Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK I 2 I gömlu mörgum öldum áöur en ísrael var til. En eingyöisstimpillinn var náðar- gjöf þeirra og vegna hans urðu þau að eins konar séreign Gyðinga. Og með skýringunni dýrlegu, sem Jesús Kristur gaf þeim í fjallræðunni, eru þau hafin upp í æðsta veldi siðferðishugsjónanna. IV. Með h e 1 g i s i ð i ísraelsmanna er líkt farið og Iöggjöf þeirra. Sé hún að miklu levti sameign semverskra þjóða, á það sér eigi síður stað með helgisiðina. Frá aldaöðli hefir umskurnin verið álitin sér- kenni ísraelsmanna, guðlegt tákn, er einkenni þá sem eignarlýð drottins frá öllum öðrum. Umskurnin var sáttmáls- táknið, fyrirskipað af heilögum guði, lýðnum til staðfestingar á þeim sáttmála Ja'nve, að hann skyldi vera guð ísraels, og ísrael guðs útvalin þjóð, eftir kenn- ingu fræðimanna og presta. Fullkomnari þekking á helgisiðum annarra þjóða sýnir, svo eigi er unt á móti að mæla, að umskurn tíðkaðist til forna og tíðkast þann dag í dag með mörgum þjóðum. Með forn-Egiptum var umskurn æfa gamall siður, sem forn- menjar þeirra sýna, að tíðkast hafi þegar á tímum 4. konungsættar (2998-—2727)h Enda segir Heródótus þegar fyrir löngu, að þaðan hafl þessi siður breiðst út til Blálands (Eþíópíu), Fönikíumanna og Gyðinga. Jafnvel spámaðurinn Jeremía segir(926), að hún eigi sér stað með Edó- mítum, Ammónítum, Móábítum og ýms- um arabiskum kynflokkum. Filistear voru óumskornir og vegna þess í mikilli fyrirlitningu með ísraelsmönnum. Má af því marka, að flestir nágrannar þeirra aðrir hafl tíðkað umskurn. Jafnvel í Kóran Múhameðs er talað um hana sem fasta siðvenju. Babyloníumenn og As- sýringar virðast hafa verið þeir einu með 14) Ebers: Aeg'ypten und die Buecher Moses I. 278—284. semverskum þjóðum, sem ekki höfðu þenna sið. Því hefir verið haldið fram, að umskurn hafi breiðst út um Austur- álfu og norðanverða Suðurálfu frá Egipta- landi. En hennar verður svo víða vart, að sú siðvenja virðist hafa verið sjálfkrafa tekin upp á mörgum fjarlægum stöðum á jarðarhnettinum af fjölmörgum og fjar- skyldum þjóðflokkum. Hún tíðkast með Mandingum, Galla og Falasjamönnum, Bekúönum og öðrum Suðurálfumönnum, — á Madagaskar, víða í Ástralíu, Nýju Hebrídum, Nýju-Kaledoníu, Fiji-eyjum og með innfæddum kynflokkum í Suður- Ameríku. Sums staðar er umskurn látin fara fram á aldursskeiðinu 7—10 ára, en víðast hvar síðar (13—14 ára) nær fullorðins aldri. Með þessarri helgiathöfn er ung- lingurinn tekinn upp í tölu fullorðinna manna, fær leyfi til að kvongast og eru veitt full trúarleg og borgaraleg réttindi kynflokksins. Menn ætla, að umskurn- in hafi upphaflega verið kynflokksmerk- ið, er sýna átti, að einstaklingurinn væri eigi fjandmaður, heldur vinur, og sé frá þeim tímum, að menn gengu naktir. Hafi það verið sams konar merki eins og hörundsflúrið á herðum, brjósti og út- limum, sem er svo alment með viltum kynflokkum. Svo ætla menn, að það hafi upphaflega verið einnig með ísraels- mönnum. Það er seinni breyting, að farið var að framkvæma umskurn í æsku þegar á 8 .degi. Um uppruna þessarar siðvenju með Gyðingum eru tvær frásög- ur í Mósebókum. Bendir önnur þeirra (2M424n) á, að Gyðingar hafi tekið sið- inn upp eftir Midíanítum. Þar er frá því sagt, að Jahve réðst að Móse í gistingar- stað, einum og vildi deyða hann. Þá fann Zippóra, kona hans, dóttir Jetró Midíaníta-prests, það ráð, að hún tók hvassan stein og afsneið yfirhúð sonar síns og lagði fyrir fætur honum ogsagði: ,,Þú ert sannarlega minn blóðbrúðgumi“. Þá slepti Jahve Móse. Hann kannaðist

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.