Frækorn - 15.09.1900, Side 7
F R Æ K 0 R N.
143
leyfi Rússa. Landeign bú er hið rúss-
neska fylki Kwang Tung.
Samkvæmt samningum við Kína frá 2.
apríl 1898 hefir England ráð yfir Wei-Hai-
"Wei í Shangtung fylkinu, á meðan
Rússar hafa Port Arthur. Til auðveldari
landvarnar hafa Bretar og 99 ára leigu á
landeign á meginlandinu, andspænis ey-
junni Hong-kong.
I aprílmánuði árið 1898 leigðí kín-
verska stjórnin Frakklandi Kwang-Chou-
'Wan-flóann við strönd Lien Chou skagan8
andspænis eyjunni Hainan um 99 ár,
og í nóvember 1899 fékk Kína Frakklandi
í hendur yfirráðun jTfir ejTjum þeim tveimur,
sem liggja fyrir flóamynninu. Aðalland
Kína liggur að mestu leyti á milli 18° og
43° n. br. og 116° og 1430 au.l. Frá norðvestur
homi þess liggur löng tiltölulelega mjó
landspilda á 46 0 n. br. og 105 0 au. 1. á
milli Mongólí, Rússlands og Austur-Turk-
estan. Norðan og vestan að þvi liggja
aukalöndin og eignarlönd Rússa í Asíu.
Sunnan að því liggur Austur-Indland og
austan að því ýmsar deildir Kyrra hafsins,
Kínverska hafið syðra og Kínverska hafið
eystra.
A landarmærum Korea er norðurhluti
strandarinnar á Liao Fong skaganum, hár
og þverhnýptur. Fram undan ströndnni
liggjamargarklettóttar eyjar. Umhverfis Pit-
chili flóann er ströndin lág og sendin, en
hækkar lítið eitt við skagann á milli fló-
ans og Gula hafsins. í Pitchili-sundinu
sem myndar mynnið á Gula hafinu, eru
margar smáevjar, ðliao Tao.
Vesturhluti landsins, sem liggur á -niilli
Kínverjamúrs að norðan og Jang-tse-
Kíang að sunnan, er lítt þekt fjallendi;
þar liggja Yungeug fjöllin á landamærum
Tíbet, þaðan liggja fjallgarðar i austur
báðum megin við.Tang-tse-Kiang. Fjallgarð-
arnir enda fyrir norðan fljótið við hina
miklu kínversku sléttu á milli fljótanna
Jang-tse-Kiaug og Hoang-ho; en sunnan-
vert við fljótið ná þcir alla leið til hafs,
og frá þeim liggja margir íjallgarðar til
suðurs og norðurs, sem mynda viðáttu-
j mikið fjall-lendi.
Norð-austur hluti landsins fyrir norðan
Jang-tse-Kiang er mikið sléttlendi. Að
sunnanverðu er jarðvegurinn að vísu
sendinn og saltkendur með köflum. Þar
eru og mýi’ar með ströndum fram og lón
mörg og stöðuvötn, en yfir höfuð er jarð-
vegurinn þar mjög svo frósamur, með því
einnig að jarðrækt er þar í góðu lagi;
sérstaklega er vatnsveiting stunduð þar.
Aðalafurðir eru hrísgrjón,baðmull og tóbak.
Sléttan liggur til suðurs; þar tekur við
öldumyndað hálendi, sem og er mjögfrjó-
samt, en ræktað á annan hátt, með því te
er aðalafurð þar. Hinn mikli Keisara-
skurður klýfur austurhluta sléttunnar og
sameinar borgina Jang-chau við höfuð-
horgina Peking, með ánum Wei-ho, Pei-
ho og When-ho.
Af hinum mörgu fljótum ber helzt að
nefna Jang-tse-Kiang og Hoang-ho. Hið
fyr nefnda er eitt hið stærsta fljót heims-
ins. Upptök þess eru á fjallgarðinum
Kýnlýn í Tíbet norðanverðu og fellur til
austurs til móts við upptök fljótsins
Hoang-ho, þar beygir það til suðurs ogfylgir
Mekong og Saluen og nefnist þá Kin-scha-
Kiang. Á landamærum Tíbet og Kína
fellur vinstra megin í hana áin Ya-lung-
Kiang, talsvert mikið fljót, en eins og
aðalfljótið er það eigi skipgengt. I fylkihu
Hupe fðllur fljótið um hina kínversku sléttu;
falla þar hægra megin í það margar ár úr
stöðuvatninu Tungtmg og vinstra megin
nálægt Hangkow hið mikla fljót Hankiang.
Fjótið fellur enn fremur til norð-austurs
út í kíuverska hafið eystra. Fljótið er
rúmlega 2,800 enskarmílurá lengd. Hoang-
ho (fljótið gula) hefir upptök sín á Tíbet
norðaustanverðu, á 35 0 n. br. og 113 0
au. 1. Það fellur um Alongóli og inn í
Kína, þar fellur það fyrst til suðurs, svo