Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 14

Birkibeinar - 01.05.1913, Blaðsíða 14
46 BIRKIBEINAR ar hver maður bankastjórnarinnar fæst mjög við op- inber mál og hafa ekki hykað við að koma fram sem ákveðnir flokksmenn í opinberum málum né að skrifa í blöðin. Ef bankanum stendur voði af því, að óbreyttir starfsmenn leyni því ekki, að þeir hafi sjálfstæða skoð- un á landsmálum, þá ætti honum ekki að vera betra að aðalmennirnir busli leynt og ljóst í pólitík. H. Næsta þing. Vonandi er að Alþingi gætijþess nú í ár, sem það gætti ekki í fyrra. Hvers gætti það ekki í fyrra munt þú spyrja, góðgjarn lesari? Skal hér talið hrafl af því. Til er mál, sem kallað er „sambandsmál“. Það settu menn þó heldur að nefna sjálfstœðismál, því að samband þarf eigi að vera samfara sjálfstæði; og sjálfstæðið verður vafalaust fullkomnast án sambands En sjálfstæði heimtum vér samkvæmt eðlisrétti, sögu- rétti og lagarétti vorum. Samband viljum vér því að- eins að þar sé sjálfstæði samfara. — Þessu máli vék nú svo við á síðasta þingi, að vér höfðum gengið svo Iangt til samkomulags við Dani 1909, sem fært var. En þeir höfðu svívirt Alþingi með því, að taka eigi málið til meðferðar. Þingið 1911 (þ. e. meirihl.) leit því svo á málið, að eigi gæti komið til greina að vér hreyfðum því, fyr en Danir kæmi og segði að þeir vildi ganga að boðum vorum 1909. Að öðrum kosti gerði þingið þjóðinni og sjálfu sér óvirðing og væri þá Iítil Jvon lotningar annarstaðar að, ef vér gættim ■eigi sóma vors sjálfir. Þingið i fyrra gœtti eigi þessa (þ. e. sambandsflokkurinn). Þessa bið eg og alla góða menn að minnast, að Alþingi er kosið til þess, að fjalla um þau mál, er konungur afhenti oss til meðferðar með stjórnar- skránni. En í því felst hitt, að það hefir eigi vald til þess að ráða neinu til lykta um samband vort við aðra þjóð, nema því að eins að kjósendur bafi feng- ið því sérstaka heimild til þess. Og vafalaust er það eitt fullkomlega rétt, að þar tii kjörinn þjóðfund- ur fáist við slík mál. Þó mátti til sanns vegar fær- ast, að þingið 1909 hefði fengið slíkt umboð með kosningunum 1908, sem fyr var nefnt. En þingið 1912 hafði alls einga heimild til að hreyfa við samn- ingum við aðra þjóð. Þessa gœtti það eigi (þ. e. meirihl, sambandsflokkurinn). Það var kosið til þess, að fjalla um stjórnar- skrármálið. En þess gœtti það eigi (þ. e. meirihl). Nú er vonandi að næsta þing gæti þess, að láta „sambandsmálinu“ óhreyft, og að vinna samvizku- samlega að stjórnarskránni. En eigi mun til saka, þótt þingmálafundir láti þingið vita það skýlaust, að þeir krefjist þessaafþví. Stjórnarskráin verður að losna við 1. Vitleysisákvæðið um ríkisráð Dana1). 2. Konungkjörna þingmenn. 3. Tvískipting þingsins. Þá er nauðsyn á að koma inn í stjórnarskrána jafnrétti allra fullveðja mannatil þingkosninga, kvenna jafnt sam karla. Og einna mest ástæða er til að þar standi skýrt ákvæði um, að til samþyktar á nýjum sáttmála um samband íslands við annað riki þurfi annaðhvort alþjóðaratkvœH, eða þjóðfund (sbr. hér að framan um valdsvið þingsins). Vísa ég að öðru leyti um þetta mál tii ræðu minnar á stúdentafundi í Khöfn 1912 (Birkibeinar II. ár, bls. 26—28). Þá er og sjálfsagt að ganga svo frá stjórnar- skránni, að afnema megi eftirlaunalögin með öllu. Er og sennilegt að því verði allir fylgjandi, því að sanngirni mælir með því, að aukin verði laun sumra embættismanna eða sett réttlátari ákvæði um hækk- andi laun, en varhugavert að hreyfa því máli fyr en eftirlaun eru afnumin. Næsta þing verður að stuðla að því með vitur- legum ráðum, að skipagöngur komi í vorar hendur. (Sjá þar um ritgerð mína í þessum árg. Bb. 9 - 29). Það verður og ef auðið er að hitta ráð til þess, að verðbréf vor seljist á erlendum markaði, einkum i Parísarborg og í Lundúnum. Má vænta þess, að bankastjórnin búi ]>að mál vel og viturlega undir þingið. Þá ætti þingið nú að manna sig upp og og setja með lögum á stofn allsherjar ábyrgðarfélag, innlent. Því að fátt er ver farið, en sá peningastraum- ur, sem rennur í allskonar ábyrgðir út úr félausu landi voru, og kemur aldrei aftur. Full ástæða mun og verða til þess að athuga farmtollinn, því að hann hefir reynst óhæfur í niörgu sem von var. Yfir höfuð þarf þing þetta að hafa vakandi auga á öllum þeim hlutum, er lúta að því, að fram gangi stefna vor, sem viljum hafa Island fyrir Islendinga. !) Birkibeinai, II. úr, 4. tbl., bls. 27 -28.

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.