Frækorn - 15.09.1900, Qupperneq 1

Frækorn - 15.09.1900, Qupperneq 1
,Bríeður,hvað sem satt er og sómasamlegt, hvað réttvíst er, hvað skírllft er, hvað elskuvert er eða gottafspurnar, hvað dygðugt er, hvað lofsvert er, gefið því gaum.“ — Fil. 4, 8. — 1900. hinur úr „$óú minna Hugsana1'. Eflír Zakarfa. Topelíus. IV. LjÓSI*. Já, ég elska þig, þú himinhreina ljós, endurljómi guðs kærleika, sem upplýsir jörðina og sameinar sundur- greinda heima. Enginn glitrandi gimsteinn, enginn varðeldur, engin rafurljós skrauthýsanna, engar flug- eldasólir, engin glitrandi ljós sjón- leikasviðanna, eigi hinir fölvu geisl- ar norðurljósanna, jafnvel eigi odda- leiftur eldingarinnar, er í einni svip- an sundrar skýjum himins, fær jafnast á við þig að heilnæmi ljóma þíns. Það er einungis stjömuhiminn vetrarnæturinnar, svo djúpur og dular- fuliur, sem að hátignarfegurð fær jafnast á við þig. Ég elska hina skæra liti þína í litaskiftingum regn- bogans, í morgunsárinu, eða þá er sólin hnígur í haf sem glóandi hnött- ur. Ég þekki ekkert, sem skrautlegra er heldur en svartur skýjaflóki í austri, björt, hnígandi sól í vestri, iðgrænar hlíðar og drífhvítan máf, er flögrar móts við hin dimmu ský. Ég ann 18. BLAÐ. eigi hinum gruggugu litum þínum, hinum öskugráu skýjum og drunga- iegu þoku. Mér þykir vænt um morgunrökkrið, með því það boðar dagskomuna. En kveldrökkrið hefir samskonar áhrif á mig og viðkvæm kveðja. Évi fremur nætur myrkrið, þegar það heflr náð sínu hæsta stigi, og augað veit, að dekkra verður það eigi, en sú stund nálgast, þá er ljósið fæðist af skauti þess. Nóttin er móðurskaut sköpunarinnar, eins og jólanóttin er fæðingarstund frelsunar- innar; en hún er það vegna þess, að alt æðra líf framgengur af dauða, öll varanleg gleði af djúpri hrygð og hin himneska von af huggunarsnauðri nú- tíð. Umskifti dags og nætur eru auganu hvíld og fullnægir hverflyndi hjartans. Vér mundum eigi eiska ljósið, ef vér hræddumst eigi myrkrið. Þeir, sem búa nærri heimskautsbaugnum, hafa hlotið mikla gjöf þar sem eru langir dagar og langar nætur án afláts. „Til skiftis laugað í ljósi og niður- sökt í nótt, sem lyktar eigi.“ Af því, sem gagnstætt er hvort öðru, framleiðist táp hér, sem hita- REYKJAVÍK 15, SEPTEMBER,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.