málmblásturshljóðfærin eru yeikasta deild hljómsveitar- innar. Þó hún hafi á að skipa fáein um ágætismönnum, þá er hún sem heild órhythmisk og „svarar illa“. Þetta var alloft áberandi í Passa- cagliunni og einnig í tvíleiks kon- sertinum eftir Bhrams. í þessu síðastnefnda verki voru einleikar- arnir Björn Ólafsson og Einar Vig- fússon og skiluðu þeir hlutverkum sínum allvel, sérstaklega Einar. í sterkum köflum og sér í lagi í • 1 marggripum, hætti Birni, vegaa yfirspennu, til að verða eilítið grófur. Hlutverki sínu í konsert- | inum skilaði hljómsveitin allvel, og með góðum tilþrifum á köflum, ! en ég vil frekar færa það sem kred- ! it hjá Bhrams heldur en Strick- land, því þetta magnþrungna meist . araverk hlýtur að skapa stemningu meðal þeirra hljóðfæraleikara sem það flytja — hversu daufur sem hljómsveitarstjórinn kann að vera. I Jón S. Jónsson ALÞÝDUBLAÐIÐ — 30. apríl 19p3 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.