Birkibeinar - 01.05.1913, Page 2

Birkibeinar - 01.05.1913, Page 2
34 BIRKIBEIJS'AR Endaskifti. „Framstykkið datt aftan af“. Háftvirtu áheyrendur! Oft verður það í orðaskaki milli ungra sveina, að annar kveðst hafa svo í öllum höndum við hinn, að hann gæti haft á honum endaskifti. En hitt hefir eigi verið talið til mikilmennsku fyrr en nú, að hafa endaskifti á sjálfum sér eða nafninu sínu. — Komið hefir það fyrir að mönnum hefir þótt snjallræði að hafa endaskifti á réttu og röngu, og oft hefir það gefist vel að hafa skifti á réttu nafni og röngu. Er þar á nægum dæmum að taka. Skal hér minst á Þormóð Kolbrúnarskáld, þá er hann fór til Grænlands að hefna Þorgeirs fóstbróður síns. Nefndist hann þá Torráðr, Osvífr o. s. frv. Helgu-Steinarr nefndist og Gestr þar á Grænlandi, er hann vildi dyljast. En aldrei varð mönnum það fyrir, að hafa endaskifti á réttu nafni, að minsta kosti eigi með þeim hætti, er nú tíðkast, og aldrei nefndi Þormóðr sig Bersesen. Þó var hann oft og lengi erlendis og hefði því haft nægan tíma til að Iæra að skammast sín fyrir tungu og siði feðra sinna, ef hann hefði verið næmur á þá hluti. . En „hver em eg að eg líki mér við Sírak?“ Og hví er eg að bera þessa gömlu menn saman við svo hámentaðan lýð sem þann, er lærir nú á nokkr- um dögum í Kaupmannahöfn þessa nauðsynjalist, að vilja ekki heita réttu íslenzku nafni, og þarf jafnvel ekki að fara heimanað til þess, og ekki einusinni suð- ur fyrir Reykjanesið, einsog maðurinn sem þekti ekk1 hrífuna; sem þarf naumast nema hvítt lín um háls- inn til þess að finna til þess, hve mannskemmandi það er að heita ekki neinu göfugu ættarnafni, sem endar á sen, ef vel á að vera ? Til dæmis að taka : Ariliussen, Bjargmannsen, Daðmarsen, Elivarðsen, Friðbertsen, Gottlífsen, Hiramsen, Jósavinsen, Krist- rúnussen, Marjonsen, Nikodemussen, Ottoniussen, Par- messen, Rosantsen, Sigurmonsen, Tubalsen, Vilinberg- sen, Þorjónsen eða því um líkt. Þessi hámentaði lýð- ur vill firra óbornar kynslóðir slíku böli, er sjálfuni þeim hneit við hjarta. Hlýtur þeim að sárna það, hversu seint vinst og unnist hefir. Þó mega þeir nú vera vongóðir um framgang þessa máls, fyrir því að æðimargir gei'ast nú vinveittir endaskiftum á réttu og röngu bæði í öðrum'hlutum og einkum í þessu. Hafa ýmsar opinberar stofnanir nú tekið að sér að flýta fyrir, svo sem niðurjöfnunarnefnd og landsímastjórn. Raunar hlýtur gjaldkera bæjarins að verða leit úr hverju mannsnafni, þvi að engum manni er það gef- ið að vita um hvern mann, hvers son hann er. En> niðurjöfnunarskráin er svo úr garði gerð, að þar stend- ur t. d.: Bjarnason, Ingibjörg; Gunnarsdóttir Gunnar kaupm. Má af þessu sjá, hvert erfiði gjaldkerinn hefirr þegar hann á að taka við útsvari þeirra manna, ei^ endaskifti hafa verið höfð á nafni þeirra og stundum kyni. En hvað sakar það? Mikið skal til mikils vinna. — Taki menn endaskiftaskrá símastjórnar, þá finna þeir engan mann fyrr en þeir hafa spurst fyrir á símastöðinni, hverju ónefni sé á þann mann klínt, ef stöðin þá veit það. Stöðvarfólkið hefir af þessu ærinn vinnuauka og timatöf eigi síður en simanotend- ur. En þeir verða að fara í dauðaleit að nafninu, þegar alt um þrotnar, þ. e. a. s. leita í einhverju gömlu nafnatali, þar sem rétt eru nöfnin. En mikið skal til mikils vinna og telja menningarfrömuðir vorir sbkt eigi eftir sér né öðrum, því að slíkar opinberar skrár hljóta að flýta fyrir menningarstarfi þeirra: að hafa endaskifti á nöfnum manna og villa um kyn^ Með þeim hætti tekst að skýra það, sem fáir hafa áður skilið, hversu því megi til leiðar snúa, að fram- stykkið detti aftan af. Þetta kunnu eigi forfeður vorir. Þeir hétu því nafni, sem þeim var geíið, og karlmenn voru synir feðra sinna, en kvenmenn dætur. Oðru máli er nú að gegna, því að nú eru konur svo fjölhæfar, að þær eru ýmist hræður bræðra sinna, eða þá bræður manna sinna eða tengdafeðra. Gamla aðferðin þykir nú klaufa- mark og lýsa því, að vér fylgjumst eigi með í menn- ingarstriði þjóðanna. Munur hefði verið, ef forfeður vorír hefði séð fyrir nafnanauð vora á þessum tímum, og hafið sjálf- ir þá menningarstefnu, sem hér er um að ræða. En eigi báru þeir gæfu til þess, heldur rann árroði enda- skiftadagsins á menningarhimin vorn undir lok ein- okunaraldarinnar. Og í landshagsskýrslum 1855 finst fyrsti árangurinn. Eru það eftirfarandi undurfögur ættarnöfn, en margt ágætt hefir bættst við síðan. Eftirfarandi nafnatal sýnir að fornmenn hefði al- veg eins getað fundið þau upp, hefði þá eigi skort mentun til: Arnesen hefðiáttaðfinnalngólfr Arnarson. Austmann — - - — Eyvindr austmaðr. Bachmann — - - — Illugi svarti. (Þá hetði t. d. Gunnl. ormstunga heitið Gunnl. Bachmann)_ Bardal — - - — Gnúpa-Bárðr. Bech — - ■ — Olafr bekkr ór Bjarkey. Blöndal — - - — Eyvindr sörkvir. Bergmann — - - — Böðvar hvíti Þorleifsson.

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.