Frækorn - 15.02.1900, Qupperneq 3

Frækorn - 15.02.1900, Qupperneq 3
F R Æ K 0 R N. 27 og fyndum vér ekki til þeirrar miklu ábyrgðar, sem i þessu efni hvilir á öllum kriatnum mönnum, þá hefðum vér án efa dregið oss í hlé frá því að taka til máls á prenti móti þessum kenningum um heil- aga ritningu. Þe.gar samvizkan býður að tala, þá er eigi tilhlýðilegt að þegja. Jr’essi verður afsökun vor með að senda þessar línur frá oss og um leið rneðmæli með þeim til allra þeirra, sem þær kunna að koma fyrir sjónir. Efni þetta er svo stórmerkilegt og einnig svo áríðandi, að það sæmir hverj- um þeim, sem um það ræðir, að tala með hógværð og stillingu, og vonum vér, ef svo kynni að verða, að orð vor kæmi einhverj- um til að rita um það framvegis, að það mætti verða í bróðurlegum og kristilegum anda. Vísindin, „mentaðir guðfræðingar" og biblían. Eitt af aðalumræðuefnum V. lj. frá því í fyrra hefir verið spurningin um, hvort biblían væri áreiðanleg eða ekki. Blaðið hefir notað hvert tækifæri til aðkennales- endum sínum, að í biblíunni væri ekki ein- göngu guðs orð ; margt í henni væri manna orð og það jafnvel mjög svo óáreiðanlegt; i biblíunni væri missögli og þversagnir; sem sönnun þessa hefir þá ýmislegt verið upp talið, sem er álitið að vera slíkur óá- reiðanlegleiki.* * Greinir þær, sem sérstaklega er átt við, eru þær sem hafa staðið í blaðinu undir fyrirsögnunum: „Smápistlar um al- varleg efniil, „Pversagnir og missöglii heil- agri ritningu“, og nú á þessu ári grein, þýdd úr norsku („Hvernig ég ]ít á ritning- una“). Það fyrsta, sem er athugavert við þess- argreinir, er það, hvernig ritstj. V.lj. reynir að greiða þeim götu til alþýðu. Það stend- ur auðsjáanlega ljóst fyrir honum, að kenn- ingin um, að trúarbók allrar kristninnar væri óáreiðanleg, muni hneyksla marga smælingja. Hvort hann hafi minst orða Jesú Krists um að hneyksla þá, skal hér ekki dæmt um. Hann huggar sig við, að þessi kenning sín muni varla hneyksla „nokkurn mentaðan guðfræðing“, en þykist láta sér það í léttu rúmi liggja, er „margir lítt mentaðir menn á vorum dögum“ álíta slíka kenningu hættulega. .Tá. því skal fylblega játað, að „margir“ eru þeir „lítt mentaðir menn“, semhjartan- lega hafna þessu, „margir“ eru þeir sann- trúaðir menn, þrátt fyrir alla afneitunina, sem trúa hinum skýlausu orðum frelsarans, að ritningin getur eigi raskast“ (Jóh. 10, 85). En þess ber að gæta, að „timburmannssonurinn11 Jesús of Nazareth var ekki heldur „mentaður guðfræðingur“ í þeirri guðfræði, sem útilokar guðs orð. Hann stendur að öllu leyti með þeim mönnum „ómentuðum11, er trúa allri" ritn- ingunni sem orði guðs lifanda. Hins vegar þurfum vér ekki að fallast á það, að þessi ritningarafneitunarvilla sé svo almenn hjá „mentuðum guðfræðing- um“, sem höf. vill gefa í skyn. Ég hefi mér til mikillar gleði hitt á „margan ment- aðan guðfræðing“, sem trúir liinu sama, sem hinn hámentaði Páll postuli trúði forðum: að „öll ritningin sé innblásin af guði og nytsöm til lærdóms, til sannfær- ingar gegn mótmælum, til leiðréttingar, til mentunar í réttlæti, svo guðs maður sé alger og til alls góðs verks hæfilegur.“ (2. Tim. 3. 16. 17.)

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.