Frækorn - 15.02.1900, Qupperneq 6

Frækorn - 15.02.1900, Qupperneq 6
30 FRÆKORN. sig, setti bollann frá sér, reisti sig og sagði: „ Þ ú skalt hafa þökk, Marteinn Avdéjitsch, fyrir góðgerðirnar. Þú hefir rnettað mig bæði á sál og likama." „Þakka þéi sjálfum. Lit þú inn til min oftar. Vertu alla tima vel- kominn", sagði Marteinn. Stepánitsch fór. Marteinn skenkti á bollann það sem eftir var af teinu, drakk það, setti bollann frá sér, og fór ’að vinna aftur, en það fór eins og áður: hann varð að líta út á götuna, og var stöðugt að hugsa nm, hvort Jesús mundi ekki koma. Hann hugsaði ekki um annað en orð og líf Jesú. Svo gengu fyrst tveir hermenn fram hjá glugganum, og því næst húsbóndinn frá næsta húsi, ásamt sveini nokkrum, sem hélt á körfu. Siðan kom fátæk kona og staðnæmd- ist við vegginn rétt hjá glugganum; hún gekk i bómullarsokkum og lé- iegum skóm. Marteinn sá, að skórnir voru frá sveitaskóara; hann teygði sig upp í gluggann, til að geta tekið betur eftir konunni; hann hafði aldrei séð hana áður. Hún var mjög fá- tæklega klædd, og bar litið barn á handleggnum. Hún sneri bakinu á móti vindinum, og jeyndi af öllum mætti að hlífa barninu fyrir kuldan- um, en hún hafði lítið tii ’að klæða það i. Föt hennar vorn þunn og slitin, og ekki til vetrar-brúkunar. Marteinn heyrði inn um gluggann hyernig barnið grét, og hvernig konan reyndi að hugga það; en það vildi ekki takast. Hann stóð upp og gekk upp stigann. „Komdu ningað, kona góð“, kall- aði hann til hennar. Hún heyrði til hans og kom. „Því stendurðu þarna úti í kuldanum með barnið? komdu heldur inn í stofu til mín. Það er betra fyrir þig að vera með það inni í hitanum." Konan varð forviða að sjá þennan gamla mann með skóara-svuntu og gleraugu, sem bauð henni inn til sín. Hún fór inn á eftir honum. Þegar þau voru komin niður stigann og inn í stofuna, sagði Marteinn: „Settu þig hérna á rúmið við ofninn; þar get- urðu ornað þér og geflð barninu að sjúga". „Það er engin mjólk í brjóstunum “, sagði konan, „ég hef ekki smakkað mat í alian dag.“ Marteinn hristi höfuðið, gekk að skápnum og tók út skál, sem hann setti á borðið; svo fór hann að lita eftir matnum. Súpan var búin, en grauturinn var ekki alveg soðinn. Svo jós hann skálina fulla af súpu, tók nokkrar brauðsneiðar út úr skápnum, lagði dúk á borðið og sagði: „Settu þig nú niður og borðaðu þetta, kona góð, ég skal líta eftir barninu á meðan. Ég hefl átt barn sjálfur, svo ég get verið fullgóð barnfóstra." Konan settist við borðið, signdi sig og fór svo að eta, en Marteinn settist á rúmið með barnið. Hann var þangað til aðgæla við það og kjassa

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.