Birkibeinar - 01.05.1913, Síða 13

Birkibeinar - 01.05.1913, Síða 13
BIRKIBEINAR 45 iu einkisverð. — Þegar litið er á tugamálskerfið sjá menn fljótt, að það skiftist í jafnar deildir eða stig, sem tífaldast við hvert stig eða deild, alt frá minstu vigt eða mæli til hinnar mestu. Þessar deildir eða stig dettur mér í hug að merkja með bókstöfunum a, b, c, d, e, f, g, og kenna svo við stiku lengdarmálið, þyngdina við vog, lagarmálið við mæli. En til þess að menn geti borið saman tugamáls- nöfn þau, sem eg bendi yður á, við hin útlendu og íslenzku, sem eg hefi séð, og hér að framan er minst á, set eg þau hér. Hér byrjar lengdarmálið á minsta nafni: Millimeter, rönd smástika þúsundstika a-stika Centimeter, skor lágstika hundstika b-stika Decimeter, læfd tístika tugstika c-stika Meter, stika stika stika d-stika Dekameter spölur tugstika stikutugur e-stika Hektometer skeið hástika stikuhundrað f-stika Kilometer röst stórstika stikuþúsund g-stika Hér byrjar líka lagarmálið á minsta nafni: Millilítri seitill smámælir þúsundmælir a-mælir Centilítri spónn lágmælir hundmælir b-mælir Decilítri bikar tímælir tugmælir c-mælir Lítri mælir mælir mælir d-mælir Dekalitri skjóla tugmælir mælatugur e-mælir Hektolítri ker hámælir mælahundrað f-mælir Kilolítri áma stórmælir mælaþúsund g-mælir Þyngdin bryjar líka á minsta nafni. Milligram ögn smámet þúsundmet a-vog Centigram þveiti lágmet hundmet b-vog Decigram smámet tímet tugmet c-vog Gram vog met met d-vog Dekagram örtog tugmet metatugur e-vog Hegtogram hnot hámet methundrað f-vog Kilogram lest stórmet metþúsund g-vog Þótt margt kunni verða með réttu og óréttu fund- ið að nöfnum þeim, er eg hefi hér sett á tugamálið, held eg samt að það verði auðveldasti og hentugasti máti fyrir ílesta að nerna, skilja og muna tugamáls- nöfnin. Þvi að a er fyrsta sæti í stafrofinu, minnir á einingar, b annað sæti, minnir á tuga, c þriðja sæti minnir á hundruð, d fjórða sæti, rninnir á þús- und, e fimta sæti, minnir á tíu þúsund, f sjötta sæti, minnir á hundrað þúsund, g sjöunda sæti, minnir á miljón. Með þessu móti verður myndað samloðandi kerfi á íslenzku máli, þó án*þess~að nota önnur orð sem hafa aðra þýðingu í máli voru, því að nöfn þau, er éghefihérað framan gefið tugamálinu, geta alls ekki átt við annað, þau eru aðeins framsett með þremur orðum: stika, mælir og vog, að viðbættum bókstöf- unum a, b, c, d, e, f, g. Með framanskráðum linum hefi eg, kæru land- ar, bent yður á skoðun mína í tjeðu efni, svo þér getið farið eftir því í framtið, ef yður þykir það þess vert. Hialti Jönsson frá Fjarðarhorni. Yíirmenn og undirgefnir. Þó að mér sé óljóst, hvert tjón íslenzkar bók- menntir bíða við það, að hr. A. J. Johnson bankarit- ari hættir opinberum ritstörfum, þá er það engu a& síður svívirðileg kúgum að banna honum að fást vifr opinber mál, svo sem sjá má af blöðunum að banka- stjórn landsbankans hefir gert. Mér er nær því óskiljanlegt, hvernig á þessari ráðstöfun getur staðið. Hvað kemur það bankanum við, þótt hr. Johnson notí frístundir sínar til þess að skrifa blaðagreinir ? — Eg geng að því vísu að hann skrifi eigigreinirnar í vinnutíma sínum í bankanum, enda hlýtur að vera meira að gera en svo, í jafnstórum banka, er leggur upp ekki minna en rúmar 520 krón- ur á einu ári. Eftir þessari reglu, sem bankastjórnin virðist hafa tekið upp, ætti hún (bankastjórnin) að vera á hælunum á starfsmönnunuin í matmálslima þeirra og öðrum frístundum til þess að hafa gát á að þeir töluðu þá eigi við aðra um opinber mál, eða verði tímanum öðruvísi en eftir geðþótta bankastjórn- arinnar. Hér er líka að ræða um alveg nýja reglu, sem aldrei hefir verið notuð í bankanum áður. Má því til sönnunar geta t. d. að hr. Halldór Jónsson banka- gjaldkeri hefir oftar en einu sinni boðið sig fram til þings sem alveg ákveðinn pólitískur ílokksniaður, og að hr. Pétur Zophoníasson stýrði jafnvel tveimur stjórnmálablöðum í þá tíð, er hann var starfsmaður bankans. Var þetta látið með öllu óátalið, sem og sjálfsagt var á meðan skyldustörf vóru ekki vanrækt. Og ekkert bar á þessu banni þegar hr. Johnson var að skrifa hrósið um bankastjórann i „Sunnanfaralí i vetur. Ef þessi ráðstöfun bankastjórnarinnar stafar af föðurlegri umhyggju fyrir velferð bankans, þannig að bankinn geti haft ógagn af því að menn bans fáist við opinber mál, þá ætti bankastjórnin sannarlegaað stinga hendinni í sinn eigin barm þar sem að ann-

x

Birkibeinar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.