Frækorn - 15.02.1900, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.02.1900, Blaðsíða 8
32 FRÆKO RN. ;6ifi og þeila. FKÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR. Kaþólskum hefir orðið mjög mikið ágengt í Bandaríkjunum. Meðlimatalan er nú 9,907,412. Þeir hafa einn kardinál, 12 erkibiskupa, 80 biskupa og 11,211 presta. A síðasta ári hefir páfakirkjan í Banda- ríkjunum bætt við prestatölu sína 210 prestum og við meðlimatölu sína 43,173 manns. Kirkjan þar á 11 háskóla og 79 kennaraskóla; hún viðheldur 746 skólum fyrir alþýðumentun. Safnaðarskólarnir, sem gera mest til þess að vitbreiða kaþólsk- una, eru sóttir af 815,063 börnum. — Skyldi ekki framför kaþólskunnar einnig vera eitt af teiknum timanna? Sbr. Op. 13, 1—10. Enskir hermenn i Suður-Afríku nú sem stendur eru yfir 75,000 manne. Auk enskra her- manna ræður enska stjórnin yfir mörgum þúsundum innfæddra hermanna. Skrifið rétta utanáskríft á bréf og póstsend- ingar! Til pósthússins í AVashington í Bandarikjunum komu í fyrra ekki færri en 6,855,983 póstsendingar, sem ekki höfðu rétta utanáskrift og ekki heldur adressu þess er sendi. I 12,443 af þessum send- ingum voru stærri eða minni peningaupp- hæðir. Mikil járnbrautabygging. Nú sem stendur er verið að byggja þrjár afar-miklar járn- brautir. Fyrst má nefna hina rússnesk- síkerísku járnbraut hér um bil 5,000 milur (enskar) á lengd, frá St. Pétursborg og yfir hinar feykilegu sléttur Siberíu til Kyrrahafsins, og eru þegar albúnar 3,000 mílur. Því næst er járnbrautin rnilli Alex- andríu við Miðjarðarhafið til Kapstaðarins í Suður-Afríku, 6,000 mílur (enskar) á lengd. Af þeirri braut er búið að byggja þvi nær 2,000 mílur. Hin þriðja braut, sem í ráði er að byggja, á að liggja frá New-York til Buenos Ayres. Sá partur brautarinnar, sem liggur frá New-York til Mexico er þegar alger. Hraðskeyti án þráðar. Það er nú farið að tíðkast að senda hraðskeyti án þráðar og það jafnvel langar leiðir. Samningur er nú gerður um að setja samband milli allra Havajieyja með þráðarlausu hrað- skeyti eftir fyrirkomulagi Markonis. Leó Tolstoi hefir undanfarið legið sjúkur í Aloskwa. BÆKUR 0G RIT, til sölu í Aldarprentsmiðju, Reykjavík, og lijá bóksölum bóksalafélagsins út um land. VEGURINN TIL KRISTS. Eftir E. G. White. 159 bls. Innb. í skrautb. Verð: 1,50 ENDURKOMA JESÚ KRISTS. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15 HVÍLDARDA GUR DROTTINS OG HELGIHALD HANS FYR OG NÚ. Eftir David Ostlund. 31 bls. í kápu. Verð: 0,25 VERÐI LJÓS OG H VÍLD ARD A GURINN. Eftir David 0stlund. 88 bls. Heft. Verð: 0,25 HVERJU VÉR TRÚUM. Eftir David 0stlund. 32 bls Heft. Verð: 0,10 Innan skamms kemur út bókin SPÁDÓMAR PRELSARANS og uppfylling þeirra samkvæmt guðs orði og maimkynssögunni. Eftir J. G. Matteson. Hér um bil 200 bls. í stóru 8 bl. broti. Innb. í skrautbandi. Verð 2 kr. 50 au. /yrn ^oma Þ- L °g hverjum mánuði I ræKOÍ II Kostaliér á landi l kr. 50a., íVesturheimi 60 cente. Árgangurinn borgist í tvennu lagi: fyrir 1 apríl og fyrir 1. október. Afgreiðsla blaðsins er í Aldar-prentsmiðju, Reykjavík. Útg. og ábyrgðarm.: David 0stlund, Reykjavík. Aldar-prentsmiðja.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.