Birkibeinar - 01.05.1913, Qupperneq 5
BIRKIBEINAR
37
kalla sig Thorvaldsen. Mega allir skynja hvert tjón
það bakar oss nútíbarmönnum, ef þeir setja sér fyr-
ir sjónir öll þau Thorvaldsensfélög, sem þá mundu
hafa staðið umhverfis minnisvarða Jóns Sigurðssonar
undir erlendum fána með uppkast í anda, með bræð-
ing í brjósti og með grút í geði. Og þessi skortur á
menning er eigi einungis í sögunum, heldur og í
fornum bréfum og skjölum. DI. I., 68 (ár 1083):
„Þá sór Gizur biskup eið ok Teitr son hans, Markús
Hreinn, Einar, Björn, Guðmundur, Daði, Holmsteinn“.
— DI. I., 496: „Sá máldagi var gjörr á alþingi at
ráði Magnus biskups, en Snorri Sturluson hafði uppi
í lögréttu, ok nefndi vátta, at o. s. frv.
Þessir vóru váttar: Magnús Guðmundsson ok
Amundi bróðir hans, Arni Magnússon, synir Þórðar,
Þorleifr, Böðvarr ok Markuss; Teitr Þorvaldsson, Sig-
urðr Jónsson, Styrmir Kárason, Ketill Þórláksson,
Ormr Koðransson, Styrkárr Sveinbjarnarson, Jórsala-
Björn, Koðran Svarthöfðason“. Þenna sama sið höfðu
menn siðan fram eftir öllum öldum. Um Hannes
Finnsson biskup er mér sagt að liann hafi ritað nafn
sitt Hans Finsen undir dönsk bréf, en skrifað sig réttu
nafni undir íslenzk bréf. Afkomendurnir vissu, að
hverju þeir áttu að halda sér. Enda fer nú úr þessu
endaskiftamenningin að ryðja sér til rúms.
En þótt hún sé nú vel á veg komin og ýmsar
opinberar stofnanir styðji hana af alefli sem fyr var
getið, þá eru þó ýmsir ótætis sérvitringar að amast
við henni, svo sem sá illi maður Vogbjarni. En þeirra
gætir nú litið. Hitt er verra, að bæjarstjórn Reykja-
víkur hefir nú snúist til fjandskapar við hana og hót-
ar að hafa endaskifti á niðurjöfnunarnefndinni, ef
hún breyti eigi til. Er nú eigi annars vant en að
landstjórnin fari eins með símastjórnina og gerði með
því enda á því menningarstarfi opinberra stofnana,
sem getið var hér að framan, sem heitir annars á
mæltu máli nafnagiftur.1)
Sigfús Blöndahl, sonur Magnúsar fyrv. alþm.
er nú setstur að í Hamborg. Hann er þegar orðinn
svo kunnugur þar, að hann er nú manna færastur
til að vera þar milligöngumaður milli Þjóðverja og ís-
lendinga.
’) Þetta er ágrip af fyrirtestri, sem haldinn var fyrir al-
pýðufræðslu stúdentafélagsins.
Rómverjar og íslendingar.
Rómaborg hófst af litlum efnum, en varð víð-
frægt heimsveldi, sem meun vita. Höfundur hennaiy
Rómúlus, var borinn út og fleygt í Tiberfljótið og
tvíburi hans Remus. En flóð var í ánni og urðu
þeir því í straumleysu í trogi sínu og bar upp á leir-
ur nokkrar. Þá kom þar vargynja og heyrði barns-
grátinn og gaf sveinunum að sjúga. En síðan fann
þá hjarðmaður einn og ól þá upp. Fyrstu herferð
fóru þeir með hjarðsveinum, er þeir settu afa sinn á
konungsstól i Alba longa og hefndu móður sinnar.
Eftir það bygðu þeir borg, þar sem þeir höfðu tekið
land í trogi sinu. Var hún nefnd Roma. Rómulus
þóttist hafa helzti fáa þegna, og gerði því kunnugt,
að sökudólgum og landshornamönnum skyldi beimil
vist í Rómaborg Með þessum hætti söfnuðust að
honum karlmenn, en hörgull var á konum. Engir
nágrannar vildu mægjast þessum óaldarlýð'), og varð
sá endir á, að þeir stálu konum frá Sabiningum.
Þetta var upphaf hins mikla Rómverjaríkis. Var þetta
rúmum 750 árum fyrir Krists burð. Allir voru óvinir
þeirra og þeir áttu því i hvíldarlausum ófriði öldum
saman. En svo lauk, að þeir höfðu lagt undir sig
alla Italíu á tæpum fimm öldum, á nokkru minna en
helmingi þess tíma, sem Island hefir verið bygt.
Orsakirnar eru þessar í sem fæstum orðum.
Þeir áttu sér alstaðar ills von og sáu frá upphafi,
að þeir áttu líf sitt undir sinni eigin hreysti og sigur-
sæld. Þeim var og frá upphafi Ijóst, að sigursældin
var undir því komin, að þeir héldi fast saman. Þeg-
aldir liðu, urðu hverjum Rómverja áskapaðir þeir
kostir, sem hefja hverja þjóð í öndvegi: hreysti, lög-
hlýðni og starfgjörn, ósérhlifin ættjarðarást, þraut-
seigja, og karhnannlegur þjóðarmetnaður. I Róm-
verjasögu eru ótal dæmi þessu til sönnunar. Skal
hér nefnt eitt. I ófriðnum við Latína var orusta mikil
í nánd við Vesúvíus 340 f. Kr. Þá lét Decius Mus
ræðismaður vígja sig til heljar og hleypti síðan fram
þar sem þéttust var fylking fjandmannanna og ruddi
þar braut sínum mönnum, áður hann félli.
Einna bezt lýsa sér kostir Rómverja í ófriði þeim,
er þeir áttu við Karthago, hitt stórveldið sem þá var
við Miðjarðarhaf. Þarf eigi annað en minna á Atilius
Regulus. Púnverjar tóku hann höndum, en sendu
hann síðan til Rómaborgar með friðarboðum. Létu
þeir hann áður sverja, að hann skyldi snúa aftur i
’) T. Liv. liber I. cap. IX: Eequod feminis quoque nsy-
lum aperuissent? id enim demum compar connubium fore.