Frækorn - 15.02.1900, Side 7
FRÆKORN.
31
á allan hátt, að það var farið að
hlæja. En konan sat og át, og sagði
frá högum sínum, hver og hvaðan
hún væri. „Maðurinn minn er her-
maður“, sagði hún. „Hann fór fyrir
átta mánuðum með herdeild sína, og
ég hefl ekki heyrt neitt af honum
síðan. Ég var eldastúlka, en þegar
ég átti bai'nið, var mér vísað á burt.
Nú hefl ég leitað mér atvinnu árang-
urslaust í þrjá mánuði. Ég hefl eytt
öllu sem ég átti. Ég hugsaði að ég
gæti fengið atvinnu sem fóstra, en
enginn gat notað mig til þess, af því
að þeir sögðu, að ég væri of mögur.
Ég hefl nú verið hjá kaupmannskonu;
þar býr amma mín, og þau lofuðu
að taka mig til sín. Ég hélt að ég
mætti koma þangað undir eins, en
konan sagði, að óg mætti koma eftir
eina viku. Og það er svo langt heim
til þeirra, að eg kemst varla þangað
fyrir þreytu, og barnið er lika yfir-
komið. Guð launi konunni, sem hýsti
okkur, fyrir velgerðir sínar; ég veit
ekki hvernig ég hefði getað iifað
annars."
Marteinn andvai-paði og spurði:
„Áttu þá ekkert hlýtt fat til að klæða
þig í?“
„Ég þyrfti að klæða mig betur;
en ég get það ekki. í gær seldi ég
sjalið mitt fyrirtuttugu *kópeka.“ Nú
gekk konan að rúminu og tók barnið
í fang sór; en Marteinn fór að leita
í fötunum sínum, sem héngu á þil-
* 1 kópek er hér um bil sama og 3
aurar.
inu tók gamla ullartreyju og gaf kon-
unni. „Taktu við þessu", sagðihann;
það er svo sem ekki merkilegt, en
það er samt betra en ekkert til að
vefja utan um barnið."
Konan horfði ýmist á ti'eyjuna eða
Martein, tók svo við henni og fór að
gráta. Marteinn lagðist á knó við
rúmið og dró undan því gamlan kassa,
sem hann rótaði í um stund. Svo
settist hann hjá konunni. „Guð
blessi þig, gamli maður", sagði hún,
„það er drottinn sjálfur, sem hefir
sent mig upp að glugganum þínum,
því annars hefði barnið dáið úr kulda.
Það var gott veður þegar ég lagði
af stað í morgun, en svo kom þess
kuldi. Ég má þakka guði fyrir það,
að þú leitst út um gluggann, einmitt
meðan ég stóð þar, og fyrir það, að
þú hjálpaðir upp á mig.“
Marteinn brosti. „Éú getur nú sagt
það“, sagði hann. „En ég sit hér
ekki til einkis og horfl Ut um
gluggann. “ Svo sagði hann konunni
drauminn, og að hann hefði heyrt
rödd, sem sagði, að frelsarinn kæmi
í dag að vitja hans.
„Það getur vel verið“, sagði konan,
sem var nú staðin upp, og fór að
vefja treyjunni utan um barnið og
blessaði Martein fyrir hjálpina. „Taktu
við þessu í Jesú nafni“, sagði Mar-
teinn, og rétti henni tuttugu kópeka.
„Kauptu aftur út sjaliðþitt fyrir þetta.“
Konan tók við peningunum og signdi
sig. Marteinn krossaði sig líka og
fylgdi síðan konunni út. [Niðuri. n«st.|