Breiðablik - 01.05.1907, Síða 2

Breiðablik - 01.05.1907, Síða 2
182 BREIÐABLIK sanngirni,bæði vin og" óvin. Hann eig"nar sér aldrei annarra sig*ur né afreksverk. Hann níðist aldrei á neinum, leikur engan grátt, en hættir oft bæði lífi og limum til að rétta hlut lítilmagnans. Hann beitir aldrei lélegum ódrengskapar brögðum til að fella andstæðing sinn að velli. Svo er það á leikvelli, þar sem menn eru að kappleikum. Svo á það einnig að vera á hinum stærra leikvelli lífsins. Lífið alt er kapp- leikur. Öllum mannlegum við- skiftum er líkt háttað og knettin- um, sem kastað er frá einum til annars. Og á hverjum einasta leikvelli lífsins ætti að vera hrópað frá manni til manns: Fagran leik ! Engan ódrengskap í orði né at- höfn. Engin léleg brögð. Eng- in launvíg. Heldur drengileg barátta. Sanngirni við alla jafnt. Einlæg-ni við vin og óvin. Sanngirni. Af öllum dygðum er minna í fari voru mannanna en skyldi. Ætti þó allur leikur lífsins að vera æfing í þeim. En fátt er það,sem mönnunum yfirleitt geng- ur jafn-örðugt að verða leiknir í og því að vera sanngjarnir,— láta vin og óvin njóta sannmælis. Og þó er það aðalskilyrði þess, að leikurinn verði fagur. Að vera sanngjarn í dómum, sanngjarn í máli,sanngjarn íviðskiftum—sann- gjarn að öllum leikum lífsins er einn hinn fegursti vitnisburður,sem nokkur maður getur áunnið sér. Það er skilyrði þess,að menn skilji hver annan og breyti hverviðann- an sem bræður. En að láta alinmálið vera of-stutt eða lóðið of þungt eða þá vogar- skálina ávalt neðar, er kaupmanni sjálfum kemur betur — skelfing sýnir það lítinn göfugleik hugar- farsins,— skelfing dregur það úr manngildi hvers manns, er það temur sér. Enginn ersanngjarn nema sá,er þekkir og kannast víð þátilhneig- ing til hins gagnstæða, sem felst í eðli hans. Hver maður þarf að mæla hallann í eigin huga. Ná- kvæmar hallamælingar þurfa fram að fara, hvar sem veita skal flóði sannleikans yfir tún og engjar. Vér horfum yfir leikvöll þjóðlífs vors. Hann er lítill og ósléttur í samanburði við aðra. En hann er leikvöllur vor,-leikvöllur íslenzkra manna, þar sem það lítið, sem til er, af íslenzkri íþrótt, leikfimi og gáfum, kemur í ljós. Vér elsk- um þann leikvöll, og ef vér kynn- um að kasta knetti, vildum vér lang-helzt gjöra það þar. En oft er það hverjum góðum manni til hugarangurs,að leikurinn er ekki eins fagur og skyldi. Hér eru fimir menn og margur maður, sem vel kann að leggja ör á streng. En örum er oft skotið í þá átt, er sízt skyldi, og sá særður, sem bezt- ur var bróðir í leik. Frækinn maður oft látinn gjalda frækleika síns. Foringinn hafður að skot- spæni í stað þess, að honum

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.