Birkibeinar - 01.05.1913, Page 8

Birkibeinar - 01.05.1913, Page 8
40 BIRKIBEINAR Honum varð illfœrt að hækka húsið síðar, af því að undirstöðurnar þoldu eigi. Svo mun og fara um framfarir vorar, að þær aukast seint og lítið, ef vér færum eigi í lag undirstöðuatriðin sem fyrst. Fyrir oss liggur það starf að gera íslendinga frjálsa þjóð, starfsama þjóð og úrræðagóða, auðuga þjóð, metnaðargjarna þjóð og menningarfrömuð. Verðum vér að vinna að því öllu jafnframt, enda styður hvað annað. Til þess að þjóðin verði frjáls þarf hún að standa á eigin merg í öllu og má ekkert undir öðr- um eiga. Ekki sízt í þeim hlutum, er lúta að lífs- nauðsynjum vorum. Það er eigi einhlítt að auka arðsemi Iands og búsmala eða fiskveiðar, heldur er hitt öllu mikilsverðara, að gæta vel fengins fjár; að láta eigi erlenda menn gera gull úr svitadropum vor- um, en hafa sjálfir Iítinn hag. Þetta hefir verið svo frá landnámstíð og fram á vora daga. Því að verzl- unin hefir ætíð verið að mestu Ieyti í höndum er- lendra manna sem von var, úr því forfeður vorir gættu eigi skipastóls sins. Hefi eg rakið það mál ídlítarlega í Birkibeinum III ári, bls. 9—29. Innlendur skipastóll er undirstaða undir allri verzlun vorri og hvers annars eylands sem er. Vér verðum því að eignast hann. Margir munu segja að vér böfum eigi efni á því, eu hitt er sannara að vér höfum eigi efni á að vera án hans. Fyrsta tilraun er nú hafin. En margir telja fyrirkomulag ófullkomið og vilja 'eigi taka þátt í því. Það er þó öfugt. Þeir eiga að taka mestan þátt í því, sem vilja hafa aðra tilhögun. Þá hafa þeir at- kvæðamagn til þess að koma breytingum sínurn að. Fyrirtækið er og vitað gróðafyrirtæki, ef þeir menn eiga það og flytja með skipunum, sem farmi ráða. En það eru kaupmenn og kaupfélög, útgerðarmenn ýmsir og iðnaðarmenn osfrv. Þessar stofnanir og menn eiga allir að taka þátt í fyrirtækinu. En skor- ist nokkrir undan, þá á landslýður að vega þá með vopni samtakanna, og sýna þeim að þeim sé eigi trúað fyrir að vera milligöngumenn meðal íslendinga og annara þjóða, þ. e. að vera kaupmenn. Ungir áhugamenn ætti að rita nöfn þeirra manna á svarta töflu, og kenna það alþjóð manna, hverjir eru enn hér á landi, sem meta meir erlenda mang- ara en ættjórð sína og hennar hag. Vænta má að þeir verði engir. En verði þess- um mönnum, sem fyr nefndi eg, féfátt til skipakaup- anna, þá veit eg að alþýða manna muni fara að dæmi Rómverja, þá er þeir reistu heilan herflota fyr- ir samskot og helga dóma, er þeir seldu úr hofum sín- um. Enda væri ekki þakkarvert, er um vitað gróða- fyrirtæki væri að ræða. Víst munu líða 2—3 ár þangað til skipin væri gerð og fyrirtækið nægilega undirbúið. En nú þeg- ar mætti byrja með farmskipum að sigla milli Reykja- vikur og Liverpool. Því að þar á endastöðin að vera og önnur i Hamborg. Hvað á að flytja frá Liverpool? munu menn spyrja. Flutningsgjöld mundu sparast að fullum helm- ingi, ef þangað væri siglt, frá því, sem nú er. Mundi þá ekki borga sig fyrir oss að kaupmenn flytti þang- að viðskifti sín? Með tilstyrk landsbankans ætti það að vera fljótgert. Gætið þess og, ungir menn, hvort menn leggj- ast svo sjálfsagðan hlut undir höfuð, og látið þá eng- an frið hafa, fyrr en framkvæmd er á orðin. Því að skipastólinn þurfum vér að eiga til þess að verzl- un vor fari eðlilegar leiðir og verði hagstæð, en ekki til þess að sigla í kjölfar hins sameinaða austur und- ir Rússland. Samgöngur eru undirstaðan undir verzluninni, verzlunin ein af höfuðlindum þjóðmegunarinnar. Með því kemur síðan hitt sjálfkrafa. Þessu megum vér vel snúa til leiðar með samvinnu. Mundu þá og brátt á eftir fara járnbrautir og önnur slík fyrirtæki sem nauðsynleg eru til þjóðþrifa. Ef vér vinnum að þessum hlutum með sama hætti sem Rómverjar á blómaöld sinná, þá mundi mega bæta við samanburðinn þessu: Rómverjar voru á efsta tindi frægðarinnar eftir púnversku stríðin. En lillu síðar hófst þeirra Sturl- ungaöld og eftir rúmar fimm aldir var heimsveldið limað sundur og Rómverjar bafa síðan legið niðri, þangað til á öldinni sem leið, er Ítalía rann aftur í eina heild. En þegar Islendingar voru komnir al- veg í skarnið tóku þeir smámsaman upp þegndygðir Rómverja hinna fornu og urðu öndvegisþjóð. En sé oss það í hug að verða öndvegisþjóð, þá er tvennt, sem vér verðum að varast mest af öllu. Hið fyrra er að eigi fari fyrir oss sem fór fyrir Pétri Gaut (Per Gynt). Þá er hann kom heim ellimóður og gekk um fornar æskustöðvar sínar, þá urðu hnoðu fyrir fótum hans. En er hann vildi reka þau brott og sparn fæti við þeim, þa svara hnoðun:1) Hugrenningar, þitt hugskot deyddi oss. i Tekið úr þýðing Einars Benediktssonar á Per Gynt Ibsens.

x

Birkibeinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.