Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 15
svo að ég eyddi deginum í setu- stofu hótlesins og fór snemma í rúmið. Næsta morgun var ég kominn í bankann um minú'tu fyrir stefnumótið. Bankastjórinn var feitur mað- ur á miðjum aldri, alúðlegur í framkomu, og hann tók hjart- anleg í hönd mér. Jafnframt tókst honum að láta í það skína, að hann væri fremur önnum kaf inn og það væri því í lagi hans vegna, ef ég kæmi stráx að er- indinu, án þess að eyða of miklu af tíma hans. Ég sagði honum, að ég væri fulltrúi verktakafélags. Ég sagði, að við hefðum aðalstöðvar okkar í New York en hefðum í hyggju að setja upp útibú í Los Angel- es. Við hefðum ákveðið að skipta , við Pacific og Unionabankann, og ég gaf í skyn, að við veltum miklu fé. Ég bað hann um ráð, að því er varðaði leigu á skrif- stofuhúsnæði. Ég sagði, að við þyrftum mikið pláss, því að við hefðum tíu yfirmenn og um tvö hundruð manna starfslið. Ég sá -að þetta hefði áhrif á hann. Hami gaf mér upp heimilisfang fasteignasala, sem hann sagði að mundi geta hjálpað okkur. Ég ’ sagði, að við hefðum í hyggju að flytja um tvær milljónir doll ara úr bankanum okkur í New York til að nota við byrjunarað gerðir. Það hafði líka áhrif á hann. Hann sagði með ánægju skyldi gera hvað sem hann gæti til að aðstoða okkirr. Ég þyrfti ekki ann að en nefna það, þá yrði bankinn reiðubúinn til þjónustu. ,,Ég held ekki, að það sé neitt“, sagði ég. Svo eftir smáþögn hélt ég áfram: „Jú, kannski er eitt atriði. Ég sé, að þið hafið tals- vert af nýtízku skrifstofuvélum. Það er eitt af því, sem við þurf- um á að halda. Hvert er bezt að snúa sér?“ „Chandler og Carrington eru beztir,“ sagði hann. ,.Þeir hafa öll þau tæki, sem þér komið til með að þurfa.“ „Starfsemi okkar er að sumu leyti talsvert lik ykkar,“ sagði ég og kom varlega að ástæðunni fyr ir því, að ég sat þarna á móti hon um. „Við höfum viðskiptavini út um allt. Við þurfum að hafa sam band við þá. Við þurfum að hafa skrár yfir viðskipti oklcar við þá. Þið hafið spjaldskrárvél liérna. Ég hef áhuga á henni. Reynist hún vel?“ Ég var heppinn. Það var svo að sjá, sem hann væri sérlega stoltur einmitt. af umræddri vél. „Hún hefor rcynzt langt um- fram vonir. Ég viðurkenni, að hún er dýr, en hún margborgar sig með tímanum og ekkert tekur henni fram.“ „Ég sá hana aðeins tilsýndar, þegar ég kom inn,“ sagði ég. ,,Þið eruð virkilega ánægðir með hana?“ „Sjáið þér til, herra Master, ef þér hafið áhuga, skal ég með ánægju leyfa yður að skoða hana að verki. Við erum meira en á- nægðir með hana. Langar yður til að sjá hana að verki?“ Ég neyddi sjálfan mig til að virðast ekki of áfjáður. „Ég vil ekki balca ykkur óþæg- indi ..." „Það eru engin óþægindi að því, það er okkur ánægja." Hann þrýsti hnapp á skrifborðinu. — „Ég ætla að biðja herra Flemm- ing um að sýna yður hana.“ „Um leið og við erum búnir að finna húsnæði hef ág samband við yður aftur,“ sagð’ ég. , É,g er mjög þakklátur fyrir bjálpina." Skrifstofumaður birtist í dyr- unum: alvarlegur náungi, sem beið vongóður og meS cftirvænt- ingu. „Flemming, þetta er herra Masters. Hann ætla að opna reikning hjá okkur. Herra Mast- er hefur áhuga á spjaldskrárvél- inni okkar. Viljið þér sýna hon- um hana.“ „Já, herra minn.“ Náunginn lineygði sig fyrir mér. „Með á- nægju." Ég stóð upp. Fætur mínir skulfu. Ég vissi, að ég var lcom- inn hálfa leið, en það var ekki nóg. Ég tók í hendina á banka- stjóranum, þakkaði honum aftur fyrir hjálpina og gekk síðan á eftir Flemming út úr skrifstof- unni og fram í afgreiðslusalinn. Við stönzuðum hjá vélinni. Stúlkan, sem sat við hana, sneri sér við í stólnum og horfði spyrjandi á okkur. Flemming kynnti mig og tók síðan að útskýra hvemig vélin starfaði. ,,Við höfum þrjú þúsund og fimm hundruð fasta viðskipta- vini,“ sagði hann. „Hver viðskipta vinur hefur sitt númer. Við höf- um lista yfir þá hérna á þessu spjaldi." Hann benti á stórt spjald, sem hékk á veggnum. Ég gekk yfir að því og starði á það og augu mín litu hratt yfir það. Ég fann nafn Rimu. Mér fannst skrítið að sjá snyrtilega stafina, sem stöfuðu nafið: Rhna Marshall. 2997. Hugur minn drakk í sig númer ið: hann drakk það í sig af meiri áfergju en hann hafði nokkurn tíma numið nokkuð. „Þegar Við erum buin að finna númerið,” sagði Flemming, „þurf rnn við ekki annað þrýsta á hnapp ana með viðeigandi tölum og þá fellur spjaldið þegar í stað nið- ur í bakkann héma.“ „Þetta hljómar fallega," sagði ég, ,,en virkar hún?“ Stúlkan, sem hafði hlustað á, brosti vorkunlátu brosi. „Henni mistekst aldrei.“ „Leyfið mér að sjá,“ sagði ég og brosti til hennar á móti. „Tökum fyrsta númerið á list- anum,“ sagði Flemming. „R. Ait- ken. Númer hans er 0001. Ung- frú Laker, fáið mér spjald herra Aitkens." Hún sneri stólnum við, þrýsti á hnappana. Vélin tók að suða og spjaldið féll niður í bakkann. „Svona einfalt," sagði Flemm- ing og brosti glaðlega. Ég rétti fram höndina. ,,Ég er tortrygginn maður. — Kannski kemur þetta spjald herra Atiken ekkert við.“ Sem betur fór rétti hann mér spjaldið. Ég sá, að nofnið Atiken var prentað með stórum stöfum efst á þvf. „Já. Þetta er tilkomumikið. Það er svo að sjá sem ég verði að leggja fé í svona vél. Má ég reyna?“ „Vissulega, herra Massers. — Prófið þér bara.“ Ég beygði mig yfir hnappana. með tölunni 2997. Hjarta mitt barðist svo óskap- lega, að ég var hræddur um, að stúlkan mundi heyra það. Vélin suðaði. Spjöldin runnu gegnuiflí'málmhylkið. Ég stóð þarna,-£ann svitann brjótast fram á enni mínu, horfði og beið, og svó sá ég eitt sjald falla á bakk- ann. Flemming og stúlkan brostu. „Númerið, sem þér völduð, er numer ungfrú Rimu Marshall," sagði Flemming. „Sjáið sjálfir. hvort það er ekki rétta spjaldið." Ég rétti höndina og tók við spjaldinu. Þarna var það: Rita Marshall. Reikningur. — Santa Barba. Innlegg $10.000. „Mikil vél,“ sagði ég og reyndi að halda rödd minni eðlilegri. „Jæja, takk fyrir. Þetta er ein- mitt það, sem ég er að leita aÖ.“ Hálftíma síðar var ég búinn að leigja mér bíl og ók hratt eftir strandveginum í áttina til Santa Barba. Ég brýndi fyrir sjálfum mér að vera ekki of bjartsýnn. Þó að ég væri búinn að þrengja hringinn, _____________ Kópavogsbúar sem óska eftir garðlöndum í sumar, eru beðnir að snúa sér til garðyrkjuráðunauts Kópavogskaupstaðar. hr. Her- manns Lundholm. Hann veitir bæjarbúum ennfremur leið- beiningar um garðrækt. Viðtalstímar kl. 13—14 á mánudögum, þriðjudögum og mið-. vikudögum í Hlíðargarðinum. UTBOÐ Tilboð óskast í að framlengja haínargarðana í Ytri-Njarð- vik. — Uppdrættir og útboðslýsing fást á Vita- og hafná- málaskrifstofunni gegn 1.000,00 kr. skilatryggingu. j Vita- og hafnamálastjóri. Nðuðungðruppboö verðu'r haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum, hér í borg, eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. miðvikudaginn 8. maí n.k. kl. 1,30 e. h. Seld verða alls konar húsgögn, skrif stofu- og búðarhöld, fatnaður og vefnaðarvara, dómkröfur o. m. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Alþýðublaðið vantar imglinga til að bera blaðið til kaup- enda í þessum hverfum: VOGAHVERFI SÖRLASKJÓLI I LÖNGUHLÍÐ ÁLFHÓLSVEGI Afgresösla AlþýðuWaÖsins Sími 14-900 ALÞÝDUBLAÐIÐ — 30. apríl 1963 15 tiöi SkJb

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.