Breiðablik - 01.01.1913, Blaðsíða 12
BREIÐABLIK
124
nýjum lögum, en grallaralögin gömlu
lögð niður. Þá fekk gamla fólkið alls
eigi skilið, að verið væri að fara með
gamla guðsorðið. Mannkynsagan sjálf er
orðin ný. Þeir sem ekki vilja trúa,ætti að
bera saman kenslubækur fyrri ára,svosem
25 ára gamlar, við þær sem nú eru ritaðar,
og notaðar við kenslu og til almenns
fróðleiks. Skilningur á mönnum og tíma-
bilum og atburðum nú allur annar en áður.
Ætlunarverk mannkynssögunnar álitið nú
alt annað en áður. Hún hefir lengst af
lítið annað verið en saga af konungum
landanna, berferðum þeirra og bardögum.
Nú er leitast við að lýsa daglegu lífi og
lifnaðarháttum þjóðanna og gera sér grein
þeirra hugsana, er frjósamar eða skað-
vænlegar hafa orðið þroska mannanna,
hvernig þær risu upp, hvaða Ólgu þær
komu af stað, hvernig einstöku mikil-
menni fórnuðu lífi sínu fyrir þær. Með
öðrum orðum: Mannkynssagan, eins og
hún er nú skilin, er í insta eðli saga sann-
leiksbaráttunnar í heiminum.
Kirkjusagan er ein hlið mannkynssög-
unnar. Hún hefir verið álitin heilög saga,
en almenn mannkynssaga veraldleg saga.
Sú tvískifting hefir verið eitt stór atriði
arfgengrar h'fskoðunar. Helgir dagar,
heilagar athafnir, heilagar stöður, heilög
saga. En hins vegar: Sýknir dagar (sbr.
sýnkt og heilagt,—þá má sækja menn að
lögum, sem óhæfa er á helgum), verald-
legar athafnir „verzlega r“stöður, og
— veraldar-saga. Öll þessi klofning er
óeðlileg og ósönn. Lífið er ein heiJd,heil
og samfeld. Það er alt heilagt ef nokkuð
af því er heilagt. Allir dagar jafn-heilag-
ir og öll ætlunarverk og allar stöður, ef
þær annars eiga nokkurn rétt á sér. Og
öll mannkynssagan þá um leið annað
hvort heilög saga, eða veraldleg, kirkju-
sagan eins, ef hún er skoðuð frá því sjón-
armiði. Þess vegna er það vafamál hvort
rita ætti sérstaka kirkjusögu, hvort ekki
ætti að skoða hana að eins sem einn þátt
mannkynssögunnar, er svo torvelt væri
að rekja innan úr, að réttast væri að láta
hana vera hulinn þráð, eins og rauða
þráðinn, sem sýnir að skipin heyra krún-
unni tii.
Síra [ón Helgason hefir annars fundið
betra nafn. Hatin nefnir bók sína: Al-
menna kristnisögu. Það er íslenzkt.
Svo nefndu feður vorir bókina, er rituð
var um kristnitöku á íslandi. Og kirkju-
sagan er þá saga þess, hvernig kristnin
kom inn í heiminn og hvert hefir verið
starf hennar öll þessi sumur. Og það
er eigi nafnið eitt, sem nýtt er. Efn-
ið og meðferð þess hefir líka orðið
nýtt í höndum höfundarins. Til þess
að reka sig úr skugga um þetta,
þurfa íslenzkir lesendur eigi annað en að
bera þessa nýju bók saman við kirkju-
sögu síra Helga. Hér er afarmiklu efni
þrýst saman á einar 20 arkir. Hér verð-
ur athugall lesandi var við nýjan og rétt-
ari skilning á baráttu kirkjunnar svo að
segja á hverri blaðsíðu. Einkum er hér
miklu meiri sanngirni sýnd svonefndum
trúvillumönnum og betur kannast við, að
þeir oft og tíðum höfðu svo undur-mikið
til síns máls. Hér er t. d. langur smá-
leturs kafli um nýplatónska spekinginn
P 1 ó t i n u s , sem naumast hefir verið
nefndur á nafn í eldri kenslubókum kirkju-
sögunnar. Er það vissulega mikilsvert,
því nú er hans getið og orð hans tilfærð
hvað eftir annað í blöðum og tímaritum.
Það er misskilningur, sem hver kirkju-
sagan fram af annarri hefir stutt og efit,
að kristindómurinn sé eitthvað gjörólíkt
öllu öðru, sem fram hefir komið í trúar-
sögu mannanna og haldið hafi sigurför
sína um heiminn eins og hetja,sem hvorki
lítur til hægri né vinstri og aldrei verður
fyrir neinum áhrifum af öðrum. Skiln-
ingur nútíðarmannsins verður meira og
meira þessi, að kristindóminn sé fremur
að skoða sem samruna hinna göfugustu
traarhugmynda mannkynsins. Ætlunar-
verk kirkjusögunnar verður þá í því fólg-
ið að sýna fram á, hvernig sá samruni