Birkibeinar - 01.05.1913, Page 6

Birkibeinar - 01.05.1913, Page 6
38 BIRKIBEIN AR fangelsið, ef eigi kæmist friður á, og hugðu að þá mundi hann hvetja landa sína til friðar. En Regulus sýndi Rómverjum fram á það, að réttast væri fyrir þá að neita þessum boðum. Varð það úr, en hann hélt eið sinn og var síðan líflátinn á herfilegan hátt. Annað dæmi úr sama ófriði sýnir samtök þeirra og ósérplægni. Þeir áttu engin herskip nægilega stór í hyrjun ófriðarins, en þeir gerðu sér heilan herflota, 330 skip, eftir einu skipi púnversku, sem rak á land. En er þeir höfðu mist allan þenna flota, þá var gerð- ur annar nýr fyrir samskot og helga dóma, 200 skip. Viðtökur þær, sem Varro fekk eftir ósigurinn við €annæ, sýna enn hið sama. En er Rómverjar höfðu lagt Karthago í eyði, þá áttu þeir engan óvin framar, sem þeim stæði ótti af, enda er þá skammt að bíða hnignunar. Þá jókst auður, þá hófst sællífi, og blómaöldinni var lokið. Ef einhver þekkir eigi sögu Rómverja, þá mun hann hugsa, að þetta hafi verið Rómverjum létt verk að halda vel saman gegn erlendu valdi, af því að innanlands hafi verið sátt og samlyndi, og hafi því ráðið (senatus) átt hægra verk en Alþingi á íslandi. Þó er þetta alveg öfugt. í Rómaborg var öldum saman megnasta stríð milli alþýðunnar og höfðingj- -anna. Var þar gengið að með miklu kappi frá báð- um hliðum; og einu sinni fór alþýðan úr borginni, og ætlaði sér að reisa aðra borg (secessio plebis 494 f. Kr.). En þá sendu höfðingiarnir þangað Menenius Agrippa með sáttarboðum. Taldi hann um fyrir al- þýðunni, meðal annars með dæmisögunni um missætti limanna og magans1), og létu þá alþýðumenn tilleið- ast að taka sættum. Oft hélt við borgarastyrjöld, en aetíð varð samheldnin og ættjarðarástin ofan á. Þessa verður vel að gæta, ef bera skal Rómverja saman við oss. Til íslands fóru úrvalsmenn úr Noregi, auðugir höfðingjar, sækonungar og ljónhugaðir víkingar. Er þ>etta auðsætt hverjum manni, ef hann h'tur í land- námabók. Sér hann þar til dæmis að taka að móðir Ólafs konungs helga var komin af íslenzkum land- námsmanni, að í Breíðafjörð komu konungasynir, þar sem voru þeir Ulfr skjálgi og Geirmundr heljarskinn, Ólafr feilan2). Er óþarft að telja fleira. Konur þeirra voru og jafn ágætar að ætterni. Þó urðu íslending- >) T. Liv. liber II, cap. XXXII. 2) íslendingabók 12.: Þessi eru nöfn langíeðga Ynglinga og Breiðfirðinga o. s. frv. ar skósveinar erlends valds og skóþurkur erlendra mangara. Orsakir þess eru í sem fæstum orðum þessar: Þeir sátu í fullum friði úti í reginhafi, þar sem erlendir óvinir náðu eigi til þeirra með her. Þeim var því eigi ljóst, að samheldni væri sér lifsnauðsyn og fyrir því vöndust þeir eigi þeim þegndygðum, er hófu Rómverja í öndvegi meðal þjóðanna. Þeir hrundu þó af sér hinum fyrstu tilraunum Noregskonunga til þess að ná yfirráðum yfir landinu. Þeir gerðust eigi ginningarfífl Una; því að þá mundu þeir enn, hversvegna þeir höfðu farið af föðurleifð sinni í ónumið Iand. Nokkru nær hélt að þeir mundu gína yfir flugu OUfs digra, en þá barg Einar Þver- æingur sökinni. Hann mælti á þessa leið: „Ef ek skal segja mína ætlan, þá hygg ek at sá muni til vera hérlandsmönnum, at ganga eigi undir skattgjafar við Ólaf konung ok allar álögur hér þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. Ok munum vér eigi þat ófrelsi gera einum oss til handa, heldr bæði oss ok sonum várum ök þeira sonum ok allri ætt várri, þeiri er þetta land byggvir; ok mun ánauð sú al- drigi ganga eða hverfa nf þessu landi. En þótt kon- ungr sjá sé góðr maðr sein ek trúí vel at sé, þá mun þat fara héðan frá sem hingat til, þá er kon- ungaskifti verðr, at þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan land þetta bygðisk, þá mun sá til vera, at Ijá konungi einskis fangstaðar á, hvárki um landa eign hér né um þat, at gjalda héð- an ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi met- ask. En hitt kalla ek vel fallit, at menn sendi kon- ungi vingjafar, þeir er þat vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl, eða aðra þá hluti, er sendilegir eru. Er því þá vel varit, ef vinátta kemr í mót. En um Grímsey er þat að ræða, ef þaðan er engi hlutr fluttr, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns, ok ef þar er útlendr herr, ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörgum kotbóndun- um munu þykkja verða þröngt fyrir dururn14.1) Þessa ræðu ætti hver Islendingur að kunna, því að hér er vöttur þess, að einn maðr að minnsta kosti sá rétt, hver var lífsnauðsyn þessa lands. Að því sinni létu menn og að viturle?um orðum hans. Sést síðan eng- inn vottur um samheldni né hitt, að landsmenn fyndi til þess, að þeir væri þjóð. Og tveim öldum síðar en þetta var þutu hér upp föðurlandssvikarar eins og gorkúlur á haugi. Kepptust þeir um hver mest gæti 1 Heimskringla, úlg. Eggerts Ó. Briem, Rvík 1893, bls, 226-7.

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.