Breiðablik - 01.05.1907, Page 12
192
BREIÐABLIK.
dýrir og haföi Einar ekki efni til að kaupa,
en þá var hjá Sinding stúlka ein, seni átti
efnaðan föður. Einar skar út hverfistall-
inn fyrirhanaogleirklöppur hennar,en fað-
ir stúlkunnar gaf honum hverfistall fyrir.
Einar lærði hjá Sinding um þrigfgja ára
bil, en síðan hjá þeim Stein og Bissing.
Hjá Sinding gerði hann fyrstu mynd sína,
sem er drengur á bæn. Hann var þá fé-
laus sem fyrr, en Björn Kristjánsson gaf
honum þá marmarann í drenginn. Sú
mynd er nú í Alþingishúsinu. En er hann
var farinn frá Sinding og hafði fengið sér
myndasmiðju, gerði hann refsidóminn og
skirnarskkl einkennilega. Fóru menn nú
að veita honum eftirtekt og hefir álit
manna á honum farið vaxandi síðan ....
Hann hefir þegar gjört mörg mikilsverð
verk og er sýnt um að hitta rétt örlaga-
stundina. Nægir að benda á Utilegu
manninn því til sönnunar og mann og
konu og refsidóminn. Hann er hinn snjall-
asti á líkingar (symbol) og er hinn væn-
legasti til góðs framhalds, því að hann er
liú á sínum bezta þroskaldri.“
tr^
r
A Hofmannaflöt.
23
Jón Jonsson. Gullöld íslendinga. Menningf og lífs-
hættir feðra vorra á sög-uoldunni. Alþýðufyrirlestrar
með myndum. Rvík. 1906. Sig. Kr. 458 bls.
Fátt ætti þjóð vorri kærara að vera en að fá
skilning- sem fullkomnastan á fornöld sinni og
fornaldarbókmentum. Sögurnar hefir íslenzk al-
þýða lesið og lagt við rækt allmikla, enda eru
þær ávalt bezta undirstaðan. Samt sem áður
verður skilningurinn allur í molum, þegar engin
leiðbeining er annars vegar. Fornöldin verður
mörgum eins konar völundarhús, þar sem ráfað
er fram og aftur og margt fagurt og hugðnænt
ber fyrir augu, en þar sem göngin eru í bugðum
svo miklum og krókum að'vandi er að rata. Pá
vantar Ariaðne-þráðinn til að halda áttum og
verða eigi ramviltur,en ganga út og inn og þekkja
hvern afkima eins og heimamaður. Slíkan
leiðarvísi hefir oss vantað, þar sem mynd vorrar
glæsilegu fornaldar er brugðið upp í heild, hvert
smáatriði tínt til, sett á sinn stað, svo dreit'ðir
smádrættir renni saman í eitt og vér höfum and-
litsmynd tornaldarinnar fyrir oss eins og á einu
spjaldi.
t>etta þarfaverk hefir nú sagnfræðingurinn
Jón Jónsson unnið með bók þessari og er óhætt
að segja, að honum hefir mæta-vel tekist. Nið-
urskipan efnisins er ljós, þekkingin ágæt, bún-
ingurinn snjall, skemtilegur og laðandi og ber
vott um andríki og gáfur. Höfum vér sett smá-
tilvitnanir úr bókinni á annan stað í blaðið sem
sýnishorn og mætti þó velja margar fleiri, sem
hver út af fyrir sig er ágæt hugleiðing og vel til
þess fallin að vekja ótal fleiri hjá þeim, er les.
En bezt er að lesa bókina sjálfa og er það hverj-
um manni ómissandi, er fylgjast vill með í bók-
mentum vorum, enda til mestu ánægju og' nautn-
ar. Einstöku smáatriði hefði höf. mátt fara
ofurlítið frekar út í,svo myndin hetði orðið nokk-
uru ljósari. A bls. 47 segír hann: ,,Lögsögu-
maðurinn hafði að launum fyrir starfa sinn 2
hundr. álna vaðmáls (stór) hvert sumar af lög-
réttu fjám og sektir hálfar, er dæmdar voru á al-
þingi.“ Pá er lesenda gjarnt til að spyrja:
Hversu mikil laun voru það, metið til vorra pen-
inga ? Hið sama er að ségja um vígs bætur og
manngjöld öll. Mvndin af viðskiftalífi forfeðra
vorra hetði orðið ólíkt gleggri, ef gildi gjaldanna
hetði verið metið til vorra peninga. Um búskap-
inn í fornöld segir höf, að sögufróðum manni á
Islandi hafi talist svo til,að kýr hafi verið á sögu-
öldinni 5 til 6 sinnum fleiri en nú fyrir 20 árum,
og geldneyti nálægt 60 sinnum fleiri. Mörg eru
þau orð og orðatiltæki, er skýra hefði mátt í
slíkri bók, en gengið er fram hjá. Viljum vér t.d.
benda á orðin brúðkaup og brullaup, sem fyrir
koma nokkuð jöfnum höndum, en benda á sitt
hvað. Mjög saknar maður þess, að registur eða
atriða skrá er engin aftan við, sem aukið hefði
notagildi bókarinnar að miklum mun og eigi
þurft að gjöra hana tilfinnanlega dýrari. En eins
og bókin er,er hún hin mesta gersemi og aufúsu
gestur öllum þeim, sem íslenzkum fræðum unna
og kunnum vér höf. mikla þökk fyrir.