Birkibeinar - 01.05.1913, Síða 4

Birkibeinar - 01.05.1913, Síða 4
36 BIRKIBEINAR junior og herra Granesen voru báðir á móti herra Brundebjalvesen senior. Einu sinni þegar leið frarn á veturinn var farið í boltaleik á Borg suður í Sandvík. Þá voru þeir ungu herrarnir á móti herra Brundebjalvesen í leiknum og másaði hann og hvásaði, en þeim gekk betur. En um eftirmið- daginn, eftir »iðurgang sólarinnar, fór ungu herr- unum að ganga ver. Þá fór herra Brundebjalvesen að taka sig á, og varð þá svo sterkur, að hann tók herra Granesen upp og skelti honum svo fast nið- ur að hann brotnaði til dauðs. Og á sama augna- bliki ætlaði hann að góma unga herra Brundebjalve- sen, en þá sagði fröken Brák, sem var þénustu- stúlka þar í húsinu, og seni hafði passað unga herrann þegar hann var barn, en sem var bæði vargur og göldrótt og hafði karlmannskrafta: „Eruð þér nú orðinn ras- andi útí hann son yðar, herra Brundebjalvesen?" Með dularfullum fyrirbrigðum má sanna eilífl líf og margt fleira, og með dularfullum fyrirbrigðum má sanna, hversu erfitt forfeðrum vorum veitist að skilja menningarmál 20. aldarinnar hér á landi. Það bar við fyrir skömmu að miðstöðin í Reykjavík var köll- uð til viðtals við Lágafell í talsímanum. Það samtal var svo: S í m t a 1 Reykjavík — Lágafell Lgf: (hringir) Rvík: Halló—hallo-ó! Lgf: Mæl þú svá, at ek mega skilja Rvík: Hver þar? Lgf: Egill heiti ek, en hver er þú? Rvík: Fonvörðurinn Egill: Veit ek livat vörðr er, enn fón kenni ek eigi, Rvík: Fónn er nýgjörfingur sem þeir áttu saman redacteur Bjarnesen og redakteur Ólafsen. Egill: Þetta munu vera skrælingjanöfn ok mun fónn vera sonr þeirra skrælingja er svá heita, en þú talar í málrúnum. Rvík: Hvaða bölvuð vitleysa er í karlinum. Fón- vörður er sania sem símavörður. Egill: Segja máttir þú þat í upphafi. Skil ek at þú munir halda vörð við enda talsíma þess, er ek sé liggja héðan til Reykjarvíkr. Er mér for- vitni á at vita, hvárt síma er til Hjarðarholts í Dölum vestr. Rvik: Já, í hvern ætlið þér að fóna. Egill: Mæl eigi slíkt krákumál Rvík: Við hvern ætlið þér að tala? Egill: Við Þorgerði dóttur mína. Rvík: Það er engin fröken Egilsson í Hjarðarholti. Egill: Þorgerðr heitir hon Egilsdótlir Rvík: I símaskránni er engin Egilsdóttir. En hvert ættarnafn hafið þér? Egill: Engi höfum vér ættarnöfn, íslendingar, en í landnámasögu mun ætt mín talin til Brunda- Bjálfa. Rvík: 0 herra Brundebjalvesen, eg finn ekki fröken dóttur yðar, hvernig sem ég ranghvolfi síma- skránni. En eftir á að hyggja, er hún ekki gift. Egill: Gift Ólafi pá. Rvík: Hefi leitað að frú Pá, frú Höskuldsen og frú Dalakollesen en enginn gegnir. Ef til vill heit- ir hún eftir héraðinu. Nú hef ég það. (Hring- ir til Hjarðarholts). Halló! Hjarðarholt, Hjarð- arholt! Halló. Er frú Laxdal við? (Hring- ir til Lágafells) Halló! Lágafell! halloó! Nú hef ég fundið hana, en ósköp er hún geðstirfr Eg nefndi hana frú Laxdal með allri kurteisi en hún jós yfir mig skömmunum í staðinn. Gerið þér svo vel herra, Egilsen, Skallagríms- sen, Ulvsen eða Brunde-bjalvesen, gerið þér svo vel frú Laxdal. Forfeður vorir báru eigi gæfu lil að leiða þjóð- ina inn á þessa menningarbraut. Var og lítil von til þess, því að oss hefði aldrei auðnast það, nema með hjálp Dana, eður annarar þjóðar. sem jafnnýtin væri á erlent úrkast. En það sést á öllum fornum bók- menntum vorum, að þeir höfðu enga skímu af því, að endaskifti á nöfnum eða kynvillur væri sérstakt menningar merki. Hamingja Islands var meira að segja svo slippifeng að Gizuri hugkvæmdist eigi að sinn um vetrinn, er á leið, at knattleikr var at Borg suðr í Sandvík. Þá vóru þeir Þórðr í móti Skalla- grími í leiknum, ok mædd- ist hann fyrir þeim ok gekk þeim léttara. Enn um kveldit eftir sólarfall þá tók þeim Agli verr at ganga. Gerðist Grímr þá svá sterkr, at hann greip Þórð upp, ok keyrði niðr svá hart, at hann lamdist allr ok fekk hann þegar bana. Síðan greip hann til Egils. Þorgerðr brák het ambátt Skallagríms. Hon hafði fóstrat Egil í barnæsku. Hon var mik- il fyrir sér, sterk sem karl- ar ok fjölkunnig mjök. Brák mælti: „Hamast þú nú, Skallagrímr, at syni þínum“.

x

Birkibeinar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.