Breiðablik - 01.05.1907, Page 8

Breiðablik - 01.05.1907, Page 8
BREIÐABLIK 188 IAN MACLAREN LÁTINN. IPEGAR ritsnillingurinn og presturinn, Dr. John Watson, var hér og flutti fyrirlestur þann, er vér gátum um í síö- asta blaði, gjörði enginn sér í hugarlund, að hann ætti svo skamma stund ólifaða. En áður mánuður var liðinn, báru blöðin þá fregn, að hann væri látinn, suður í Bandaríkjum. Hann veiktist af háls- kirtlabólgu, sem síðar snerist upp í blóð- eitran, er á örstuttum tíma svifti hann lífi. Árið 1894 kom út samtímis á Englandi og í Bandaríkjum bók, sem hÖf. hefði líklega nefnt ,,Undir rósa-runni rauðum“ áíslenzku (BesidetheBonnieBrier-Bush). A titilblaði stóð nafnið: Ian Maclaren. Á svipstundu varð bókin fræg, svo fá dæmi eru til. Skozku lífi og lunderni var hér lýst með svo barnslegri einféldni, svo tilgerðarlausri viðkvæmni, og þó um leið með svo saklausri gletni, að mönn- um fanst Walter Scott risinn upp aftur. Bókin er lýsing afskektrar sveitar, Drum- ■tochty, sem liggur upp í Grampian-fjöll- um. Einn aðal-maður bókarinnar er læknirinn, Dr. MacLure, hranalegur, en góðhjartaður smábæjar-læknir. Kaflinn, sem þýddur er úr bókinni í þessu blaði, er um dauða læknisins. Miljónamæring- urinn Carnegie hefir nýlega sagt í opin- berri ræðu, að hann vilji ögra hverjum manni til að lesa þetta óviknandi. Lýs- ingin á lækninum erein hin hugðnæmasta lundernislýsing, sem fram hefir komið í bókmentunum. Hann er fullur þjósti og útúrsnúningum, þegar á hann er yrt, sérvitur og hlálegur og semur sig lítt að annarra háttum. En innifyrir er hann göt'ugmenskan og viðkvæmnin sjálf, sam- vizkusamur og ösérhlífinn. Líf hans alt er óslitin fórnfæring á altari köllunarinn- ar. Alt er í sölur lagt til að verða sjúkl- ingum og nágrönnum að liði. Þar sem hann liggur á dánarbeði, kveður vin sinn og lífið um leið, birtir kærleikshugsanir sínar til mannanna, bæði í fullri rænu og rænulaus, og að síðustu síoknar, kemst lýsing skáldsins á hæsta stig.— Þýðingin er eins nákvæm og vér höfum haft lag á. En auðvitað nær engin þýðing til fulls þeim einkennilega blæ, sem skozka mál- lýzkan hefir í för með sér. VESTUR-ÍSLENZKIR NÁMSMENN. M IKINN heiður gjöra vestur-íslenzkir námsmenn hér við skólana þjóð sinni. Ekkert vekur meiri eftirtekt við háskólaprófin ár hvert en það, hve vel íslendingarnir leysa próf sín af hendi. Að verðlaun og heiðurspeningar falli þeim í skaut er nú orðið svo alment,að farið er að telja það sjálfsagt löngu fyrir fram. Þetta árið útskrifuðust 4, þrír piltar og ein stúlka. Arni Stefánsson er fæddur 4. sep. 1884, sonur Stefáns Björnssonar og Kristínar Arna- dóttur, sem þá áttu heima á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Árið 1886 fluttust þau til Ameríku og var Arni þá að eins 2 ára gamall. í>au settust að í Nýja Islandi og dvöldu þar þangað til árið 1893; þá fluttust þau til Sel- kirk og hafa átt þar heima síðan. t>ar byrjaði Arni skólagöngu sína og hélt henni áfram þang- að til hann hafði lokið námi við barnaskólann. Arið 1901 byrjaði hann nám við Wesley-College og hefir gengið gegn um alla bekki á 6 árum. í neðsta bekk fekk hann þegar verðlaun fyrir góða frammistöðu við nám sitt. að upphæð $25.00. Næsta ár kom hann ekki í skóla fyrr en eftir jól og myndi þá flestum ofætlan að leysa próf af hendi að vori. Fyrsta árið í College-deildinni fekk hnnn 40 doll. verðlaun fyrir ágætis próf í ensku og heiðurspening Wesley-skólans úr silfri. Annað árið heiðurspening aftur. Og nú að síðustu silfurpening háskólans. Hann ætlar að leggja fyrir sig lögfræði.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.