Frækorn - 15.09.1900, Qupperneq 4

Frækorn - 15.09.1900, Qupperneq 4
140 F R Æ K 0 RN. Hefirðu aldrei séð það með sjálfs þíns augum, að margt heimili vantar það, sem kaliað er hamingja eða bless- un? Hefirðu aldrei séð, hvað það er mikils vert, að veita þeim heimilum hamingju aftur, sem hafa mist hana? Þú hefir víst aldrei tekið eftir þessu, og þess vegna ertu að kvarta yfir því, að þú hafir ekkert að gjöra. Þú hefir víst aldrei tekið eftir, að þetta verk, að veita heimilum hamingju, er ekki fremur unnið af rikum en fá- tœkum. Skamt frá þér er heimili, sem vant- ar alla hamingju, alla blessun. Heim- ilisfaðirinn er maður á bezta skeiði og konan hans er mesta myndarkona. Þau eiga nú fjögur börn, eins og þú veitst. Nú er það almannarómur, að þessi heimilisfaðir sé mestur atgjörvis- maður í þinni sveit, bæði til sálar og líkama, og þó er heimilið hans eitt- hvert aumasta heimilið þar. Þú hlýtur nú að vita það, vinur! hvað til þess kemur. Það fer ekki svo lágt. Um fátt er sveitungum þínum tíðræddara en ástandið á heim- inu þvi. Að því skopast þeir, hver í kapp við annan; sumir aumkva það í orði, þegar bezt lætur, en fyi'irlitn- inguna má lesa út úr svip þeirra og sjálfsþóttann. Heimilisfaðirinn er drykkjumaður. Það er orsökin til óhamingjunnar, sem yfir heimilinu vofir. Þetta hefir þú séð, eins og aðrir, en hitt hefir þú ekki séð, að þér væri skylt að skiíta þér af þessu, að þú, einmitt þú, værir maðurinn, sem bæði gætir orðið og ættir að verða þessu heimili til bless- unar. Ég áfelli þig ekki fyrir þetta sjón- leysi, vinur minn! Ég hefi eins og aðrir gjört mig sekan í því, að sjá ekki þá, sem eru illa á vegi staddir. En þakkir séu guði, sem opnaði á mér augun, svo ég sá ógæfusama meðbræð- ur mína. Farðu nú til þessa nágranna þíns og gjörðu hann að hamingjumanni og alt hans fólk. Það er mikið verk, og það er nauðsynjaverk. Þú þarft lítið fé til að vinna þetta verk, en þú þarft mikinn kærleik. í þessum efnum er það kærleikinn, sem er afl þeirra hluta, sem gjöra skal, en ekki auðurinn einn. Einsettu þér að vinna þetta verk — endurgjalds- laust. Reiknaðu það ekki út eftir at- gjörvinni. Og aðferðin er þetta: Reyndu eftir föngum að bæta úr líkamlegri neyð heimilisins; þó þú getir það ekki til hlítar, þá er nóg, ef heimilisfaðirinn sér og finnur, að þú vilt vera honum alt og fólki hans. Hann er lengi bú- inn að finna til þess, að hann hefir mist alt traust og virðingu sveitunga sinna; hann er búinn að smakka á beiskju fyrirlitningarinnar. Nú finnur hann, hvað sæl.t er, að finna aftur týnt. traust og týnda vírðingu.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.