Breiðablik - 01.05.1907, Síða 4
184
BREIÐABLÍK
Valdsmanna og embættis hug-
myndin hefir áður verið ríkjandi.
Lífsins helztu stöður hafa heillað
hugi ungra manna og gjöra það
sjálfsagt lengi enn. Auður, met-
orð og völd hafa hald feiknamikið
á hugum nútíðarkynslóðarinnar.
Alt glæsilegt ginnir og töfrar.
Utan um það snýst heimshyggjan
og lætur það verða fullkomnunar
hugsjónunum að bana.
Það er því óumræðilega gleði-
legt tákn, að nú er aftur farið að
halda þjónsmyndinni fram við
mentastofnanir heimsins. Sá er
bezt mentaður maður, er bezt læt-
ur sér takast að veita flóði sann-
leikans út yfir mannssálirnar. En
það flóð má ekki vera kalt jökul-
flóð, er færir grjót þekkingarinnar
út um PTundir mannlífsins. Það
O
verður að vera heitt kærleiksflóð,
er flytur með sér gróður og vöxt
og þroska og blótngan.
Skilyrðið fyrir þessu erlunderni
mannsins. Þegar vér virðum ein-
hvern mann fyrir.oss, er aðalatrið-
ið hvorki búningur né líkams-
skapnaður. Ekki er það heldur
staða hans og auðlegð. Ekki
þekking hans og gáfur. Ekki
nafnbætur og metorð. En það er
innri maðurinn, sálin, hugarfarið,
lundernið. Alt er undir því kom-
ið. Hann er góður eða lélegur
þjónn eftir því lunderni, sem í hon-
um býr.
Markmið skólanna er því að
skapa göfugt lunderni, göfugan
hugsunarhátt, göfuga lífsstefnu.
Það er í því fólgið að kenna mönn-
um að elska hið varanlega, það
sem aldrei verður frá manni tekið
og aldrei hverfur,-—að elska sann-
leikann, af því sannleikurinn gjör-
ir manninn frjálsan, — að auka
hitann í mannssálunum og kenna
þeim að skilja, aðjsá, sem mest á
af góðleik og kærleika í fari sínu,
stendur hæst í sönnu manngildi.
En helztu skólamönnum kemur
nú saman um, að þessu megi helzt
til leiðar koma með því að halda
þjónsmyndinni upp fyrir hugskots-
sjónum nemendanna. Hið eina,
sem eftirsóknarvert sé, er það að
verða þjónn,—að sækjast ekki eft-
ir hinu háa og glæsilega, völdum,
metorðum, auðlegð, lífsþægind-
um,heldur því að taka ásig þjóns-
gervið og ganga út í lífið,gyrtur
líndúk kærleikans, til að þerra
blóðrisa fætur,binda um sár þeirra,
er sitja við veginn og hella geisla-
flóði kærleikans inn í sálir mann-
anna.
Ó, að það mætti hepnast! Ó,
að þjónsmyndin gæti orðið öllum
kær. Glisið ginnir og dregur á
tálar. Mörgum verður kalt um
hjartað með þekkingunni. Hroki
og drambsemi fær að þroskast og
dafna. Blindum augum horfir
maðurinn þá á lífið. Dofnum
höndum fer hann þá um sárin.
Kærleikurinn er flúinn. Þá er
mentanin orðin að mylnusteini og
maðurinn að nátttrölli, öll hepni
lífsins að ófarsæld.
En blásnauður þjónn er hverj-