Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 123 sjálfsagt á nœstu nesjum. Þar er og um mjög" markverða nýjung- að ræða í vorum kirkjulegu bókmentum. En nú í nokk- ura mánuði hefi eg verið að lesa fyrsta bindið af hinni nýju kirkjusögu síra Jóns Helgasonar, jafnótt og út hefir komið, mér til stór-mikillar ánægju. Nú er bók- in öll komin út og tími til að segja eitt- hvað um hana. Til var áður Saga fornkirkjunnar, sem náði yfir tímabilið 30—692 e. Kr. eftir síra Helga Hálfdánarson, lektor, og for- stöðumann prestaskólans. Þá kirkju- sögu tók hann að gefa út samkvæmt á- skoran alþingis. Komu tvö hefti út að honum lifanda, en þriðja heftið að hon- um látnum, ritað af síra Jóni, syni hans, sem þá var kominn að prestaskélanum. Þessi Saga fornkirkjunnar kom út á ár- unum 1883—1896. Hafði síra Helgi heitinn hugsað sér að rita sögu kirkjunn- ar frá því í fornöld og fram á vora daga og nefndi bók sína Almenna kirkjusögu. En vanheilsan lagðist þá yfir hann og með henni þurru starfskraftarnir, svo hann kom aldrei út nema tveim heftum fyrsta bindis. En sonur hans sýndi þá ræktarsemi, að láta það vera eitt allra- fyrsta ætlunarverk sitt við prestaskólann að rita niðurlagið og halda öllu í sama horfi og höfundurinn hafði byrjað. Það var mikill ávinningur íslenzkri al- þýðu að fá þessa fornsögu kirkjunnar á sínu máli. Hún er, eins og alt eftir síra Helga, skýr og skipuleg, ljós og greini- 'elí> c'g' framsetning öll með þeim rithöf- unds ummerkjum, er alt annað einkendu, er eftir hann liggur. Málið ágætt, ís- lenzkulegt og kjarnyrt, og eitthvað af sögustílsþunganum í setningunum, — hreint og fágað,hvergi blettur né hrukka. Fáir samtímismenn síra Helga kunnu betur að fara með tungu vora en hann. Að því er til skilningsins á kirkjusög- unni kemur, fylgdi hann því sem þá var títt eins og gengur. Þeir sem ritað hafa sögu fornkirkjunnar fram að þessu hafa fylt hana frásögnum um trúmáladeilur, mjög svo Ieiðinlegum, sem litið hefir ver- ið á. að græða, einkum vegna þess, að sjálfsagt hefir það einlægt verið álitið, að segja frá öllu frá sjónarmiði hinnar rétt- trúuðu kirkju, láta villukenningar trú- villumanna verða sem hættulegastar, en sigur rétt-trúnaðarins sem glæsilegastan. Öðrum þræði hefir saga fornkirkjunnar verið saga forfeðranna, æfisögur þeirra oft sagðar mjög ítarlega, en mikið af því lítið eða alls ekki ábyggilegar sagnir og munnmæli,sem ekkert sannsögulegt gildi hafa. En á vorum tímum má segja um svo margt, sem álitið hefir verið sjálfsagt og óhagganlegt, eins og postulinn: ,,Hið gamla varð að engu,sjá,það er orðið nýtt“ Öll mannleg fræði hafa endurfæðst og birtast nú í búningi svo ólíkum hinum eldri, að gamlir menn þykjast eigi bera kensl á og eigi skilja, fremur en þegar farið var að syngja sálma í kirkjum með

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.