Birkibeinar - 01.05.1913, Síða 9
BIRKIBEINAR
41
Vesalingar,
þinn andi eyddi oss. ....
Vér áttum að hef]ast
sem hrópandi boðun ....
Yisin laufblöð fjúka umhverfis hann og segja:
Vér erum miðið,
sem átti að stefna að,
rnáð og liðið.
Þér láðist að efna það.............
Og enn heyrir hann þyt í loftinu:
Vér erum söngvar,
þú söngst oss ekki.
Þúsund þröngvar
oss hnepptu í hlekki.
Við hjartað geymdumst
vér undir oki
og altaf gleymdumst..............
En þessu næst mætir hann svo hnappasteyparanum,
erjjvill fá hann í deigluna og steypa hann upp, þar
sem hann hefði verið ónýtisþungi á jörðunni og hvorki
góður né illur.
Hið síðara, sem oss ber að forðast, er að líkjast
óhappamönnum þeim, er hér voru á Sturlungaöldinni,
þeim mönnum, er felldu margra alda svartnætti yfir
landið og hug þjóðarinnar og svo illa ánauð, að nærri
stappaði þjóðardauða. Sjálfsvítin eru verst; og eigi
kann eg að hugsa mér verra verk en grafa tálgrafir
framtíðarvonum sinnar eigin þjóðar, en verða þess
valdur að ágæt þjóð verði ánauðug undirlægja, að
frjálsir menn verði þrælar. Verra verk er eigi til,
«n að myrða óborna ágætismenn í níunda og tíunda
!ið. Slíkum óhappamönnum lýsir Árni Garborg í
„helheimi“ bls. 46—48:
Það er ekki bruni
né ölduband,
heldur flöktir þar
logi um land,
Logar þar svífa
um Heljar heim
í rjúkandi dansi
og rauðum sveim.
Bláleitt það blaktir
með bleikri glóð,
sem brennisteinn litt
og sem lifrað blóð;
grænt sem eir
og sem graftrar spýja,
stálhvítt sem leiftur
logaskýja;
það skelfur og bifar
með brennandi eldum
sem bylgjandi haf
af hrævareldum,
sem náljós svífa
og sveima þar
sífeldar lita
breytingar. —
Sem steini lostin
þar stendur um kveld
telpan og horfir
í helvítiseld.
Augum trúa
þó vart hún vogar;
á sálum þessir
lifa logar.
Telpan: Þýddu mér þenna loga,
sem þar yfir landið fer.
Systirin: Illir og bitrir beiskjuhugir
birtast í logum hér.
Það er hinn illi heiftar hugur
og harmurinn, sem hann veldur.
Brennur hann innst í bundinni sál
og brennir sem logandi eldur.
Hatrið er eins og gröftur grænt,
gengur af fúllegur reykur;
brennisteinsgulur af öfund argri
eldur við myrkrið leikur.
Metorðabruninn bleikur
er bitrasti helvítis eldur;
ágirnd með ísbláum loga
til eilífðar suðunni heldur.
Girnd og ginnandi losti
glóir sem lifrautt blóð;
en samvizkubitið er blátt sem hel,
er burtu fló stundin góð.
Telpan: En allann þennan óþverra loga
þó eilífðin vænti eg kæfi?
Systirin: Augnablikið í báli þessu
það stendur um aldur og ævi.
Það segja sumir menn að til sé Iíf eftir þetta.
Og sé það satt, þá veit það trúa nn'n, að svo mun
rétt lýst þeirn mönnum, er leiddu eða leiða ánauð
yfir ættjörð sína.
Ef vér vörumst þetta tvent, sem talið var hér
að framan, þá mun sá einn til að halda þá braut,
sem liggur til öndvegis þjóðanna1).
Fyrirlestur fyrir alþýðufrœðslu stúderita.