Frækorn - 15.09.1900, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.09.1900, Blaðsíða 8
144 FRÆKORN. til austurs og loks til norðausturs unz það fellur úti Pechili-flóann. Fljótið er ákaflega yatnsmikið og skolar með sér feykimiklu af leir og sandi. Fljótið er 2,200 mílur á lengd. Enn fremur má nefna Pe-Kiang og Si Kiang, sem hyorttveggja eru mikil fljót og falla út í Cantonflóann. Peking, höfuðborg Kína hefir 2,000,000 íbúa. Hún liggur norð-austanvert í Kína. Hafnborg hennar er Tien Tsin að norð- anverðu við Keisaraskurðinn. Fyr á öldum var Xanking höfuðborg ríkisins. Sá bær liggur við Jangtse-fljótið og keisaraskurðinn. Shanghai, sem liggur að sunnanverðu við fljótsmynnið er nú hin helztu kínverska hafnarborg fyrir verzl- un norðurálfumanna. Canton er hinn stærsti bær í Kína og Asíu. Áður var hann eini bærinn, sem norðurálfubúar höfðu leyfi til að heimsækja. Nálægt Cant- on liggja smáeyjarnar Hongkong og Makao, og er hin fymefnda brezk, en hin síðar- nefnda portúgölsk. Talandi tölur. Á fjárhagstímabilinu 1896 og 1897 voru helztu útgjöldin þessi: Til fátækraframfæris kr. 400,000,M Til umboðsstjórnar, dóm- gæzlu og lögreglumál 328,000,oo Til samgangna 320,000,oo Til kirkju og kenslumála 252,000,qo Helztu tekjur landsjóðs voru þessar: Yínfanga- og tóbakstollur kr. 498,000,qo Kaffi og sykurtollur 155,OOO.oo Mjög eftirtektavert er það að fátækra útgjöldin eru hin stærstu útgjöld íslands og stærsta tekjugrein landssjóðs er tollur af vínföngum og tóbaki, þessum vörum, sem ekkert annað er en bölvun fátækling- anna, tollurinn á þeim vörum sem gjöra þá volaða og auma. Skyldu ekki þessar tölur standa eitthvað öðruvísi, efþessar skaðlegu vörurværu ekki á boðstólum hér á land? Fjórar ástæíur. — Ég heíi fjórar ástæður fyrir að veru bindindismaður: höfuð mitt er greindara, heilbrigði mín betri, mér er léttara um hjartað. og buddan mín er þyngri“. — Guthrie. — Djöfullinn reynir að rita nafn drott- ins á hverja brennivínsflösku, sem verður send út í verzlunina. BÆKUR 0G RIT, til íölu í Aldarprentsmiðju, Reykjavík, og hjá bóksölum bóksalafélagsins út um land. Spádómar frelsarans og uppfylling þeirra sam- kvæmt ritningunni og mannkynssögunni. Eftir J. G. Matteson. 200 bls. í stóru 8 bh broti. Margar myndir. I skrautb. kr. 2.50. Vegurlnn tll Krists. Eftir E. G. White. 159 bls. Innb. í skrautb. Verð: 1,50. Endurkoma Jesú Krists. Eftir James White. 31 bls. Heft. Verð: 0,15. Hvíldardagur drottins og helgihald hans fyr og nú. Eftir David Ostlund. 31 bls. í kápu. Verð: 0,25. Verðl Ijós og hvildardagurlnn. Eftir David 0st. lund. 88 bls. Heft. Verð: 0,25. Hverju vér trúum. Eftir David 0stlund. 32 bls. Heft. Verð: 0,10. Kaupendur Freekorna eru hér með vinsamlega mintir á að borg- un fyrir þennan árg. á að vera greidd að fullu innan þ. I. okt. ^r;plrnrn ^10™ ^ ^ itdVUiil í hverjum mánuði.— •Stuttar greinir og sögur, kristilegB og siðferðilegs efnis, ýws fróðleikur, góður og gagnlegur fyjir alla. — Verðið i r að eins 1 kr. 50 au. um árið. _____L'tn. U. Datlund, Rejkinvi''''- Aldar-prentsmiðja.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.