Breiðablik - 01.05.1907, Page 11

Breiðablik - 01.05.1907, Page 11
BREIÐABLIK. inn vaíi er á því, að mannssálin hefir frá ómuna- tíð þráð að láta berast á vængjum háleitra hug- sjóna. Það mun varla ofmikið úr gert, þótt ætl- að sé, að ýms ákvæði í hinum fornu lögum vor- um sé knúð frain af undiröldu almenningsálitsins og eigi upphaflega rót sína að rekja til orða og áhrifa einstakra manna utan lögréttu. (bls. 50). * 5. Frásagnarlist fornsagna vorra. Vér sjáum fióðleiks og þekkingargnægðina í þeim aragrúa einstakra atriða, er þær hafa að geyma, snildina í meðferð efnisins, skarpskygn- ina í mannlýsingum, smekkvísina í hinum fagra og einkennilega búningi, — og vér finnum ósjálf- rátt til þess, þótt ærið langt sé á milli, að oss rennur blóðið til skyldunnar, að þessar söguhetj- ur, sem elska svo miklu betur en vér, sem hata svo miklu ríkar, sem harma svo miklu sárar og dýpra, sem eru yfir höfuð að tala svo miklu sterk- ari og þróttmeiri og glæsilegri en vér, eru samt sem áður hold af voru holdi og blóð af voru blóði. Og einmitt þess vegna eru fornsögurnar og forn- kvæðin áhrifa- og þýðingarmeiri fyrir oss Is- lendinga en nokkura aðra þjóð í heiminum. Þess vegna teljum vér það hiklaust dýrasta tjársjóðinn í eigu vorri. (bls. 199—200). * 6. Ræktarsemi. Þá rækja menn bezt minning hinna látmi, er þeir taka sér þá til fyrirmyndar í öllu fögru og Iicija merki þeirra hátt á framsóknarbrautinni. Minning- feðranna er framhvöt niðjanna. (432). Jón Jónsson, sagnfr. ÚR HEIMI FAGURRA LISTA. 2. Frægir myndasmiðir. Auguste Rodm, frakkneski myndasmiö- urinn, sem minst var í síöasta blaði,þykir einkenna hug'arstefnu þessara tíma í list sinni betur en nokkur annar. Hann hefir orðið þeim örlögum að sæta, sem ein- kenna flesta mikilhæfustu atkvæðamenn, að honum hefir verið kveðið napurt níð af sumunr, en hafinn til skýj'anna af öðrum. En nú er hann kominn á tindinn háa upp úr gilinu og grjóthríðinni og hræfugla- sönginum, enda er hann nú gamall mað- ur. Ut af list hans hafa menn rifist stór- 191 kostlega, en nú er ekki til sú meiri hátt- ar borg í mentuðum heimi, sem ekki myndi falla honum og list hans til fóta, þótt áður hafi hann verið hafður þar að athlægi og skotspæni. Einhverjar helztu myndir eftir hann eru: Hugsi (Le pen- seur), Ga/azí-borg’ararnir, Bronsaldurinu, og Kossinn. Að lýsa lífinu satt og rétt í list sinni hefir verið hinn mikli nietnaður þessa manns, hvað sem um hann hefir verið dæmt. Einari Jónssyni frá Galtafelli, mynda- smiðnum ísl. er þannig lýst í fyrirlestri, er Bjarni Jónsson frá Vogi hefir um hann flutt og birzt hefir í Ingólji. ,,Hann er fæddur n.marz 1874 og var sásveinn góð þjóðhátíðargjöf oss til handa. Faðir hans var góður bóndi og bjó á Galtafelli í Hrepp- um. Einar hneigðist til myndlistar, þegar á ungum aldri og var það hans kærasti leikur að draga og skera myndir. En er hann hafði aldur til, vildi faðir hans láta hann læra til prests og kom honum til Valdimars prests á Stóranúpi. En hug- ur Einars stóð allur til listarinnar og vildi hann með engu móti fara skólaveginn. Fekk hann vilja sinn fyrir fortölur Valdi- mars og réðst skömmu síðar til utanferð- ar. Nam hann fyrst tréskurð og var þá veittur bústaður í hæli einu dönsku, sem nefnist Lœrlingehjemmet. Gazt öllum vel að Einari og var eigi laust við að félagar hans, danskir, öfunduðu hann. En eigi þorðu þeir að bekkjast til við hann, því niaðurinn er rammur að afli. Og er þeir veittust að Skúla frá Akureyri,félagahans, þá rétti Einar jafnan hlut hans. Þá er hann hafði verið rúmt missiri á þessum stað,fór hann til Stefáns Sindings,mynda- smiðs, er þá var frægur orðinn og nam þar myndhöggvaralist. Átti hann að leggja sjálfum sér til hverfistall. Svo nefni eg borð eða stall, sem myndasmiðir láta smíð sína standa á, meðan þeir móta hana úr leir, og má snúa stallanum sem bezt hentar. Hverfistallar þessir eru

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.