Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK elsmenn og þar áSur Hebrear. Þessi þrjú nöfn tákna þrjú tímabil í söguþeirra og hvert um sig mikla framför í guðs- þekking og trú frá hinu fyrra. Trúar- brögS forn-Hebrea áttu rætur í sameig- inlegum átrúnaSi sem verskra þjóSflokka. Þau áttu aftur upptök sín í trúarbrögðum forn-Babyloníumanna eSa uxu aS minsta kosti upp samhliSa þeim og urSu þaSan fyrir margvíslegum áhrifum. Trúarhug. myndir vorar eiga rætur jafn-djúpar elztu drögum mannkynssögunnar. Jesús gjörSi ekki tilkall til aS boða ný trúarbrögS. Hann sagSist kominn, eigi til aS nema úr gildi, heldur til aS fullkomna lögmáliB og spámennina. Biblía kristinna manna segir langa og óumræöilega dýrlega framþróunarsögu trúarbragSanna. Þeg- ar vér gröfum eftir elztu skjölum og skil- ríkjum mannkynssögunnar, verSur sú framþróunarleiS enn lengri og dásam- legri. I. Einn merkilegasti fornaldar-fundur, sem gjörBur hefir veriS, kom fyrir austur í Persíu, er veriS var aS grafa í sundur borgarhæSina í Susa í des. 1901 og janúar 1902. Frakkneskur fræSimaður, De Morgan aS nafni, fann þar dökk- leitan stein, nærri átta feta háan, en brotinn í þrent og mátti þ<5 skeyta saman. Efst á steini þessum er mynd af sóiguS- inum, Samas, sitjanda í veglegu há- sæti s). Fyrir framan hann stendur Hammurabi.konungur Babýlóníumanna sá 6. í elztu konungaættinni, sem menn þekkja. Dúk er sveipaS um höfuSguSs- ins og hann er í víSum klæSum. Að baki hans eru geislar. í hægri hendi heldur hann veldissprota og hjóli eSa hring. Konungurinn stendur frammi fyrir guSinum, fullur lotningar og hlýðni. 5) Stanley A. Cook. The Laws of lloses and the Code of Hammurabi. LotidonT903, bls. 4—5. 117 Hann er klæddur langri skikkju, sem gyrS er aS honum um mitti og fellur niS- ur um fætur honum í víSum fellingum. Hann er að taka viB lögum úr hendi sól- guSsins. Myndin er aS eins skrautleg fyrirsögn fyrir miklum lagabálki, ssm klappaSur er í steininn þar fyrir neSan. Það er mikiS lesmál, í eigi færri en 44 dálkum, sem sumir eru þó máSir, og sýnist gjört með vilja, líklega af sigur- vegurum, er tekiS hafa borgina herskildi, löngu síSar en steinn þessi var settur upp. Um Hammúrabi, konung Babý- lóníumanna, vita menn, aS hann var uppi þúsund árum á undan Móse. Brot af þessum lögum Hammúrabi hefir fundist í safni Assúrbanípals, sem uppi var 668 f. Kr. Samhljóða niSurlag hefir fundist á öSrum staS í Súsa. Telja fræðimenn sjálfsagt, aS sams konar steinar hafisett- ir veriS upp á almannafæri í ýmsum borg- um, til þess sem flestum gæfist færi á aS kynna sérlögin. Margir álíta(t.d.Schrad- e r o. m. fl.), aS Hammúrabí sé sami konungur og sá, er nefndur er Amrafel, konungur í Sínear (Babyloníu)í 1. Móse- bók (14). Yngri sagnritarar — P o e b e 1, Ranke og Edward Meyer — telja nú ríkisár Hammúrabi frá 1958 til 1916 fyrir Krist burS (áSur o: 2200 f. Kr.) 6). Hafi ríki hans ef til vill náð alla leiS vest- ur að MiSjarSarhafi 7). Þetta er lang-elzta löggjöfin,sem menn- ingarsaga mannanna hefir frá aS segja, aS minsta kosti þúsund árum eldri en sú löggjöf GySinga, sem kend er viS Móse og vér erum vanir aS skoða upphaf og uppsprettu allrar löggjafar í heiminum. ÞaS eru borgaraleg lög, sem gjöra ráS fyrir margbrotinni og gamalli menningu. Hér eru lög um húsagjörð, læknishjálp, dýralækningar, húsaleigu, akuryrkju og 6) Religion in Geschichte und Gegenwart. Tuebingen 1910, II., 1831. 7) S. R. Driver. The Book of Genesis. London. 5. útg. 1906, bls. 156.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.