Frækorn - 15.02.1900, Qupperneq 2
26
FRÆKORN.
(Lúther krýpur á kné
og hefur upp hendurnar til himins.)
„Sjá, drottinn, hér í (luftið fell ég niður,
ó, drottinn, þjóun þinn kallar nú til þín.
Þó ofurvald og ógn ég berjist viður,
skal aldrei veikjast sanna trúin mín.
Hver fær þó skilið forlaganna vegi?
þú, faðir, alt er skapað hefir einn!
0, stattu hjá mér svo ég sigra megi,
þú ert i dag minn bezti leiðarsteinn!
Þú kaust mig til að kenna' hiðrétta og sanna,
þú kauBt mig til að berjast fyrir þig,
og ef ég renn, þótt reiði ógni manna,
lát reiði þína koma yfir mig!
Og ef mér vítis vélar móti standa
og vinna' hið góða sigur eigi má,
þá lát mig fyri’r þig glaður gefa’ upp anda,
því, guð, mitt líf er valdi þínu á.
Og lof og heiður hljómi um eilífð þér,
því, lierra, ríkið þitt og dýrðin er!“
(Hann rís á fœtur. — Þögn.)
„Ég styrkist, — hvort sem herrann nú mér
ætlar
hel eða sigur, við ég búinn er.
En rödd ég heyri’ í hjarta mínu segja:
„Ó, hræðstu’ei, berstuvel, þú sigra skalt!“
Já, hvað sem skerstí, óttast mun ég eigi,
ég örlögunum hugrór mæta skal,
því guð er örugt vígi á lífs míns vegi,
ég vil í nafni’ hans ganga’ í þennan sal.
Ég sendur er að lýsa lýðum öllum
með ljósi trúar allan heiminn kring;
hið nýja’ er satt, hið sanna’ ei aftur
köllum,
ei sannleikuri nn tekur mynd-
br ey ting.
Berst ég mín vegna’ ? — Ég berst í drott-
ins nafni
ég berst, til skammar fjendur verða sér.
Til striðs, til stríðs! éghrópa: amen, amen!
Alvaldi guð, ég leita styrks hjá þér!
Og sigurfána hins sanna lít ég skína
í sölum engla.------Fram á brautumína!“
Hann gengur í salinn.)
(ruðm. Guðmund88on þýddi.
„Í?ver8agnir og missögli
í ^eilogri rifningu.”
Nokkur orð á móH áráswn „ V. Ij. “
á biblíuna.
Formálsorð.
Hver maður, sem hefir lært að elska
„bók bókanna“ sem opinberun himnaföður-
ins til barna sinna, hver maður, sem hefir
lært að trúa henni og fylgja eins og leið-
arstjörnu í heimi andans, lilýtur að verða
hryggur, þegar menn með áhrifum beita
kröftum sínum á móti henni; hann hlýtur
að vilja gera það, sem liann getur, til þess
að hafa gagnstæð afhrif á móti slikum
mönnum, eða réttara, á móti tilraunum
þeirra, því oft ber það við, að mennirnir,
sem á þennan hátt verða mótstöðumenn
gagnvart því, sem vér erum sanufærðir um
að sé sannleiki, eru þó menn góðir og
velviljaðir, virðingarverðir fyrir margt hv&ð
eina í fari sínu.
Slíkt má segja um þann mann, sem er
orsök þess, að línur þessar birtast hér.
Að vísu er ötulleiki hans og lærdómur
mikill, staða hans sem kennari hinna verð-
andi presta i alla staði virðingarverð, og
værum vér — hvað þessu máli viðvíkur —
ekki sannfærðir um að standa á fjalli hin»
óumbreytanlega og sigrihrósandi sannleika,